Morgunblaðið - 21.11.2019, Page 43
UMRÆÐAN 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2019
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
ER08 hægindastóll
Leður – verð 285.000,-
Bankastræti 12 | Sími 551 4007 | skartgripirogur.is
Demantar
í úrvali fyrir ástina þína
Biskup okkar hefur
haldið því fram að orð-
ið hafi siðrof meðal
þjóðarinnar vegna of
lítils lesturs á biblíu-
sögum í skólum. Þetta
tel ég mjög ólíklegt.
Ég tel líklegra að ein-
hvern tíma á tíma-
bilinu milli 1984 og
1996 hafi kristna trúin
á Íslandi sofnað og í
lok þess tímabils hafi nýr átrúnaður
verið tekinn við. Birtingarmynd þess
átrúnaðar er hið svokallaða Afla-
markskerfi sem er áætlunarbúskap-
ur vísinda og fjármagns byggður á
spartverskri fyrirmynd.
Fram til þess tíma höfðu Íslend-
ingar stundað frjálsar fiskveiðar af
nokkru harðfylgi og tekist að draga
þjóðina upp úr moldarkofunum á
tæpri öld og lagt grunninn að nú-
tímasamfélagi. Prestar báðu fyrir
góðum afla og farsælli útgerð og
mörg sjávarþorp blómstruðu af
dugnaði og lífskrafti. En í lok þess
tímabils sem ég nefndi var hinn nýi
átrúnaður tekinn við og prestar þjóð-
kirkjunnar hættir að biðja um góðan
afla enda hafa þeir flestir eflaust tal-
ið að slíkt málefni tilheyrði sviði
Hafró.
En Hafrannsóknastofnun hefur
ekki tekið við því hlutverki að útvega
fisk eða tryggja viðgang lífríkis og
veiða í hafinu. Hennar hlutverk í hin-
um nýja sið hefur verið að tryggja
hátt verð aflamarks fyrir fjármagns-
öflin og risana í útgerðinni og það
gerir hún með því að tryggja skort á
veiðiheimildum miðað við ástand líf-
ríkisins. Margir sem kalla sig fiski-
fræðinga og hafa til þess akademískt
umboð vinna á Hafró og eru hinir
bestu menn en síðasta aldarfjórð-
unginn eða svo hefur aðeins einn
fiskifræðingur á Íslandi staðið undir
nafni og hann vinnur ekki á Hafró að
því er ég best veit. Sá heitir Jón
Kristjánsson og hefur verið ofsóttur
af hinum nýju trúarbrögðum um
langan tíma fyrir skoðanir sínar.
Hafrannsóknastofnun hefur verið
látin virka eins og nokkurskonar
seðlabanki hafsins og ætti því frekar
heima sem deild í Seðlabankanum ef
húsrúm leyfir.
Þegar og ef vinir mínir á Hafrann-
sóknastofnun hætta að úthluta frelsi
til fiskveiða í kílóum og tonnum fjöl-
margra tegunda og einbeita sér að
rannsóknum og þekkingaröflun
verður staða þeirra mun trúverðugri.
Við Íslendingar eigum margar
hetjur í fortíð og nútíð og sjálfsagt er
ég ekki einn um að dást að Agli
Skallagrímssyni og Gunnari á Hlíð-
arenda. Eins og allir vita voru þessir
menn fjöldamorðingjar en það dreg-
ur ekki úr aðdáun minni
heldur vorkenni ég
þeim líka vegna þess að
ég veit að þeir voru
mótaðir af samtíð sinni,
hefðum og átrúnaði. Ég
geri mér einnig grein
fyrir að ef þeir hefðu
ekki drepið fjölda
manna hefðum við lík-
lega ekki vitað af tilveru
þeirra.
Á Íslandi síðustu ald-
ar voru hinar sönnu
hetjur fiskverkafólk og
sjómenn og einnig mætti finna ein-
hverja stjórnmálamenn, vísinda-
menn og framkvæmdamenn sem
verðskulduðu titilinn hetja vegna
rösklegrar framgöngu.
Ég hef fylgst með sjávarútvegi frá
blautu barnsbeini og jafnframt
stundum reynt að hafa af honum
framfærslu með misjöfnum árangri.
Í dag eru stærstu hetjur okkar í sjáv-
arútvegi að mínu mati Þorsteinn Már
Baldvinsson og Guðmundur Krist-
jánsson sem lifðu báðir af hrunið og
hafa verið iðnir við að safna að sér
fyrirtækjum og kaupa aflamark.
Þegar ég heyri nafnið Þorsteinn Már
Samherji hefur það svipuð áhrif á
mig og að heyra nafnið Gunnar á
Hlíðarenda og þegar ég heyri nafnið
Guðmundur Kristjánsson í Brimi
hefur það svipuð áhrif á mig og að
heyra Egill Skallagrímsson á Borg.
