Fréttablaðið - 06.12.2002, Qupperneq 2
2 6. desember 2002 FÖSTUDAGUR
Sigurður Helgason er sviðsstjóri umferðaröryggis-
sviðs Umferðarstofu. Sturla Böðvarsson sagði á Al-
þingi að ekki væri neyð í umferðinni í Reykjavík.
Það hefur verið gert mikið í umferðar-
málum á síðustu tíu árum. Hins vegar er
alltaf spurning um hvort forgangsröðun
verkefna sé rétt eða ekki. Því verður hver
að svara fyrir sig. Mislæg gatnamót hafa
greitt fyrir umferð. Það má samt ekki
alltaf hamra á að hlutirnir séu ekki í lagi.
En það má gera meira.
SPURNING DAGSINS
Er neyð í umferðinni
í Reykjavík?
A
B
X
/
S
ÍA
9
0
2
1
6
8
6
Áhyggjudúkkur
Steinar Bragi
Björn Þór Vilhjálmsson, Morgunblaðið
LANDSVIRKJUN „Auðvitað finnst
manni lakara að aðilar sem sóttu
um þátttöku í verkinu og voru
valdir til þess fyrir tæpu ári skuli
heltast úr lestinni svona nálægt
opnun tilboða. Þetta er slæmt
fyrir okkur en sýnu lakara fyrir
samstarfsaðila viðkomandi, sem
eftir sem áður standa við þátt-
töku sína,“ sagði Friðrik Sophus-
son, forstjóri Landsvirkjunar.
Verktakafyrirtækið NCC
International AS hefur tilkynnt
Landsvirkjun að það muni ekki
taka þátt í útboði á gerð stíflu og
aðrennslisganga við Kárahnjúka-
virkjun. Þetta er þriðji verktak-
inn sem heltist úr lestinni en áður
hafa Skanska AS og Veidekke
ASA dregið sig út.
„Eðli málsins samkvæmt er
betra að tilboðin séu mörg, það
ætti að gefa okkur hagstæðara
verð,“ sagði Friðrik.
Forstjóri NCC segir í bréfi til
Landsvirkjunar að vegna áhætt-
unnar af framkvæmdinni geti
fyrirtækið ekki haldið áfram.
Forstjórinn harmar að þessi
ákvörðun, sem tekin hafi verið
eftir vandlega íhugun, sé tilkynnt
svo skömmu fyrir opnun tilboða
og vonar að hún hafi ekki nei-
kvæð áhrif á Landsvirkjun og
framhald virkjanaframkvæmda.
„Ég hef ekki ástæðu til þess
nú að ætla að svo verði,“ sagði
Friðrik Sophusson.
Tilboð í stíflugerð og borun
aðrennslisganga verða opnuð í
dag. Þetta er eitthvert stærsta
útboð sem fram hefur farið hér
en kostnaður við þessa verk-
þætti er áætlaður um 40 millj-
arðar króna. ■
Þriðji verktakinn hættir við Kárahnjúkatilboð:
Telur verkið of áhættusamt
FRIÐRIK SOPHUSSON
Segir lakara að menn heltist úr lestinni svo
nálægt opnun tilboða í verkþættina. Von-
ast til að brottfall verktakanna hafi hvorki
neikvæð áhrif á Landsvirkjun né virkjana-
framkvæmdir.
ÓVEÐUR Mikill veðurofsi gekk yfir
landið í gærdag. Á höfuðborgar-
svæðinu náði veðrið hámarki um
h á d e g i s b i l i ð .
Hvassast varð á
suðvesturhorninu
og á Snæfellsnesi.
Vindhraði fór upp í
33 metra á sekúndu
á Kjalarnesi og
undir Hafnarfjalli
varð vindhraði 42 metrar á sek-
úndu í verstu hviðunum. Aftaní-
vagn fauk á hliðina og tafði fyrir
umferð á þjóðveginum.
Fyrsta útkall Björgunarsveit-
ar Landsbjargar barst rúmlega
ellefu þegar þakplötur byrjuðu að
fjúka af húsi í Hafnarfirði.
Klukkan 13 var búið að kalla út
björgunarsveitir af öllu höfuð-
borgarsvæðinu, Akranesi, Grund-
arfirði og Stykkishólmi. Þrjátíu
og þrír björgunarsveitarmenn
voru á störfum á höfuðborgar-
svæðinu í sex hópum. Meðal
verkefna var að hefta þakkanta,
gera við rúður sem höfðu sprung-
ið og hefta fok á vinnuskúrum og
grásleppuskúrum við Ægisíðu
auk þess að koma böndum á rus-
lagáma. Tugir björgunar- og borg-
arstarfsmanna unnu við að fergja
þakplötur Vesturbæjarlaugarinn-
ar. Ólafur Gunnarsson, forstöðu-
maður laugarinnar, sagðist hafa
lýst yfir neyðarástandi um hádeg-
isbilið þegar plötur fóru að rúll-
ast upp. Komist hefði verið hjá
tjóni en ekki hefði mátt tæpara
standa.
