Fréttablaðið - 06.12.2002, Page 37
37FÖSTUDAGUR 6. desember 2002
699
Frábært
verð!
Tilboð á
grilluðum
kjúkling
alla föstudaga
ill
ll
kr/stk
Grillaður
kjúklingur
SFC
...safaríkur og bragðgóður!
PAPAR
FÖSTUDAG OG LAUGARDAG
kaffi@kaffireykjavik.com
TÓNLIST Ólafur Páll Gunnarsson, út-
varpsmaður á Rás 2, gaf á dögun-
um út safnplötuna „Rokkland
2002“.
„Þetta er smá framlenging á
þættinum,“ segir Óli Palli, um-
sjónarmaður Rokklands. „Ég er
nú bara að halda þættinum á lífi
og minna á sjálfan mig. Þetta er
frábær plata. Ég er að kynna alls
konar nýja tónlist og rifja upp
eldra efni. Þetta er brot af því
besta.“ Óli Palli segist ekki vera
búinn að fjalla um hverja einustu
hljómsveit. Segir þó að eflaust
vanti eitthvað á diskinn.
„Á plötunni er allt frá System
of a Down til David Bowie.“ Þessi
fjölbreytta safnplata er að sögn
Óla ætluð öllum aldurshópum.
„Því rokkið er búið að vera til
síðan 1955. Bítlakynslóðin fylgist
mjög vel með því sem er að gerast
í rokkinu. Rokksveitir í dag vitna
líka í gamla dótið.“
Í fyrra gaf Óli Palli út „Rokk-
land“ og seldist sú safnskífa það
vel að hann ákvað að endurtaka
leikinn. Á plötunni nýju má meðal
annars finna lög með sveitunum
Leaves, Radiohead, Beta Band og
Flaming Lips. ■
Óli Palli gefur út safnplötu:
„Brot af því besta“
ÓLI PALLI
Er einn af þekktari tónlistar-
predikurum landsins.
TÖLVULEIKIR Hondúraska þingið hef-
ur samþykkt bann við ofbeldis-
fullum tölvuleikjum til að reyna
að stemma stigu við vaxandi of-
beldi í landinu. Þingmennirnir 128
samþykktu frumvarpið einhljóða
og talið er að forseti landsins
muni ekki leggjast gegn því.
Meðal leikja sem verða bann-
aðir eru Mortal Kombat, Res-
ident Evil, Turck, The House of
the Dead, Duke Nukem, Shadow-
man, Quake, Doom, Instant Kill-
er, Doom, The Legacy of Kain,
Street Fighter og Perfect Dark,
svo örfáir séu nefndir.
Þingið samþykkti jafnframt
bann við sölu á leikfangavopnum
svo sem byssum og hnífum. Lögin
taka gildi í júní á næsta ári, sem
þýðir að verslanir hafa sex mán-
uði til að tæma lagera sína.
Ricardo Maduro, sem kjörinn
var forseti Hondúras fyrir ári, hef-
ur lofað að taka upp herta stefnu í
glæpamálum. Síðan þá hefur átta
þúsund hermönnum verið fjölgað í
löggæslu landsins. ■
QUAKE
Ungt fólk í Hondúras getur ekki lengur safnast saman í Skjálftamótum ef frumvarpið
verður samþykkt.
Þingið í Hondúras:
Bannar
ofbeldisfulla
tölvuleiki
Mörkinni 6, sími 588 5518.
Opið 9-18 virka daga
og 10-15 laugardaga.
Pelsar frá 12.900
Mokkajakkar og kápur
Tilboð á vendipelsum
– áður kr. 24.900
– nú 12.500
Hattar, húfur og
kanínuskinn kr 2.900