Morgunblaðið - 21.11.2019, Page 44

Morgunblaðið - 21.11.2019, Page 44
44 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2019 ✝ Unnur Guð-björg Guð- mundsdóttir Proppé fæddist 14. júní 1929 á Meist- aravöllum við Kaplaskjólsveg í Reykjavík. Hún lést á Landspít- alanum 6. nóvem- ber 2019. Foreldr- ar hennar voru Guðmundur Helgi Guðmundsson skipstjóri, f. 4. mars 1897, d. 3. apríl 1971, og Guðfinna Árnadóttir húsmóðir, f. 2. júní 1901, d. 30. apríl 1975. Unnur var yngst fjögurra barna þeirra hjóna, eldri voru bræðurnir Ragnar loftskeyta- maður, f. 1921 en hann lést í Héðinsfjarðarflugslysinu 1947; Árni stýrimaður, f. 1924, d. 2004; og Gísli Magnús útvarps- ömmubarn. 3) Ragna Björk, f. 9. ágúst 1954, gift Vali Friðriks- syni, f. 14. jan. 1953. Ragna á fjórar dætur, Hafdísi Helgu, Unni Þóru, Írisi Hrönn og Mar- gréti Ósk. Barnabörnin eru ell- efu. 4) Auður Brynja, f. 9. ágúst 1965. Hún er gift Jean Pierre Pascal Bailey, f. 13. ágúst 1963. Auður á þrjár dætur, Katrínu Björk, Hönnuh Bryndísi og Isa- belle Helgu. Unnur nam á unglingsárum í húsmæðraskóla á eynni Sórey í Danmörku og við heimkomuna tóku við húsmóður- og uppeld- isstörf, eins og tíðarandinn bauð þá. Þegar börnin voru komin á legg hóf Unnur nám og útskrifaðist sem sjúkraliði í marsmánuði 1982. Hún starfaði síðan í 30 ár við umönnun sjúkra, stærstan hluta tímans á deild A4 á Borgarspítalanum, sem nú heitir Landspítali. Bálför Unnar fór fram í kyrr- þey að hennar ósk frá Fossvogs- kapellu 15. nóvember 2019. virki, f. 1926, d. 2004. Unnur giftist hinn 9. apríl 1948 Jóhannesi Haraldi Proppé, f. 26. des- ember 1926, d. 21. júlí 2012. Börn þeirra eru: 1) Sævar Guðmundur, f. 24. september 1945. Kona hans er Inga Jóna Sigurð- ardóttir, f. 30. maí 1946. Börn Sævars eru Hrafnhildur, Jó- hanna Þóra, Sigurður Sævar og Jóhannes Haraldur. Barnabörn- in eru ellefu, langafabörnin sjö. 2) Fríða, f. 20. apríl 1949. Hún er gift Helga Skúlasyni f. 26. febr. 1945. Þau eiga þrjú börn, Halldóru Gyðu, Jóhannes Frið- rik og Helga Skúla. Barnabörn Fríðu eru fjögur, eitt lang- Mig langar í örfáum orðum að minnast elsku ömmu minnar. Amma Unnur var einstaklega glæsileg kona. Hún fagnaði 90 ára afmæli sínu í sumar. Hún var ekki mikið fyrir veisluhöld en ávallt hugsaði hún vel um heils- una. Það var því við hæfi að hún verði afmælisdeginum á Heilsu- hælinu í Hveragerði þangað sem við heimsóttum hana á afmælis- daginn. Amma var mér mikil fyrir- mynd. Hún var mjög dugleg í leikfimi, fór reglulega í tíma til Jónínu Ben. og Ágústu, fastavið- skiptavinur þeirra til margra ára. Amma var mjög flott á VHS-leik- fimismyndbandi sem þær stöllur gáfu út. Amma Unnur hugsaði ekki bara vel um heilsuna og út- litið, heldur var hún alltaf stoð og stytta afa Jóa og allra sjúkling- anna sem hún sinnti á Borgar- spítalanum þar sem hún starfaði sem sjúkraliði starfsævina. Það var yndislegt að eiga ömmu í hvítum sloppi á Borgar- spítalanum þegar maður var ungur hrakfallabálkur og ávallt kom amma og heimsótti mig. Minningarnar um ömmu og afa úr Sæviðarsundi eru líka