Fréttablaðið - 07.12.2002, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 07.12.2002, Blaðsíða 4
4 7. desember 2002 LAUGARDAGURKJÖRKASSINN Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Ferðu oft í sund? Spurning dagsins í dag: Hvaða skáldverk hlýtur bókmenntaverðlaunin? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 4,8% 8,1%1–3 sinnum í viku 13,7% Í SUNDI Ríflega 70% fara sjaldan eða aldrei í sund. 1 sinni í viku 45,2%Sjaldnar 28,2%Aldrei 3–5 sinnum í viku HAFRÓ „Mér er ekki nokkur leið að átta mig á kostum þess að einka- væða þessa starfsemi, sem að mínu mati mundi gera rannsókn- irnar óábyggilegri ef eitthvað er,“ segir Helgi Laxdal, formaður Vélastjórafélags Íslands, og vísar til hugmynda um einkavæðingu Hafrannsóknastofnunar. Við umræður um fjárlaga- frumvarp næsta árs sagði Einar Oddur Kristjánsson alþingismað- ur að Hafrannsóknastofnun væri meinvarp í íslensku samfélagi og að það yrði að einkavæða haf- rannsóknir við Ísland í framtíð- inni. „Einkavæðing hafrannsókna mundi að mínu viti draga úr sjálfstæði stofnunarinnar, sem ég ber fyllsta traust til,“ sagði Helgi og rifjaði upp að fyrir nokkru leituðu fréttamenn tiltek- ins fjölmiðils til lögmanna í Reykjavík með mál og óskuðu eftir faglegu áliti á því. „Þeir inntu lögmennina eftir áliti ýmist sem málsaðili A eða B. Án undantekninga taldi viðkom- andi lögmaður málið unnið fyrir þann sem álitsins leitaði. Gæti ekki farið eins með hafrannsókn- irnar, að þær tækju mið af því hver spyrði og hver borgaði, þar sem fáir vilja eiga viðskipti við þá sem sjá skrattann á hverjum húsvegg jafnvel þótt hann sé þar?“ segir Helgi Laxdal. ■ Helgi Laxdal um einkavæðingu Hafró: Þá fyrst panta menn niðurstöður HELGI LAXDAL Segir einkavæðingu hafrannsókna ekki koma til álita. Slíkt myndi verulega rýra trúverðug- leika niðurstaðna. SR-mjöl og Síldarvinnslan: Stefna að sameiningu SJÁVARÚTVEGUR Stjórnir SR-mjöls hf. og Síldarvinnslunnar hf. hafa ákveðið að taka upp formlegar viðræður um sameiningu félag- anna. Stefnt er að því að niður- stöður viðræðna liggi fyrir innan tveggja vikna. Við sameiningu yrði til þriðja stærsta sjávarút- vegsfyrirtæki landsins á eftir Brimi, sem er í eigu Eimskipafé- lagsins og Samherja. Mark- aðsvirði fyrirtækjanna er rúmir 10 milljarðar. Samherji hefur með eignarhlut sínum stjórn á báðum fyrirtækjunum. Saman ráða fyrirtækin yfir tæpum fimmtungi af kvóta í uppsjávar- tegundum. ■ Garðabær: Einkarekinn grunnskóli SKÓLAMÁL Óskað hefur verið eftir viðræðum við bæjaryfirvöld í Garðabæ um mögulega stofnun einkarekins grunnskóla. Margrét Pála Ólafsdóttir, eig- andi Hjallastefnunnar ehf., sem meðal annars rekur leikskólann Ása í Garðabæ, hefur óskað eftir viðræðum við Garðabæ um mögulega leigu á félagsheimil- inu Garðaholti frá og með næsta hausti. Hyggst hún reka þar grunnskóla fyrir börn á aldrin- um 6 til 9 ára. Fyrsta skólaárið yrði aðeins 1. bekkur í skólanum, en síðan yrði hann stækkaður. Sam- kvæmt hugmyndum Margrétar Pálu hefðu börn af leikskólanum Ásum og Hjalla í Hafnarfirði forgang um skólavist. Bæjarráð Garðabæjar vísaði erindi Hjalla- stefnunnar til umfjöllunar í skólanefnd. ■ VIÐSKIPTI Nýtt yfirtökuferli í Bret- landi virðist vera í uppsiglingu. Breska fyrirtækið TBH hefur gert tilboð með stuðningi Baugs í House of Fraser. Baugur á 8% hlut í fyrirtækinu. Ekki liggur fyrir hvort Baugur hyggst selja hlut sinn eða vera aðili að tilboð- inu. Báðum þeim möguleikum er haldið opnum. Tiboðið er upp á staðgreiðslu 85 pens fyrir hlut- inn. Stjórn House of Fraser hefur hafnað tilboðinu. Meðalverð kaupa Baugs var á bilinu 62 til 65 pens fyrir hlutinn. Miðað við tilboðið er hagnaður Baugs á fjórða hundrað milljónir króna verði af viðskiptunum. Bréf House of Fraser hækkuðu eftir að fréttir birtust. Gengi bréfanna fór upp fyrir tilboðs- gengið. Það þýðir að fjárfestar gera ráð fyrir að nýtt tilboð berist sem verði hærra. Vangaveltur eru um gengi í kringum 1 pund. Ef af sölu yrði á því gengi yrði hagnaður Baugs á sjötta hundrað milljóna króna. ■ Nýtt yfirtökuævintýri í uppsiglingu: Baugur styður breskt yfirtökutilboð YFIRTAKA Baugur hagnaðist verulega á yfirtöku Arcadia. Nú virðist nýtt yfirtökutilboð í uppsiglingu sem gæti fært Baugi mikinn hagnað. Verðhækkanir: Fljótandi tóbaksverð HÆKKUN Sjoppueigendur á höfuð- borgarsvæðinu hafa enn ekki