Þeir eru allir hetjur í mínum huga
hvort sem verk þeirra standast skoð-
un eður ei. En ég vorkenni þeim jafn-
framt öllum mjög mikið því ég veit að
þeir eru mótaðir af samtíð sinni og
siðum og háðir metnaði sínum og
átrúnaði.
Eitt stórmenni mannkynssög-
unnar lét hafa eftir sér að trúin væri
ópíum fólksins. Íslendingar glíma nú
við áhrif eiturlyfsins Aflamark sem
hefur þau áhrif að eyða samviskunni
og gera atlögu að sálinni.
Getið þið séð fyrir ykkur hvernig
staða Samherja og Brims væri ef
stjórnendur þeirra hefðu verið með
samviskubit yfir fólki og þorpum
sem á vegi þeirra urðu? Ef svo hefði
verið væru nöfn flaggskipa íslenskr-
ar útgerðar önnur í dag.
Lifið heil.
Um siðrof
Eftir Sveinbjörn
Jónsson
Sveinbjörn Jónsson
» Íslendingar glíma nú
við áhrif eiturlyfsins
Aflamark sem hefur þau
áhrif að eyða samvisk-
unni og gera atlögu að
sálinni.
Höfundur er sjómaður
og ellilífeyrisþegi.
svennij@simnet.is
málum í RÚV og sagði aðspurð að
mannfjölgun í heiminum væri lítið
vandamál vegna þess að ekki væri
mannfjölgun á Vesturlöndum þar
sem mengun á mann væri mest.
Spyrjandinn virtist ánægður með
svarið. Hún virtist ekki gera ráð fyr-
ir því að þeir sem flytjast til Vest-
urlanda nái sama neyslustigi og við
sem þar búum, hvað þá að neysla á
mann aukist á þeim svæðum sem
fólksfjölgunin er. Getur verið að hún
telji þetta fólk frumstæðara en okk-
ur þannig að það geti aldrei náð að
nýta tæknina til að rísa úr örbirgð?
Þetta er í stíl við heimsmarkmið
Sameinuðu þjóðanna þar sem hvergi
er minnst á að hafa þurfi hemil á
fjölskyldustærð og mannfjölgun.
Mikil gróðureyðing og bruni skóga
af mannavöldum er á þeim svæðum
þar sem offjölgun er. Talið er að
hvort tveggja hafi áhrif og umfang
þess verið gróflega vanmetið í lofts-
lagslíkönum.
Fréttir voru sagðar af því að börn
í Hagaskóla væru að safna fé fyrir
Landvernd, sjálfsagt fyrir hvatn-
ingu kennara sinna. Landvernd beit-
ir sér mikið gegn virkjun endurnýj-
anlegrar orku. Ekki kom fram hvort
söfnunarféð yrði notað til að sækja
ráðstefnur erlendis eða til meiri fals-
áróðurs til að koma inn kvíða hjá
börnunum okkar og sektarkennd hjá
okkur sem eigum þá að láta meira fé
af hendi rakna til Landverndar og
sætta okkur við auknar skattaálög-
ur.
» Óskilvirkur sósíal-
ismi hefur náð að éta
upp alla framleiðniaukn-
ingu.
Höfundur er náttúrufræðingur.
thgunn@gmail.com
Matthías Johannessen hélt per-
sónulegar dagbækur í áratugi.
Þær eru stórkostlegar heimildir,
ekki síst um þá tíma er þeir
Styrmir sátu við stjórnvölinn á
Mogganum. Dagbækur Matthíasar
eru öllum aðgengilegar. Samt
virðast þær liggja í láginni og má
teljast undarlegt.
Úr dagbók Matthíasar 1. nóv-
ember 1996:
Annars heyri ég æ meiri gagn-
rýni á Sjálfstæðisflokkinn fyrir
það að sitja hjá meðan auður og
völd safnast á fárra manna hend-
ur, bæði í landi og á miðunum.
Held þetta skaði flokkinn verulega
og eigi eftir að skaða hann meir
þegar fram í sækir.
Er farinn að heyra gagnrýni á
þessa hlutlausu afstöðu flokksins.
Eða er hún hlutlaus? Er þessi
þróun ekki þóknunarleg foryst-
unni?
Ég þekki engan meiri sjálfstæð-
ismann en Óla Blöndal frænda
minn í Siglufirði. Hitti hann um
daginn. Hann fór strax að gagn-
rýna Sjálfstæðisflokkinn fyrir að
leyfa slíka tilfærslu á peningum og
völdum. Þetta er ekki gamli Sjálf-
stæðisflokkurinn, sagði hann.
Auðunn vestfirski.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.
Var Matthías Johannessen spámaður?
Allt um
sjávarútveg