ynd- islegar. Þar fengum við Cheerios og Cocoa Puffs og þar var til Tab í dós og alls konar amerískir hlutir sem voru mjög spennandi. Þar var líka hiti í gólfflísunum inni á baði, sem var einstakt á þessum tíma. Pípulyktin sem kom úr skrifstofuherberginu hans afa í anddyrinu var líka mjög góð og arinlyktin og snark- ið á aðfangadagskvöld þegar maður kíkti um kvöldið til ömmu og afa í Sævó eins og þau voru alltaf kölluð. Stóra kringlótta jóla-lagkakan með sultunni og hvíta flórsykrinum sem amma bakaði alltaf með fallega litla jólasveininum í miðjunni var gómsæt. Það eru ekki mörg ár síðan amma kenndi okkur mömmu að baka þessa köku, og það þarf einstakt lag við það, sem amma gerði svo vel. Amma var líka alltaf með jólasprellikall með ljósi á hvíta vinnusloppnum sín- um um jólin. Fleiri yndislegar minningar eru úr Sæviðarsundi þegar öll stórfjölskyldan kom saman á annan dag jóla í afmæl- inu hans afa. Þegar ég var unglingur tókum við Óli að okkur, fegins hendi, að passa húsið í Sæviðarsundi og gullmolana hennar ömmu þegar afi og amma fóru til Flórída. Gullmolarnir voru mæðgurnar Perla og Táta, hvítir púðlu- hundar sem amma elskaði og fóru henni mjög vel. Þær voru alltaf jafn snyrtilegar og glæsi- legar og amma, þótt Perla væri nú alltaf mun fínlegri en dóttirin Táta. Það er ekki hægt að minnast ömmu nema minnast elsku afa Jóhannesar einnig, en hann var líka einstaklega góður maður. Þau voru mjög samrýnd hjón, afi og amma í Sævó, síðar Hæðó, en afi var mjög sérvitur og gerði sjálfur grín að sérvisku sinni. Hann mætti alltaf mjög snemma í Laugardalslaugina, áður en hún var opnuð á morgnana, svo hann fengi bílastæðið sitt, skápinn sinn og sitt sæti í heita pottinum. Við Óli og Kristó vorum svo lánsöm að fá að fara eitt árið með afa og ömmu og mömmu, Helga og Jóa bróður til Flórída og kynnast Sarasota, Siesta Key, sem var staðurinn sem afi og amma elskuðu og heimsóttu ár- lega í mörg ár. Nú veit ég að afi og Perla og Táta eru búin að taka á móti ömmu og þau eru öll kom- in til Sarasota á Siesta Key, þar sem þau sleikja sólina á hlýju hvítu ströndinni og ganga eftir henni saman. Ég kveð elsku ömmu mína og bið henni Guðs blessunar á þeim stað sem við eigum öll vísan. Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé. Mín ágæta föðursystir, Unnur Guðbjörg Guðmundsdóttir, hefur nú kvatt þennan heim níræð að aldri. Unnur var einstaklega góð kona, alltaf hlý og góð við alla. Fram til þess er ég varð níu ára bjuggu fjölskyldur okkar saman í húsi föðurafa míns og ömmu á Flókagötu 1 í Reykjavík, sem nú hefur verið breytt í gistiheimili. Unnur og eiginmaður hennar, Jóhannes Proppé, bjuggu ásamt þremur börnum á efstu hæð. Afi og amma voru á jarðhæðinni en Árni faðir minn, sem var bróðir Unnar, og móðir mín Sigurrós bjuggu í kjallaranum ásamt þremur sonum. Barnahjörðin í þessu litla húsi var ung að árum og oft mikið fjör og hávaðasamt. Nutum við börnin þarna um- hyggju stórfjölskyldunnar með tveimur mæðrum og einni ömmu auk feðranna sem sumir hverjir voru þó löngum fjarri heimili við sjósókn og föðurbróður