Fréttablaðið - 06.12.2002, Síða 12

Fréttablaðið - 06.12.2002, Síða 12
12 6. desember 2002 FÖSTUDAGUR HEILBRIGÐISMÁL Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra vill breyting- ar á lyfjalögum þannig að Trygg- ingastofnun ríkisins verði heimilt að setja á fót tvo lyfjagagna- grunna fyrir 1. janúar 2005 til sameiginlegra nota fyrir stofnun- ina, landlækni og Lyfjastofnun. Hann hefur lagt fram frumvarp á Alþingi þar sem gert er ráð fyrir gagnagrunnunum. Frumvarpið gerir ráð fyrir að lyfsölum verði gert skylt að af- henda Tryggingastofnun ríkisins rafrænt allar upplýsingar sem fram koma á lyfseðlum um af- greiðslu lyfja, að uppfylltum skil- yrðum laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. TR rekur nú þegar einn lyfja- gagnagrunn en nauðsynlegt er talið að aðlaga og breyta honum og smíða annan nýjan. Tilgangur- inn er að þeim stofnunum sem nota hann verði gert kleift að sinna eftirlitshlutverki með ávana- og fíknilyfjum og lyfja- ávísunum. Einnig er þeim ætlað að hafa eftirlit með lyfjakostnaði. Ekki er gert ráð fyrir að aðrir en Landlæknir, Lyfjastofnun og Tryggingastofnun hafi aðgang að grunninum. Sigrún Jóhannesdóttir, for- stjóri Persónuverndar, telur að sjónarmið um friðhelgi einkalífs- ins mæli gegn slíkri styrkingu eft- irlitsþjóðfélagsins. Mikilvægt sé að eftirlitsstofnun, t.d. Trygginga- stofnun, fái ekki meiri einkalífs- upplýsingar en hún þarf. „Ég tel að ekki séu næg rök sem mæli með því að Trygginga- stofnun fái yfirsýn yfir alla lyfja- notkun allra landsmanna. Við get- um tekið dæmi um lyf eins og Vi- agra sem viðkomandi greiðir að fullu sjálfur. Um það hvaða lyf hver fær á að ríkja trúnaður eins og frekast er unnt, enda vart hægt að hugsa sér viðkvæmari upplýs- ingar en um lyfjanotkun“. Hún telur á hinn bóginn að réttlæta megi að Tryggingastofn- un fái upplýsingar um þau lyf sem stofnunin greiðir að hluta til. Þá telur hún einnig að rétt geti verið að Tryggingastofnun fái ónafn- greindar upplýsingar um önnur lyf að því marki sem þarf vegna hagstjórnarsjónarmiða. „Að sama skapi er eðlilegt að landlæknir geti, vegna einstakra rannsóknar- verkefna, fengið upplýsingar um sölu ávanabindandi lyfja,“ segir Sigrún Jóhannesdóttir. bergljot@frettabladid.is Mannvernd: Ástæðulaus söfnun trúnaðar- upplýsinga STJÓRNSÝSLA Mannvernd segir yfir- völd hafa gert þrjár tilraunir á þessu ári til að komast yfir trún- aðarupplýsingar án þess að hafa til þess sjáanlegt tilefni. Fyrst hafi Alþingi heimilað víð- tækan aðgang að sjúkraskrám í eftirlitsskyni. Fyrir liggi frum- varp um skráningu lyfjanotkunar í gagnagrunni. Þá sé krafist að- gangs að trúnaðarupplýsingum um maka lífeyrisþega. Mannvernd spyr hvort tryggt verði að ofangreindar trúnaðar- upplýsingar fari ekki í gagna- grunn á heilbrigðissviði. Einnig hvernig öryggismálum sé háttað til að koma í veg fyrir óviðkom- andi aðgang og misnotkun á upp- lýsingunum. ■ FJÁRLÖG 2003 Ríkissjóður hyggst á næsta ári kaupa hlutafé í Farice hf. fyrir 560 milljónir króna. Tillaga þar um er ein fjölmargra breyting- artillagna meirihluta fjárlaga- nefndar Alþingis sem fram komu fyrir þriðju og síðustu umræðu fjárlaganna. Farice var stofnað um lagningu sæstrengs frá Íslandi og Færeyjum til Skotlands. Kostnaður er áætlaður 4,5 milljarðar íslenskra króna og er talið nauðsynlegt að eigið fé fyrirtækisins verði um 25% af heildarstofnkostnaði eða nálægt 1.200 milljónum. Gert er ráð fyrir að hlutur Íslendinga verði um 960 milljónir króna en hlutur Færey- inga um 240 milljónir. Landssíminn og aðrir innlendir aðilar munu sam- kvæmt þessu kaupa hlutafé fyrir um 400 milljónir í Farice. Þá er stefnt að því að taka millljarð að láni hjá bönkum og fjárfestingafyr- irtækjum en aðilar sem standa að Farice hf. verða að lána eða veita ábyrgð fyrir tveimur milljörðum. Af því tryggja íslenskir aðilar 1.600 milljónir króna. Í breytingartillögu meirihluta fjárlaganefndar Alþingis er lagt til að ríkissjóður ábyrgist allt að 800 milljóna króna