Á Grundarfirði fengust þær
upplýsingar hjá lögreglu að þak-
plötur hefðu fokið. Þá hefði mal-
bik flettst af veginum við brúnna
í Hraunsfirði.
Foreldrar urðu víða að sækja
börn sín í skólana. Víða var varla
stætt. Við Rimaskóla í Grafarvogi
var rútu lagt við dyr skólans til að
reyna að fá skjól frá rokinu.
Innanlandsflug lá niðri um
tíma í Reykjavík vegna veðurofs-
ans. Flugleiðavél sem var á leið
frá Glasgow gat ekki lent á Kefla-
víkurflugvelli. Eftir að hafa reynt
lendingu á Akureyri var vélinni
snúið til baka. Það sama var um
vél sem kom frá Frankfurt.
Veðrið byrjaði að ganga niður
á höfuðborgarsvæðinu um
tvöleytið. Með kvöldinu var veðr-
ið víðast hvar að mestu gengið
niður.
kolbrun@frettabladid.is
Fjöldi manns
varði eignir
Veðurofsinn í gær olli víðast hvar vandræðum. Þrjátíu og þrír björgun-
arsveitarmenn voru kallaðir út á höfuðborgarsvæðinu. Á Grundarfirði
flettist malbik af vegum.
UNNIÐ Á ÞAKI VESTURBÆJARLAUGAR
Þakið á Vesturbæjarlauginni er ekki lagt bárujárni heldur plötum sem læstar eru saman á
endum. Ólafur Gunnarson forstöðumaður sagði íbúa vestan- og norðanmegin laugarinnar
hafa verið beðna um að halda sig frá gluggum hefðu plötur losnað. Ákveðið var að hafa
Vesturbæjarlaugina lokaða í gær.
Frá hádegi og
fram eftir degi
var óskað allt
að 30 sinnum
eftir aðstoð.
GAMLIR ANDSTÆÐINGAR
Ranil Wickremesinghe forsætisráðherra
og Chandrika Kumaratunga forseti.
Sri Lanka:
Samkomu-
lag í sjónmáli
ÓSLÓ, AP Ríkisstjórnin á Sri Lanka
og leiðtogar uppreisnarmanna
hafa komið sér saman um það í
Ósló að stofna sambandsríki á eyj-
unni.
Uppreisnarmennirnir hafa
barist fyrir sjálfstæðu ríki tamíla
á norður- og austurhluta eyjunnar
frá því 1983. Þeir hafa nú fallið
frá kröfu um sjálfstætt ríki og
sætta sig við sjálfstjórnarríki,
sem væri í ríkjasambandi við ríki
sinhalesa á eyjunni. ■
AP/M
YN
D
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
BYGGÐAKVÓTI „Þetta er langt í frá
það auðveldasta sem komið hefur á
okkar borð hér í ráðuneytinu en við
teljum að við höfum komið okkur
niður á nokkuð sanngjarna leið,“
segir Árni M. Mathiesen sjávarút-
vegsráðherra, en hann hefur í sam-
ráði við Byggðastofnun ákveðið
skiptingu byggðakvóta milli land-
svæða. Um er að ræða 2.000 tonn af
óslægðum botnfiski í þorskígildum
talið, 1.500 tonn fyrir gildandi fisk-
veiðiár og 500 tonn frá fyrra ári
sem ekki tókst að úthluta. Alþingi á
þó enn eftir að samþykkja tilfærslu
500 tonnanna. Kvótinn er ætlaður
til stuðnings byggðalögum sem lent
hafa í vanda vegna samdráttar í
sjávarútvegi. Þetta er í fyrsta sinn
sem ráðherra úthlutar byggðakvóta
og fá byggðir við Húnaflóa og
nyrðri hluti Vestfjarða stærsta
hlutdeild í kvótanum, eða samtals
rúmlega 31%.
