Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.12.2002, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 06.12.2002, Qupperneq 32
FUNDIR 09.00 Heilsuefling í skólum heldur ráðstefnu á vegum menntamála- ráðuneytis, heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytis og Landlækn- isembættis í Borgartúni 6, Reykja- vík. TÓNLEIKAR 17.00 Hljómsveitin Spaðar heldur kynn- ingartónleika í verslun 12 Tóna af tilefni útgáfu plötunnar Skipt um peru. LEIKHÚS 20.00 Halti Billi er sýndur á Stóra sviði Þjóðleikhússins. Örfá sæti laus. 20.00 Veislan er sýnd á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins. Örfá sæti laus. 20.00 Sölumaður deyr er sýndur á Stóra sviði Borgarleikhússins. 21.00 Beyglur með öllu eru sýndar í Iðnó. Uppselt. 21.00 Sellófon er sýnt í Hafnarfjarðar- leikhúsinu. Uppselt. 21.00 Kvetch er sýnt í Vesturporti. Örfá sæti laus. TÓNLIST 23.00 Hljómsveitin Cadillac spilar fyrir dansi á Kringlukránni. Dj Þormar og Diabolics halda upp fjör- inu á 22. Aðgangseyrir kvöldsins rennur óskiptur til aðstandendra langveikra barna. Valíum spilar á Ara í Ögri. Spútnik spilar í Pakkhúsinu á Selfossi. SSSól spilar á Players Kópavogi. SÝNINGAR Sigríður Gísladóttir, stórgöldrótt mynd- listarkona, sýnir Vörður í Salnum #39, nýju galleríi við Hverfisgötu 39. Sýning- in stendur til 12. desember. Sýningin Heimkoman eða: heimurinn samkvæmt ART stendur yfir í Lista- safni Reykjavíkur - Kjarvalsstöðum. Sýningin samanstendur af málverkum og ljósmyndum danska myndlistar- mannsins Martin Bigum frá árunum 1997-2002. Sýning á jólamyndum teiknarans Brian Pilkington stendur yfir í Kaffistofu Hafnarborgar. Sýningin er opin alla daga og lýkur 22. desember. Aðalheiður S. Eysteinsdóttir sýnir smámyndir og skúlptúra sem unnin eru í anda jólanna í Kompunni, Kaup- vangsstræti 23, Listagili. Sýningin stendur til 23. desember og er opin alla daga frá klukkan 14 til 18. Í Hafnarborg stendur yfir sýningin “Sambönd Íslands“, alþjóðleg sýning með þátttöku erlendra listamanna sem hafa heimsótt Ísland og íslenskra lista- manna búsettra erlendis. Samsýning Bryndísar Jónsdóttur, Ásu Ólafsdóttur, Kristínar Geirsdóttur, Magdalenu Margrétar Kjartansdóttur og Þorgerðar Sigurðardóttur, Samspil, stendur yfir í Hafnarborg. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11 til 17 og henni lýkur 22. desember. Sigrún Einarsdóttir og Sören Larsen í Gleri í Bergvík sýna nýjar glæsilegar gerðir af glösum af ýmsu tagi í Galleríi Fold. Glösin nefnast ARTIKA og eru af níu mismunandi gerðum. Gallerí Fold er opið daglega frá 10 til 18, laugar- daga frá 10 til 17 og sunnudaga frá 14 til 17. Sýningunni lýkur 6. desember. Skúlptúrsýning nemenda Fjölbrauta- skólans í Breiðholti stendur yfir í Gerðubergi dagana 28. nóvember til 8. desember. Opið virka daga frá kl. 11 til 19 og um helgar frá kl. 13 til 17. Lína Rut Wilberg sýnir olíumálverk á Café Presto, Hlíðarsmára 15, Kópavogi. Opið 10-23 virka daga og 12-18 um helgar. Sýningin Þetta vilja börnin sjá er hald- in í Menningarmiðstöðinni Gerðu- bergi. Sýndar verða myndskreytingar úr nýútkomnum barnabókum. Sýningunni lýkur 6. janúar 2003. Hildur Margrétardóttir myndlistarkona sýnir nokkur óhlutbundin málverk á Mokka-kaffi. Sýningin stendur til 15. janúar. Sýningin Milli goðsagnar og veruleika er í Listasafni Reykjavíkur. Sýningin kemur frá Ríkislistasafni Jórdaníu í Amman og er ætlað að varpa ljósi á heim araba. Sýning á nokkrum verkum Guðmundar Hannessonar ljósmyndara stendur yfir í Gallerí Fold. Sýningin nefnist Reykjavíkurminningar en myndirnar tók Guðmundur um miðja síðustu öld í Reykjavík. Inga Svala Þórsdóttir sýnir Borg í Listasafni Reykjavíkur. Inga Svala fjall- ar um og endurvekur draumsýnina um hið fullkomna samfélag. Hún leggur fram hugmynd að milljón manna borg- arskipulagi í Borgarfirði og á norðan- verðu Snæfellsnesi. Hrafnhildur Arnardóttir sýnir „Shrine of my Vanity“ sem útleggst á íslensku „Helgidómur hégóma míns“ í Gallerí Hlemmi. Leiðarstef sýningarinnar er hið svokallaða IVD (intensive vanity dis- order) eða hégómaröskun en það heil- kenni verður æ algengara meðal þeirra sem temja sér lífsstíl Vesturlandabúa. Myndlistarmaðurinn Hildur Ásgeirs- dóttir Jónsson sýnir í Galleríi Sævars Karls. Kyrr birta - heilög birta er heitið á sýningu sem stendur yfir í Listasafni