míns, Gísla útvarpsvirkja, sem rak við- tækjastofu á staðnum. Minnist ég þess að ég fór iðulega upp til Unnar og Jóhannesar þar sem boðið var upp á ristað brauð og kókómalt, sem mér þótti mikið lostæti. Sérstaklega var gott samband milli mín og Fríðu dótt- ur Unnar enda við jafnaldra. Auk þess að við vorum leikfélagar var skólaganga okkar samhliða, fyrst í leikskóla í Grænuborg og Lauf- ásborg löngu fyrir daga Hjalla- stefnunnar og síðar í tíma- kennslu í Austurbæjarskóla og barnaskóla í Landakoti. Stund- um slettist þó upp á vinskapinn eins og verða vill. Er það mér minnisstætt að í einhverjum átökum við Fríðu rakst ég utan í einn af þessum gömlu miðstöðv- arofnum úr steypujárni, fékk gat á höfuðið og blæddi mjög. Af ein- hverjum ástæðum var móðir mín var ekki til staðar en hin mamm- an, Unnur, leysti málið og fylgdi mér á slysavarðstofuna þar sem ég var raunar fastagestur á þess- um árum og lét sauma sárið sam- an. Nú er mjög tekin að þynnast fylking þeirrar kynslóðar sem stofnaði heimili og ól börn á ár- unum um og upp úr síðari heims- styrjöld. Þetta fólk, sem nefna má lýðveldiskynslóðina, lagði grunninn að því Íslandi sem ég og mín kynslóð erfðum. Lýðveld- iskynslóðin hugsaði fyrst of fremst um börnin og afkomu fjöl- skyldunnar en lítið var um skemmtanir og afþreyingu. Unn- ur var í hópi bestu fulltrúa þess- arar kynslóðar. Ragnar Árnason. Unnur G. Proppé Haustið 1981 lögðu fjórtán ung- menni leið sína heim að Hólum í Hjaltadal til að hefja þar nám í búfræði. Vorið eftir út- skrifuðumst við sem búfræðingar og héldum á vit framtíðarinnar, hvert í sína áttina, eftir viðburða- ríkan vetur. Það gefur auga leið að eftir heilan vetur á heimavist skap- ast náin kynni og jafnvel verða til vináttubönd fyrir lífstíð í ekki stærri hópi og sú varð sannarlega raunin með þennan hóp. Eitt okkar var Snorri Þ. Pálsson frá Dagverðartungu í Hörgárdal sem nú hefur lotið í lægra haldi eft- ir skammvinna baráttu við krabba- mein. Snorri bjó alla ævi sína í Eyjafirði, fyrst eftir námið á Hól- um á búi foreldra sinna í Tungu og sinnti þar kúabúskap. Seinna flutti hann til Akureyrar og sótti vinnu ýmist þar eða fram í Eyjafirði. Snorra fylgdi löngum glaðværð, hvort sem það var á heimavistinni á Snorri Þorsteinn Pálsson ✝ Snorri Þor-steinn Pálsson fæddist 20. nóv- ember 1959. Hann lést 13. október 2019. Útför Snorra fór fram 24. október 2019. Hólum eða seinna á lífsleiðinni. Þó batt Snorri bagga sína ekki alltaf sömu hnútum og aðrir og því blésu honum ekki alltaf blíðvindar í fang. Vinir hans áttu þó alltaf hauk í horni í honum og skipti þá ekki máli þótt langt liði á milli samfunda. Hann var fastur á skoðunum sínum og lá ekki á þeim. Hann var hreinskipt- inn og fólk vissi alltaf hvar það hafði hann. Hugur hans stóð til búskapar en þó af því hafi ekki orðið, sló hjarta hans með bænd- um og sveitum þessa lands. Snorri var víðlesinn og svo minnugur á það sem hann las, sem og á veðurfar og búskapartíð sína og ýmislegt annað, að af bar. Hann var eftirminnilegur okkur sem kynntumst honum þennan vetur á Hólum og við minnumst hans með virðingu og þakklæti fyrir góða viðkynningu og vinskap um áratuga skeið. Blessuð sé minning Snorra í Tungu. Fyrir hönd bekkjarsystkina í Bændaskólanum á Hólum 1981- 1982, Bjarni Stefán Konráðsson. