Fréttablaðið - 06.12.2002, Síða 25
25FÖSTUDAGUR 6. desember 2002
JÓLAMATURINN MINN
Samúel Örn Erlingsson:
Öðruvísi jólamatur
Jólamaturinn á mínu heimili erlambalæri, sem er kannski
öðruvísi en gengur og gerist,“
segir Samúel Örn Erlingsson,
íþróttafréttamaður. „Við hjónin
ólumst upp við mismunandi jóla-
mat, ég við veislumat til sveita,
hangikjöt og þess háttar, en
konan mín við hamborgarhrygg.“
Samúel Örn segir að hjónin hafi
prófað smekk þeirra og barnanna
áfram þar til þau enduðu á lamba-
lærinu. Þau nota mismundandi
uppskriftir í hvert sinn, svo sem
engifer- eða hvítlaukskryddað.
Síðustu ár hafa þau látið lambið
liggja í jurtakryddi en nota þó
mismunandi sósur í hvert sinn.
„Við prófuðum norska sósu í
fyrra en við fengum uppskriftina
hjá vinkonu okkar sem er ættuð
þaðan. Hún heppnaðist mjög vel
og ég býst við að við notum hana
aftur í ár,“ segir Samúel Örn.
Hann segir alla fjölskyldumeð-
limi taka virkan þátt í matargerð-
inni. Yngri dóttirin er lipur við
sósugerðina en sú eldri með
grænmetið. „Það er oft þannig að
húsbóndinn getur setið með hend-
ur í skauti og stjórnað,“ segir
íþróttafréttamaðurinn hlæjandi.
Samúel Örn og fjölskylda
bjóða nánustu ættingjum á höfuð-
borgarsvæðinu í möndlugraut í
hádeginu. „Það eru allir á hlaup-
um þennan dag svo þetta er kjör-
ið tækifæri til að vera saman í
stutta stund,“ segir Samúel Örn.
Möndlurnar í grautnum eru tvær,
ein fyrir börnin og ein fyrir full-
orðna. Sú venja hefur skapast að
vinningshafar síðasta árs mæta
með nýjar möndlugjafir. „Þetta
er mjög gott fyrir börnin enda er
eftirvæntingin mikil fyrir kvöld-
ið,“ útskýrir Samúel Örn. „Áður
fyrr leyfðum við stelpunum okk-
ar að opna einn pakka fyrir mat
og svo á milli rétta. Annars hefði
borðhaldið ekki getað gengið.
Þetta slær því svolítið á eftir-
væntinguna enda er mikið um
börn í báðum ættum.“ ■
SAMÚEL ÖRN ERLINGSSON
Hefur haft lambalæri á aðfangadag síðustu ár. Hann býður nánustu ættingjum í möndlu-
graut í hádeginu þann dag.
JÓL Á CHAMPS-ELYSEES
Það er víðar skreytt en í miðbæ Reykjavíkur. Til dæmis munu vera 135 þúsund perur á
leiðinni frá Concord-torgi að Sigurboganum í París.
M
YN
D
/AP