Kópavogs. Sýningarstjóri er Guðbergur Bergsson. Stærsta sýning á íslenskri samtíma- list stendur yfir í Listasafni Íslands. Sýnd eru verk eftir um 50 listamenn sem fæddir eru eftir 1950 og spannar sýningin árin 1980-2000. Sýningin Hraun - ís - skógur er í Lista- safni Akureyrar. Sýningin er opin alla daga milli 12 og 17. Henni lýkur 15. desember. Veiðimenn í útnorðri er yfirskrift á sýn- ingu sem Edward Fuglö heldur í Nor- ræna húsinu. Jóhanna Ólafsdóttir og Spiros Misokilis sýna ljósmyndir sínar á Kaffi Mokka. Sýningin heitir „Orbital Reflect- ions“. Allir eru velkomnir. Flökt - Ambulatory - Wandelgang er samsýning Magnúsar Pálssonar, Erics Andersens og Wolfgangs Müllers í Nýlistasafninu. Ágústa Oddsdóttir sýnir í gluggum Vatnsstígs 10. Sýningin Handritin stendur yfir í Þjóð- menningarhúsinu. Sýningin er á veg- um Stofnunar Árna Magnússonar. Opið er frá klukkan 11 til 17. Árný Birna Hilmarsdóttir heldur sýn- ingu á íslensku landslagi unnu í gler í Galleríi Halla rakara, Strandgötu 39, gegnt Hafnarborg. Hrafnkell Birgisson hönnuður heldur sýningu á verkum sínum í Kaffitári, Bankastræti 8. Sýningin er opin frá 7.30 til 18.00 og stendur til 10. janúar. 32 6. desember 2002 FÖSTUDAGUR FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER hvað? hvar? hvenær? Listasafn ASÍ: Þorkell í skugga styrjaldar LJÓSMYNDUN Þorkell Þorkelsson sýnir um þessar mundir svart/hvítar ljósmyndir sem hann tók í Palestínu og Ísrael í vor. Sýningin, Í skugga styrj- aldar, er í Ásmundarsal og henni lýkur á sunnudaginn. Þorkell segist ekki hafa ein- beitt sér að átökunum á svæð- inu heldur hafi hann leitast við að svara spurningunni um það hvernig fólk lifir af við þessar aðstæður. „Sama grunnhugs- unin er ríkjandi alls staðar og líkt og við á þetta fólk sér allt sama drauminn um hamingju- samt líf.“ Sýningin er hluti af lang- tímaverkefni Þorkels þar sem hann fæst við að festa á filmu líf og lífsbaráttu fólks út um allan heim. Hann ætlar mynd- unum ekki síst að sýna fram á að á bak við fréttir frá þriðja heiminum, og víðar, er lifandi fólk sem er að reyna að lifa eðlilegu lífi. „Ég er búinn að þvælast um heiminn, eftir megni, í tíu ár og viða að mér efni, meðal annars í Afríku, Síberíu og Mongólíu. Ef guð lofar og allt gengur vel vonast ég til að ljúka verkefninu í kring- um 2005 eða 2006 og koma því á bók. Ég hef notið mikils velvilja og stuðnings margra aðila og ég vona að einhverjum þyki það þess vert að styðja við bakið á mér á næstu misserum.“ ■ ÞORKELL ÞORKELSSON „Þetta er eins og hvert annað brjálæði og ég verð sjálfsagt að þessu fram á níræðisaldur.“ Leiksýningin sem allir eru að tala um! Allra, allra, allra síðustu sýningar í Vesturporti, Vesturgötu 18: fös. 6. des. kl. 21.00 Uppselt! lau. 7. des. kl. 23.00 Miðasala í Loftkastalanum, sími 552 3000 Eftir áramót flytur Kvetch á NÝJA SVIÐ BORGARLEIKHÚSSINS! Miðasala er hafin í Borgarleikhúsinu, sími 568 8000 Leikhópurinn Á senunni www.senan.is Veisla! Drepfyndið! Bráðskemmitlegt! Leiksigur! Íslensk hönnun í Kaffitári: Upprisa yfirgef- inna kaffibolla SÝNING Í Kaffitári í Bankastræti opnaði nýverið sýning á „háboll- um“ eftir Hrafnkel Birgisson. „Hábollarnir“ eru byggðir á hug- myndinni um framhaldslíf í hönn- un með endurnýtingu á notuðum hlutum. „Mig langaði til þess að byggja á einhverju sem þegar væri til og skapa eitthvað nýtt með því að setja saman á óvenju- legan hátt hversdagslega hluti sem allir þekktu. Yfirgefnir boll- ar eru gæddir nýju lífi og þar með hlýtur fjöldaframleiðsla liðinna áratuga ákveðna uppreisn,“ segir Hrafnkell. Hann ítrekar að boll- arnir séu ekki hannaðir með eitt ákveðið hlutverk í huga heldur bjóði þeir upp á ýmsa möguleika. Þá má til dæmis nota fyrir léttvín og hvers kyns kaffidrykki. Marg- ir hafa notað þá undir eftirrétti og svo eru þeir auðvitað kjörnir fyr- ir jólaglöggið. Hrafnkell hefur unnið út frá svipuðum hugmyndum í mörgum öðrum verkum sínum og hefur hann hlotið verðlaun fyrir hönnun sína hér heima og erlendis. Verk hans hafa verið sýnd víða um Evr- ópu og greinar hafa birst um þau í erlendum blöðum og tímaritum. „Hábollarnir“ voru á sýningu á Kjarvalsstöðum árið 2000 og eru nú til sölu í verslun Guggenheim- safnsins í Berlín. ■ HÁBOLLAR Drykkjarílát sem nota má við ýmis tækifæri.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.