Fréttablaðið - 07.12.2002, Qupperneq 6
6 7. desember 2002 LAUGARDAGUR
ALÞINGI
VEISTU SVARIÐ?
Svörin eru á bls. 46.
1.
2.
3.
Það hvessti heldur betur á suð-
vesturhorninu og Snæfellsnesi
á fimmtudag. Þurfti hópur
manna að hafa sig allan við til
að þakið flettist ekki af einni
sundlaug. Hvaða laug var það?
Tilnefning á bók Mikaels Torfa-
sonar, Samúel, til Íslensku bók-
menntaverðlaunanna kom
sumum á óvart. Hvað hét næsta
bók Mikaels á undan henni?
Hvað heitir sjávarútvegssvið
Eimskipafélagsins?
Níu meintir hasssmyglarar fá dóm innan fjögurra vikna:
Vitnaleiðslum lokið í hassmáli
DÓMSMÁL Níu menn sem ákærðir
eru fyrir flutning á samtals 25
kílóum af hassi til landsins mega
vænta dóms í málum sínum innan
fjögurra vikna. Um þrjú aðskilin
mál er að ræða. Þriggja daga
vitnaleiðslum og málflutningi átti
að ljúka í Héraðsdómi Reykjavík-
ur í gær.
Einn aðalsakborningurinn í
málinu er karlmaður sem var 3.
stýrimaður á einu skipa Eimskips
í einum túr sumarið 2000. Tíu
kíló af hassi, sem keypt voru í
Hollandi, voru flutt með skipinu.
Stýrimaðurinn ber við að hafa
guggnað á öllu saman á loka-
sprettinum og fleygt hassinu í
sjóinn við Engey. Glæpamennirn-
ir fóru síðan nokkrar árangurs-
lausar ferðir til að kafa eftir
hassinu. Það sama gerði fíkni-
efnalögreglan.
Þá er ákært fyrir smygl á 15
kílóum af hassi sem gert var upp-
tækt á Keflavíkurflugvelli og í
Reykjavíkurhöfn.
Lögreglan mun hafa lagt
gríðarlega vinnu í að góma
smyglarana. Bæði var fylgst
með símtölum sakborninganna
og þeir eltir um víðan völl. Lög-
reglan telur að náðst hafi að
kæfa í fæðingu smygl sem ann-
ars stefndi í að verða umfangs-
mikið framvegis. ■
MENNTUN Margrét Friðriksdóttir,
skólameistari Menntaskólas í
Kópavogi, er komin í 163 milljóna
króna skuld við ríkið. Ástæðan er
sú að menntamálaráðuneytið legg-
ur verknám til jafns við bóknám
þó svo að verknámið sé í eðli sínu
miklu dýrara í framkvæmd.
Menntaskólinn í
Kópavogi sér um
allt matvælanám í
landinu og mennt-
ar kokka, kjötiðn-
aðarmenn, bakara
og þjóna:
„Ég fæ 1.900
krónur greiddar á
önn fyrir hvern
nemanda hér í skólanum en það
kostar hins vegar 90 þúsund krón-
ur á ári að mennta matreiðslu-
mann. Þó svo að ég hafi heimild til
að innheimta 25 þúsund krónur hjá
matreiðslunemanum upp í þann
kostnað sjá allir að þetta gengur
ekki upp,“ segir Margrét Friðriks-
dóttir skólameistari. „Eins er það
með rafmagnið. Ég fæ fimm millj-
ónir á ári upp í rafmagnskostnað
en þarf að borga 10 milljónir. Raf-
magnið er reiknað út eftir flatar-
máli og ekki tekið tillit til þess
hvort á svæðinu standi eitt skóla-
borð eða stór rafmagnsofn,“ segir
skólameistarinn, sem íhugar nú
hvernig bregðast skuli við fjár-
hagserfiðleikum Menntaskólans í
Kópavogi. Ef ekkert verður að
gert eru ekki önnur ráð en þau að
draga úr kennslu og þjónustu og
jafnvel loka ýmsum deildum skól-
ans líkt og gert er á sjúkrahúsum.
Skólameistarinn vonast þó eftir
viðbrögðum menntamálaráðuneyt-
isins fyrr en síðar því með þessum
hætti sé ekki hægt að reka skól-
ann. Kjarni málsins sé þessi: Kjöt-
skrokkur er dýrari en stílabók og
hveitisekkur fyrirferðarmeiri í
bókhaldi en strokleður. Þetta verði
fjárveitingavaldið að skilja og
menntamálaráðuneytið að bregð-
ast við. eir@frettabladid.is
KENNSLA Í MENNTASKÓLANUM Í KÓPAVOGI
Verknám og bóknám lagt að jöfnu þó bakaraofn sé miklu dýrari í rekstri en skólaborð.