lántöku hjá Farice eða um helming þess sem Íslend- ingar eiga að ábyrgjast. ■ Þátttaka ríkissjóðs í Farice hf.: Borga og ábyrgjast 1.360 milljónir ALÞINGI Meirihluti fjárlaganefndar vill að ríkissjóður kaupi hlutafé í Farice fyrir 560 milljónir og ábyrgist að auki 800 milljóna lántöku. EIMSKIP „Eimskip ehf. leggur nú upp með nýtt skipulag, merki og slagorð í nýju fyrirtæki. Með nýju merki viljum við leggja áherslu á það meginmarkmið að þjónusta fyrirtækisins falli að þörfum við- skiptavinanna og það er von okkar að við megum eiga saman greiða leið inn í framtíðina,“ sagði Er- lendur Hjaltason, framkvæmda- stjóri utanlandssviðs Eimskipafé- lagsins. Um næstu áramót hefst nýr kafli í sögu Hf. Eimskipafélagsins og mun Erlendur taka við starfi framkvæmdastjóra hins nýja einkahlutafélags, Eimskip ehf. Þrjár meginrekstrareiningar verða innan nýja fyrirtæksins, sölu- og markaðssvið, rekstrarsvið og utanlandssvið. Allt hafa þetta verið grunneiningar í rekstri móð- urfélagsins Hf. Eimskipafélags Ís- lands á undanförnum árum. Einnig verða þrjár stoðeining- ar: fjármál, starfsþróunarmál og upplýsingatækni. Þessar deildir ganga þvert á meginsvið félagsins. Samhliða þessum breytingum tekur Eimskip upp sérstakt merki og slagorð, „greið leið“. ■ Eimskipafélag Íslands: Nýtt fyrirtæki og nýtt merki NÝTT MERKI EIMSKIPS Á að undirstrika þjónustuhlutverk flutn- ingssviðs fyrirtækisins. Dýrkeypt hungur: Matarþjófur í fangelsi DÓMSMÁL Hálfþrítugur maður hef- ur verið dæmdur í sjö mánaða fang- elsi fyrir síendurtekna þjófnaði. Frá því í júlí fram í nóvember stal maðurinn mat úr verslunum fyrir um 6.500 krónur. Frá því maðurinn var átján ára hefur hann fengið þrjá skilorðs- bundna fangelsisdóma, meðal ann- ars fyrir þjófnaði og fíkniefnabrot. Með matarþjófnuðunum að undan- förnu rauf hann skilorð síðasta dómsins, sem hljóðaði upp á sex mánaða fangelsi. Sá dómur kemur því til viðbótar refsingunni nú sem verður þannig samtals sjö mánaða fangelsisvist. ■ ÞJÁR MILLJÓNIR Á FLÓTTA Nærri þrjár milljónir Simbabvebúa, eða um það bil fimmti hver lands- maður, hafa flúið út fyrir landa- mæri ríkisins og hafast við í ná- grannalöndunum. Atvinnuleysi, matarskortur, efnahagserfiðleik- ar og brottrekstur hvítra bænda af jörðum sínum eiga hvað stærstan þátt í þessu. ERLENT Bandarískir vísindamenn: Mars var aldrei lífvænlegur WASHINGTON, AP Á reikistjörnunni Mars voru aldrei stór vötn eða höf. Þvert á móti hefur hún alltaf verið þurr og köld. Líf hef- ur því aldrei getað þrifist þar. Þetta fullyrða vísindamenn við Colorado-háskóla í vísinda- tímaritinu Science. Skoðanir þeirra stangast á við hugmyndir margra vísindamanna, sem telja að Mars gæti hafa verið iðandi af lífi einhvern tímann í fyrnd- inni. Sú ályktun er dregin af því, að undanfarið hafa fundist ýmis ummerki um vatn á reikistjörn- unni. Í greininni í Science segja vísindamennirnir að vatnið hafi borist þangað með loftsteinum en aldrei verið þar í miklu magni. ■ UNGIR SJÁLFSTÆÐISMENN ÓHRESSIR Samband ungra sjálf- stæðismanna hefur sent frá sér ályktun þar sem mikill vöxtur rík- isútgjalda á undanförnum árum er gagnrýndur. SUS-arar auglýsa eftir breyttum áherslum Alþingis og segja tíma til kominn að út- gjöld ríkissjóðs minnki. EFLING INNLENDRAR DAGSKRÁR Steingrímur J. Sigfússon og Kol- brún Halldórsdóttir, vinstri græn- um, lögðu til fyrir 3. umræðu um fjárlagafrumvarpið að 140 millj- ónum króna yrði bætt í það til að efla innlenda dagskrárgerð Ríkis- útvarpsins. Að auki vildu þau að 70 milljónir yrðu settar í að styrkja dreifikerfi RÚV. STJÓRNMÁL Persónuvernd mælir gegn lyfjagagnagrunni Frumvarp heilbrigðisráðherra gerir ráð fyrir nýjum lyfjagagnagrunni. Persónuvernd telur Tryggingastofnun ekki varða um hvaða lyf hver fær og trúnaður eigi að ríkja um það. NÝTT FRUMVARP UM LYFJAGAGNAGRUNN Heilbrigðisráðherra hefur lagt fram frum- varp um að heimila Tryggingastofnun að setja á fót gagnagrunn um lyfjanotkun.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.