Morgunblaðið - 21.11.2019, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.11.2019, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 2 1. N Ó V E M B E R 2 0 1 9 Stofnað 1913  274. tölublað  107. árgangur  HUGRENNINGAR MIÐALDRA LJÓÐSKÁLDS ATVINNU- BLAÐ MORG- UNBLAÐSINS VEGLEGT BARNAÞING HEFST Í DAG FINNA VINNU 8 SÍÐUR SALVÖR NORDAL 24HALLA MARGRÉT 58 Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Ráðstefnuborgin Reykjavík (Meet in Reykjavík) finnur ekki fyrir sam- drætti í ferðaþjónustu, að sögn fram- kvæmdastjóra félagsins, Sigurjónu Sverrisdóttur. Ráðstefnum hefur fjölgað mjög síðustu ár og er útlit fyrir að þær verði enn fleiri á næsta ári, að sögn Sigurjónu. „Þetta er búið að vaxa mjög vel og fjöldi ráðstefna með fleiri gestum en 1.000 hefur tólffaldast í Hörpu síðan hún var opnuð. Það eru náttúrulega rosalega flottar tölur.“ Ráðstefnuborgin Reykjavík hefur það að markmiði að markaðssetja Reykjavík sem ráðstefnuborg. Um ástæður fyrir aukningunni segir Sigurjóna: „Þetta er árangur af átta ára vinnu hjá okkur. Þetta er rosalega ötult starf í að markaðssetja Ísland fyrir ráðstefnur og það er að skila sér.“ Einnig hefur tilkoma Hörpu haft mikil áhrif, en hún fær erlenda aðila í ráðstefnuhugleiðingum til að horfa til Íslands, að sögn Sigurjónu. „Margir horfa til Hörpu til að byrja með en fikra sig svo á þann stað í Reykjavík sem hentar best.“ Stefnir í stærðar ráðstefnuár  Ráðstefnum fjölgar á næsta ári  Enginn samdráttur í þeirri ferðaþjónustu MEnginn samdráttur… »38 Peningar fylgi » Ráðstefnuborgin Reykjavík telur mikil sóknarfæri í ferða- þjónustu sem tengist ráð- stefnum, fundum o.fl. » Slíkir ferðamenn komi með mikið fjármagn inn í landið. Björk Guðmundsdóttir er nú á tónleikaferð um Evrópu og liður í því voru tónleikar hennar á þriðjudagskvöld fyrir fullu húsi í O2-tónleika- höllinni í Lundúnum, 14.000 manns. Með Björk kom m.a. fram íslenski flautuseptettinn Viibra og Hamrahlíðarkórinn. Tónleikunum hefur ver- ið vel fagnað í breskum fjölmiðlum og meðal annars sagði gagnrýnandi Independent þá stór- kostlegt sjónarspil og gaf þeim fimm stjörnur. Ljósmynd/Santiago Felipe Stórkostlegt sjónarspil í Lundúnum ,,Ríkisendurskoðandi bendir á að ekki sé valkvætt að fara að lögum. Það er skylda RÚV ohf. að fara eftir þeim,“ segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar þar sem birtar eru niðurstöður út- tektar á Ríkisútvarpinu ohf. Í skýrslunni er rakið að Rík- isútvarpið ohf. hafi ekki stofnað dótt- urfélög um annan rekstur en fjöl- miðlaþjónustu í almannaþágu þrátt fyrir lagalega skyldu þar um. Skýrslan var kynnt og rædd á fundi stjórnskipunar- og eftirlits- nefndar Alþingis í gær og birt op- inberlega í kjölfarið. „Ríkisend- urskoðun tekur af öll tvímæli um nauðsyn þess að stofna dótturfélag fyrir samkeppnisrekstur og ég mun beina þeim tilmælum til stjórnar, að þeirri vinnu verði hraðað,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningar- málaráðherra. »8 og 18 Morgunblaðið/Eggert Ríkisútvarpið Úrbóta er þörf. Ekki val RÚV að fara að lögum Hildur Guðna- dóttir tónskáld er tilnefnd til Grammy- verðlaunanna 2020 fyrir tónlist sína við sjón- varpsþáttaröðina Chernobyl. Hild- ur er tilnefnd fyr- ir bestu tónlist í sjónrænum miðlum, en sá flokkur nær yfir kvikmyndir, sjónvarpsþætti og tölvuleiki. Tónlist Hildar í þáttunum hefur hlotið mikið lof og hefur hún þegar hlotið Emmy-verðlaun og World Soundtrack-verðlaun fyrir. Tónlist Hildar í stórmyndinni um Jókerinn hefur einnig vakið athygli. Myndin er sjöunda tekjuhæsta mynd ársins. Hildur hlaut Grammy- tilnefningu Hildur Guðnadóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.