Kokkar og bakarar
að sliga menntaskóla
Fjárveitingavaldið leggur verknám til jafns við bóknám. Kjötskrokkur
dýrari en stílabók. Menntaskólinn í Kópavogi í 163 milljóna króna skuld
við ríkið. Skólameistari íhugar að draga úr þjónustu og kennslu og jafn-
vel að loka deildum líkt og á sjúkrahúsum.
„Ég fæ fimm
milljónir á ári
upp í raf-
magnskostnað
en þarf að
borga 10
milljónir.“
ADSL mótald • Stofngjald • Músarmotta
Samtals verðmæti 18.125 kr.
Aðeins 5.900 kr.
Hver býður betur?
Start-
pakkinn
- allt sem til þarf
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
I
SS
1
94
98
11
/2
00
2
islandssimi.is
800 1111
Kjarreldar í Ástralíu með versta móti:
Hamslaus eldur í steikjandi hita
SYDNEY, AP Kjarreldar hafa geisað í
sunnanverðri Ástralíu undan-
farna daga. Nærri tuttugu heimili
höfðu eyðilagst í eldunum og að
minnsta kosti tveir menn látið líf-
ið. Þykkur reykur lá yfir stór-
borginni Sydney í gær og eldurinn
æddi í áttina að úthverfum henn-
ar.
Þegar degi tók að halla skán-
aði ástandið svolítið, en yfir-
maður slökkviliðsins í Nýja Suð-
ur-Wales spáði því að það ætti
enn eftir að versna. Það hafi
sjaldan verið verra en einmitt
nú.
Hitinn hefur verið yfir 40
gráðum. Þegar hvassviðri bætist
ofan á verður barátta slökkviliðs-
ins nánast vonlaus.
Þyrlur eru meðal annars not-
aðar í baráttu við eldana. Vatni er
varpað úr þeim og tekst þannig
að halda eldunum sums staðar í
skefjum. Um það bil 4.500 manns
hafa unnið að slökkvistarfinu,
margir þeirra sjálfboðaliðar.
Lögregluna grunar að sumir
eldanna hafi kviknað af manna-
völdum. Átján ára námsmaður
var kærður fyrir íkveikju í gær
og verður í gæsluvarðhaldi út
janúar. Hann á yfir höfði sér allt
að fjórtán ára fangelsi. ■
BARIST VIÐ ELDINN
Íbúi í Berowra, sem er lítill bær um það bil 40 kílómetra suður af Sydney, á þarna í harðri
baráttu við kjarreldana.
AP
/D
AN
P
EL
ED
Ofbeldispiltar:
Bætur og
fangelsi
DÓMSMÁL Þrír piltar hafa verið
fundnir sekir um líkamsárás í
Grindavík vorið 2001. Þá voru pilt-
arnir allir sautján ára en fórnar-
lamb þeirra 27 ára.
Þeir spörkuðu og slógu í skrokk
mannsins og andlit. Hann fékk sár á
höfði og aðrar skrámur frá hvirfli til
ilja auk þess sem svokallaður bein-
tindur í hrygg mannsins brotnaði.
Piltarnir fengu skilorðsbundna
fangelsisdóma. Einn fékk 60 daga
fangelsi, annar 45 daga og sá þriðji
30 daga fangelsi. Tveir piltanna
eiga að greiða manninum 137 þús-
und krónur í bætur hvor og sá þriðji
50 þúsund krónur. ■
KVARTMILLJARÐUR TIL STJÓRN-
MÁLAFLOKKA Stjórnmálaflokk-
arnir fá samtals 255 milljónir
króna í styrki úr ríkissjóði á
næsta ári samkvæmt fjárlögum.
Flokkarnir fá 35 milljónir króna
vegna nýrrar kjördæmaskipanar
og breyttra aðstæðna þingmanna
af þeim sökum fá þeir 50,4 millj-
ónir króna til að greiða fyrir sér-
fræðiþjónustu. Að auki fá flokk-
arnir 180 milljónir króna í styrki
til starfsemi sinnar. Upphæðin
hækkaði um 20 milljónir í loka-
meðferðum þingsins þegar for-
menn allra flokka sem sæti eiga á
þingi lögðu til aukna styrki.
LEIÐRÉTTING
RANGFEÐRUÐ Þau leiðu mistök
urðu í blaðinu í gær að rangt var
farið með föðurnafn Sigríðar Krist-
jánsdóttur í frétt sem birtist á for-
síðu. Beðist er velvirðingar á mis-
tökunum, sem leiðréttast hér með.
HÉRAÐSDÓMUR REYKJAVÍKUR
Glæpamennirnir fóru nokkrar árangurs-
lausar ferðir til að kafa eftir hassinu við
Engey. Það sama gerði fíkniefnalögreglan.