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Minningargreinar Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi síðan 1996 ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er. Margrét Ásta GuðjónsdóttirSverrir EinarssonKristín Ingólfsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, bróðir og mágur, ÞORSTEINN ÓLAFUR ÞORSTEINSSON viðskiptafræðingur, Lækjargötu 20, Hafnarfirði, lést á heimili sínu föstudaginn 8. nóvember. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 22. nóvember klukkan 13. Svana Berglind Karlsdóttir Bríet Mjöll Þorsteinsdóttir Elísabet Sóldís Þorsteinsd. Alexandra Í. Alexandersd. Viktor Smári Sigurjónsson Sigrún Guðmundsdóttir Friðrik Jónsson Pétur Þorsteinsson Kristín Ármannsdóttir Jóna Þorsteinsdóttir Sveinn Jóhannsson Heiðdís Þorsteinsdóttir Pálmi Egilsson Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORLÁKUR TÓMASSON, Dammi, lést á Dvalarheimilinu Hlíð föstudaginn 15. nóvember. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 25. nóvember klukkan 13.30. Snjólaug Jóhannsdóttir Baldvin Þorláksson Oktavía Guðmundsdóttir Guðrún Þorláksdóttir Ólafur Ólafsson Þuríður (Túrit) Þorláksdóttir Stefán Aðalsteinsson Ásta Þorláksdóttir Björgvin Ómar Hrafnkelsson María Þorláksdóttir Bjarki Haldansen og afabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SVEINN GÚSTAVSSON viðskiptafræðingur, áður til heimilis að Reynigrund 65, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni föstudaginn 15. nóvember. Útförin fer fram frá Langholtskirkju þriðjudaginn 26. nóvember klukkan 13. Erla Ingólfsdóttir Dagbjört Halla Sveinsdóttir Þórhallur Örn Guðlaugsson Anna Sveinsdóttir Magnús Bjarnason barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, HALLDÓRA INGUNN GUÐMUNDSDÓTTIR lést á Hrafnistu í Hafnarfirði fimmtudaginn 14. nóvember. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 25. nóvember klukkan 15. Þórunn Ingimarsdóttir Bjarnveig Ingimarsdóttir Magnús Agnarsson Ingunn Ingimarsdóttir Kristinn G. Ólafsson Halldóra Ingimarsdóttir Pétur M. Sigurðsson Bergþóra V. Ingimarsdóttir Einar Th. Jónsson Jón Ingimarsson María Ósk Steinþórsdóttir Elskuleg eiginkona mín og vinur, mamma, tengdamamma, amma og langamma, ELINBORG GUÐRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR lést 15. nóvember í faðmi fjölskyldunnar á krabbameinsdeild Landspítalans. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 28. nóvember klukkan 15. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á styrktarsjóð Ljóssins. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki 11E fyrir einstaka hlýju og umönnun. Jón M. Magnússon Guðrún Elín Jónsdóttir Edda Björk Jónsdóttir Benedikt Kristjánsson Unnur Arna Jónsdóttir Gunnar Halldórsson og hjartaljósin hennar ömmu sinnar og langömmu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.