Morgunblaðið - 21.11.2019, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.11.2019, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2019 Bláu húsin v/Faxafen Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena undirfataverslun • Næg bílastæði Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Auglýst hefur verið skipulagslýsing vegna breytingar á deiliskipulagi Hvamms og Hvammsvíkur í Hval- firði. Tilefni deiliskipulagsbreyting- anna er áform um uppbyggingu, en fyrirhugað er að byggja sjóböð og tilheyrandi aðstöðu fyrir baðgesti, svo sem búningsaðstöðu, veit- ingasölu og bílastæði, að því er fram kemur á heimasíðu Kjósarhrepps. Þjónustuhús verður fyrir allt að 150 manns og verður bílaumferð og fjöldi gesta takmarkaður hverju sinni til að tryggja sem besta upp- lifun gesta og hlífa náttúru staðarins fyrir of miklum ágangi. Fyrirhuguð uppbygging verður þar sem núverandi náttúrulaug er. Gert verður ráð fyrir bílastæðum fyrir um 50 bíla auk stæða fyrir 2-3 hópferðabíla. Þjónustuhúsið verður allt að 500 fermetrar að stærð. Leit- ast verður við að nota íslensk efni og íslenska list eftir fremsta megni. Laugarnar verða allar hlaðnar úr grjóti, sem finnst víðs vegar í fjör- unni eða á jörðinni. Húsið verður lagt torfi og það falið að mestu leyti frá götu og þjóðvegi. Gert er ráð fyrir fimm til sex heitum og köldum laugum sem liðast út í víkina og fyll- ast og tæmast með flóði og fjöru. Einnig er gert ráð fyrir tveim gufu- böðum og hvíldaraðstöðu sem jafn- framt er hugsað sem skjól. Laug- arnar yrðu misdjúpar en þrjár þeirra yrðu alltaf að mestu not- hæfar, einnig á flóði. „Hvammsvík er í 40 mínútna fjar- lægð frá Reykjavík. Hvalfjarðar- vegur (nr. 47) liggur í gegnum jörð- ina og er öll aðkoma því mjög auðveld. Núverandi vegir og grunn- ar/byggingar verða notaðir eins og kostur er til að lágmarka umhverfis- rask,“ segir í skipulagslýsingunni. Á jörðinni Hvammsvík er í aðal- skipulagi Kjósarhrepps 2017-2029 skilgreindur reitur fyrir verslun og þjónustu. Um hann segir í aðal- skipulaginu: „Gert er ráð fyrir byggingu hótels, með gistingu fyrir allt að 50 gesti ásamt veitingastað, ylströnd, aðstöðu til sjósunds og gerð bátaskýlis. Einnig þjónustu við golfvöll í Hvammsvík. Stærð svæðis er allt að 5 ha.“ Skipulagslýsingin er til sýnis í anddyri hreppsskrifstofu Kjósar- hrepps í Ásgarði frá og með fimmtu- deginum 14. nóvember 2019 til og með 28. nóvember 2019. Tillögurnar verða jafnframt birtar á heimasíðu Kjósarhrepps, kjos.is. Athugasemd- ir eða ábendingar skulu berast í síð- asta lagi 28. nóvember nk. Eftir kynningu á skipulagslýsingunni verður fjallað um deiliskipulagið og það kynnt samkvæmt skipulags- lögum. Stefnt er að því að deili- skipulagið geti tekið gildi í apríl 2020. Sjóböð byggð upp í Hvammsvík  Laugarnar byggðar úr grjóti og þjónustuhúsið lagt torfi  Fjöldi gesta verður takmarkaður Ljósmynd/www.mats.is Hvammsvík í Hvalfirði Fögur vík frá náttúrunnar hendi. Áform eru um að bjóða upp á sjóböð í hæsta gæðaflokki. Hvammur er landnámsjörð sam- kvæmt Landnámabók en Hvammsvíkur er fyrst getið sem hjáleigu á sautjándu öld. Þetta kemur fram í alfræðiritinu Wiki- pediu. Breski og bandaríski herinn höfðu aðstöðu á jörðinni í síðari heimsstyrjöldinni og byggðu þar töluverðan fjölda mann- virkja, svo sem bragga, höfn, skotfærageymslur, vöruskemm- ur, aðstöðu til íþróttaiðkunar og ýmislegt fleira. Minjar frá þeim tíma er að finna á staðnum. Á jörðinni eru um 80 forn- minjar á fornminjaskrá. Jarð- irnar eru um 600 hektarar að stærð og ná frá sjó í innan- verðum Hvalfirði upp í 400 metra yfir sjó á Reynisvalla- hálsi. Skúli Mogensen, fjárfestir og aðaleigandi WOW air, keypti Hvamm og Hvammsvík af Orku- veitu Reykjavíkur árið 2011. Skúli sagði í viðtali við Morgun- blaðið á þeim tíma að hann hygðist nýta jörðina fyrir fram- tíðar ferðamanna- og útivistar- svæði. Orkuveitan hélt eftir jarðhitaréttindum. Stríðið setti sinn svip HVAMMUR OG HVAMMSVÍK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.