Morgunblaðið - 21.11.2019, Side 28

Morgunblaðið - 21.11.2019, Side 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2019 Bláu húsin v/Faxafen Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena undirfataverslun • Næg bílastæði Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Auglýst hefur verið skipulagslýsing vegna breytingar á deiliskipulagi Hvamms og Hvammsvíkur í Hval- firði. Tilefni deiliskipulagsbreyting- anna er áform um uppbyggingu, en fyrirhugað er að byggja sjóböð og tilheyrandi aðstöðu fyrir baðgesti, svo sem búningsaðstöðu, veit- ingasölu og bílastæði, að því er fram kemur á heimasíðu Kjósarhrepps. Þjónustuhús verður fyrir allt að 150 manns og verður bílaumferð og fjöldi gesta takmarkaður hverju sinni til að tryggja sem besta upp- lifun gesta og hlífa náttúru staðarins fyrir of miklum ágangi. Fyrirhuguð uppbygging verður þar sem núverandi náttúrulaug er. Gert verður ráð fyrir bílastæðum fyrir um 50 bíla auk stæða fyrir 2-3 hópferðabíla. Þjónustuhúsið verður allt að 500 fermetrar að stærð. Leit- ast verður við að nota íslensk efni og íslenska list eftir fremsta megni. Laugarnar verða allar hlaðnar úr grjóti, sem finnst víðs vegar í fjör- unni eða á jörðinni. Húsið verður lagt torfi og það falið að mestu leyti frá götu og þjóðvegi. Gert er ráð fyrir fimm til sex heitum og köldum laugum sem liðast út í víkina og fyll- ast og tæmast með flóði og fjöru. Einnig er gert ráð fyrir tveim gufu- böðum og hvíldaraðstöðu sem jafn- framt er hugsað sem skjól. Laug- arnar yrðu misdjúpar en þrjár þeirra yrðu alltaf að mestu not- hæfar, einnig á flóði. „Hvammsvík er í 40 mínútna fjar- lægð frá Reykjavík. Hvalfjarðar- vegur (nr. 47) liggur í gegnum jörð- ina og er öll aðkoma því mjög auðveld. Núverandi vegir og grunn- ar/byggingar verða notaðir eins og kostur er til að lágmarka umhverfis- rask,“ segir í skipulagslýsingunni. Á jörðinni Hvammsvík er í aðal- skipulagi Kjósarhrepps 2017-2029 skilgreindur reitur fyrir verslun og þjónustu. Um hann segir í aðal- skipulaginu: „Gert er ráð fyrir byggingu hótels, með gistingu fyrir allt að 50 gesti ásamt veitingastað, ylströnd, aðstöðu til sjósunds og gerð bátaskýlis. Einnig þjónustu við golfvöll í Hvammsvík. Stærð svæðis er allt að 5 ha.“ Skipulagslýsingin er til sýnis í anddyri hreppsskrifstofu Kjósar- hrepps í Ásgarði frá og með fimmtu- deginum 14. nóvember 2019 til og með 28. nóvember 2019. Tillögurnar verða jafnframt birtar á heimasíðu Kjósarhrepps, kjos.is. Athugasemd- ir eða ábendingar skulu berast í síð- asta lagi 28. nóvember nk. Eftir kynningu á skipulagslýsingunni verður fjallað um deiliskipulagið og það kynnt samkvæmt skipulags- lögum. Stefnt er að því að deili- skipulagið geti tekið gildi í apríl 2020. Sjóböð byggð upp í Hvammsvík  Laugarnar byggðar úr grjóti og þjónustuhúsið lagt torfi  Fjöldi gesta verður takmarkaður Ljósmynd/www.mats.is Hvammsvík í Hvalfirði Fögur vík frá náttúrunnar hendi. Áform eru um að bjóða upp á sjóböð í hæsta gæðaflokki. Hvammur er landnámsjörð sam- kvæmt Landnámabók en Hvammsvíkur er fyrst getið sem hjáleigu á sautjándu öld. Þetta kemur fram í alfræðiritinu Wiki- pediu. Breski og bandaríski herinn höfðu aðstöðu á jörðinni í síðari heimsstyrjöldinni og byggðu þar töluverðan fjölda mann- virkja, svo sem bragga, höfn, skotfærageymslur, vöruskemm- ur, aðstöðu til íþróttaiðkunar og ýmislegt fleira. Minjar frá þeim tíma er að finna á staðnum. Á jörðinni eru um 80 forn- minjar á fornminjaskrá. Jarð- irnar eru um 600 hektarar að stærð og ná frá sjó í innan- verðum Hvalfirði upp í 400 metra yfir sjó á Reynisvalla- hálsi. Skúli Mogensen, fjárfestir og aðaleigandi WOW air, keypti Hvamm og Hvammsvík af Orku- veitu Reykjavíkur árið 2011. Skúli sagði í viðtali við Morgun- blaðið á þeim tíma að hann hygðist nýta jörðina fyrir fram- tíðar ferðamanna- og útivistar- svæði. Orkuveitan hélt eftir jarðhitaréttindum. Stríðið setti sinn svip HVAMMUR OG HVAMMSVÍK

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.