fundið jafnvægi í álagningu á tó- baki eftir síðustu hækkun. Al- gengasta verð nú er 515 krónur en dæmi eru þess að sígarettu- pakkinn kosti 540 krónur. Lægsta verð sem vitað er um er 490 krónur. Munar þarna um tíu prósent- um. Búist er við að enn líði nokkrar vikur þar til jafnvægi í verðlagningu næst en álagning á tóbaki er sem kunnugt er frjáls. ■ Aco-Tæknival: Forstjórinn segir upp VIÐSKIPTI Magnús Norðdahl, for- stjóri Aco-Tæknivals, hefur sagt upp störfum. Hann mun gegna starfi sínu til 30. júní næstkomandi. Erfiðleikar hafa verið í rekstri fyr- irtækisins. Fyrir mánaðamótin var tíu manns sagt upp störfum. Tap var af rekstri félagsins fyrstu níu mánuði ársins og er eigið fé þess neikvætt um 140 milljónir. Þá var tilkynnt fyrir nokkrum dögum að Magnús Bergsson, fram- kvæmdastjóri kjarnasviðs fyrir- tækisins, hefði ákveðið að láta af störfum. ■ GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 85.51 0.35% Sterlingspund 134.31 0.46% Dönsk króna 11.52 0.46% Evra 85.57 0.45% Gengisvístala krónu 127,89 0,01% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 402 Velta 7.992 milljónir ICEX-15 1.320 0,51% Mestu viðskipti Íslenski hlutab.sjóðurinn hf. 985.920.197 Eimskipafélag Íslands hf .599.557.711 Baugur Group hf. 217.958.102 Mesta hækkun SR-Mjöl hf. 18,33% Frumherji hf. 13,33% Ker hf. 7,14% Mesta lækkun Marel hf. -3,23% Flugleiðir hf. -1,60% Opin kerfi hf. -1,54% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ*: 8586,8 -0,4% Nasdaq*: 1416,1 0,4% FTSE: 3988,1 -1,1% DAX: 3320,9 0,5% Nikkei: 8863,3 -0,6% S&P*: 906,3 0,0% Stefnir í fjölda- takmarkanir í HÍ Ef fjárframlög til Háskóla Íslands aukast ekki telur fjármálanefnd há- skólaráðs ljóst að taka þurfi upp fjöldatakmarkanir í allar deildir skólans. HÁSKÓLI Háskóli Íslands verður að grípa til fjöldatakmarkana í öllum deildum náist ekki fram nauðsyn- leg hækkun á hámarki nemenda- ígilda í nýjum kennslusamningi við ríkisvaldið fyrir árin 2003 til 2005. Að auki verður að endur- skoða fyrri ákvarðanir um fjölda- takmarkanir í heilbrigðisgrein- um. Þetta er niðurstaða fjármála- nefndar háskólaráðs sem kemur fram í minnisblaði sem lagt var fyrir ráðið á fundi um fjárveiting- ar til kennslu. Samkvæmt fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir að nemenda- ígildi verði 4.500 talsins og fjár- veitingar í samræmi við það. Nemendaígildin, eða fjöldi nem- enda miðað við fullt nám, voru hins vegar 4.670 á síðasta skólaári og er gert ráð fyrir að þau verði 4.863 á þessum vetri. Skólaárið 2004 til 2005 er gert ráð fyrir að þau verði orðin 5.500 talsins. Er þá miðað við einingafjölda og deilt niður á fullt nám og þannig fundið út nemendaígildi sem fjár- veitingar reiknast út frá. „Það er stefnubreyting ef yfir- völd hverfa frá þeirri stefnu að hleypa öllum í háskólanám sem það vilja. Ég tel að það sé ekki þjóðfé- laginu til framdráttar,“ segir Brynjólfur Stefánsson, formaður Stúdentaráðs. „Það þarf að hækka þetta hámark sem Háskólinn hef- ur.“ Hann telur að það verði að taka sérstakt tillit til fámennari deilda í Háskólanum. „Það segir sig sjálft að þegar við erum með færri nemend- ur er kostnaður við kerfið miklu meiri. Það er miðað við reiknilíkan að sænskri fyrirmynd þar sem með- altalið í bekkjardeild er 30 nemend- ur, meðaltalið við Háskóla Íslands er innan við 20 nemendur. Það verð- ur að gera viðeigandi breytingar til þess að Háskólinn haldi þeirri stöðu sem hann hefur í dag.“ Eins og fjárveitingum hefur verið háttað hafa skólayfirvöld þurft að grípa til þess bragðs að flytja fé frá fjölmennari deildum til fámennari deilda til að fjár- magna starfsemi þeirra síðar- nefndu. Telja menn þar innanhúss að stjórnvöld verði að auka fjár- veitingar til fámennari sviða, ella þurfi að halda áfram millifærsl- um. Þær komi niður á fjölmenn- ari deildum sem eru sumar í sam- keppni við sambærilegar deildir í öðrum skólum. Samkvæmt útreikningum fjár- málanefndar vantar 113 milljónir króna upp á til að leysa vanda fá- mennari deilda í ár. brynjolfur@frettabladid.is HÁSKÓLI ÍSLANDS Of fá nemendaígildi við útreikninga á fjárveitingum og lágt framlag vegna launa kennara standa starfsemi skólans fyrir þrifum. BRYNJÓLFUR STEFÁNSSON Tryggja verður að ekki komi til þess að lokað verði á nemendur með fjöldatakmörkunum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.