„Það er ekki þar með sagt að
búið sé að leysa öll vandamál en
vonandi dugir þetta til að ná til sem
flestra byggða sem lent hafa í
vanda vegna samdráttar í grein-
inni. Það er lögð mikil áhersla á að
umsóknir um byggðakvóta verði
rökstuddar og geta jafnt einstak-
lingar, fyrirtæki og sveitarfélög
sótt um. Þá er enn fremur lögð
áhersla á að menn hafi samstarf um
nýtingu kvótans þannig að hann
nýtist viðkomandi svæði sem best,
bæði hvað varðar veiðar og
vinnslu,“ sagði Árni Mathiesen. Af
2.000 þorskígildum sem verða til
ráðstöfunar eru 1.552 tonn af
óslægðum þorski, 477 tonn af
óslægðri ýsu, 321 tonn af óslægðum
ufsa og 138 tonn af óslægðum stein-
bít. Umsóknarfrestur um byggða-
kvóta er til 16. desember. ■
Skipting 2.000 tonna byggðakvóta:
Stærstur hluti til Vest-
fjarða og í Húnaflóa
Tálknafjörður:
Góður
brunabíll
BRUNAVARNIR Þau tíðindi urðu á
Tálknafirði að nýr brunabíl var af-
hentur og þykir af honum mikið
öryggi, enda góður bíll af Ford-
gerð, F550. Leysir hann gamlan
Bedford af hólmi sem kominn var
til ára sinna, orðinn 31 árs. Nýi
bíllinn var yfirbyggður á Ólafs-
firði en þar hafa menn sérhæft sig
í slíkum verkum og skapað sér
sérstöðu.
Ford-brunabíllinn er með drifi
á öllum hjólum og 300 hestafla vél.
Í honum er tvö þúsund lítra vatns-
tankur og háþrýstidæla sem getur
dælt 2.700 lítrum á mínútu. Þá er í
bílnum reykköfunarbúnaður. Var
honum fagnað á vígsludaginn. ■
Fjármálaráðherra:
Rangt hjá
Ingibjörgu
STJÓRNMÁL „Þetta er beinlínis
rangt sem kemur fram hjá borg-
arstjóra,“ segir Geir H. Haarde
um ummæli Ingibjargar Sólrún-
ar Gísladóttur þess efnis að
álíka afgangur verði af rekstri
borgarsjóðs á næsta ári og halli
af rekstri ríkissjóðs.
Geir segir þetta fráleitt. Eng-
inn halli verði af rekstri ríkis-
sjóðs. Borgarstjóri segir 4,4
milljarða afgang frá rekstri til
að greiða niður skuldir eða fjár-
festa. Fjármálaráðherra segir að
sambærileg tala væri tólf millj-
arðar í plús hjá ríkissjóði ef
sömu útreikningar væru notaðir.
„Það er undarlegt ef fólk þarf að
grípa til svona rangfærslna til
að verja sinn eigin málstað.“ ■
SKIPTING 2.000 TONNA BYGGÐAKVÓTANS
Landsvæði Hlutfall í %
Suðurland og Suðvesturland 11,02%
Vesturland frá Akranesi til Snæfellsness 3,94%
Syðri hluti Vestfjarða; Vesturbyggð og Tálknafjörður 6,30%
Nyrðri hluti Vestfjarða; Ísafjarðarbær, Bolungarvík og Súðavík 15,26%
Byggðir við Húnaflóa 16,54%
Byggðir við Skagafjörð og Siglufjörð 2,46%
Byggðir við Eyjafjörð og Grímsey 10,14%
Byggðir við Skjálfanda og Öxarfjörð 5,31%
Norðausturland frá Raufarhöfn til Borgarfjarðar 10,43%
Miðfirðir Austurlands frá Seyðisfirði til Fjarðarbyggðar 7,38%
Suðurfirðir Austurlands til Hornafjarðar 9,15%
Vestmannaeyjar 2,07%
Fjáraukalög:
1,7 milljarða
afgangur í ár
ALÞINGI 1,7 milljarða króna afgang-
ur verður af reglulegum rekstri
ríkissjóðs í ár samkvæmt auka-
fjárlögum sem gengið var frá í
gær.
Séu tekjur af eignasölu teknar
með í reikninginn er afgangurinn
16,9 milljarðar króna.
Stjórnarandstæðingar gagn-
rýndu hvernig staðið hefði verið að
aukningu útgjalda á fjáraukalög-
um. Stærstur hluti útgjaldaliða
væri ekki ófyrirsjáanlegur og
brýnn og ætti því heima á fjárlög-
um en ekki fjáraukalögum. For-
maður fjárlaganefndar sagði
nefndarmeirihlutann sammála því
að um brýnar aðgerðir væri að
ræða sem hefði þurft að ráðast í. ■
GEIR H.
HAARDE
Segir ummæli
borgarstjóra í
Fréttablaðinu
í gær vera röng.