Fréttablaðið - 07.12.2002, Qupperneq 16
16 7. desember 2002 LAUGARDAGUR
Alla laugardaga í desember verða
vínþjónar til ráðgjafar í Vínbúðinni
Heiðrúnu, Vínbúðinni Kringlunni
og Vínbúðinni Smáralind.
Við bætum um betur og höfum framvegis
opið í Vínbúðinni Kringlunni, Vínbúðinni
Smáralind og Vínbúðinni Dalvegi
á laugardögum kl. 11-18.
www.vinbud.is
Kringlan Heiðrún Smáralind
Kringlan Heiðrún Smáralind
Kringlan Heiðrún Smáralind
Kringlan Heiðrún Smáralind
Kringlan Heiðrún Smáralind
Kringlan Heiðrún Smáralind
Kringlan Heiðrún Smáralind
VÍNÞJÓNAR
TIL RÁÐGJAFAR
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
A
V
R
19
63
2
12
/2
00
2
Um síðustu áramót opnaðist ein-staklingum í rekstri leið til að
færa rekstur sinn yfir í einkahluta-
félag án þess að það hefði skattaleg-
ar afleiðingar í för
með sér. Áður hafði
þessum einstak-
lingum verið gert
að uppreikna verð
eigna sem færðar
voru í félögin og
greiða af þeim sölu-
hagnað. Þessi skatt-
ur kom því á sölu-
hagnað sem ekki
var raunverulegur.
Þessi breyting opn-
aði leið til að færa
reksturinn af eigin
kennitölu yfir í hlutafélag.
Annar hvati þess að stofna einka-
hlutafélag var að skattaprósenta
fyrirtækja var lækkuð úr 30% niður
í 18%.
Þeir voru því margir sem könn-
uðu möguleika á að færa rekstur
sinn í einkahlutafélag. Anna Kristín
Traustadóttir, endurskoðandi hjá
endurskoðunarfyrirtækinu Ernst &
Young hf., segir að margir við-
skiptavinir hafi talið sig vera að
missa af happdrættisvinningi með
því að láta sér þetta tækifæri úr
greipum ganga. „Samhliða þessu
ber öllum sem reka svona félög að
reikna sér ákveðin laun. Þessi laun
eru miðuð við það að þau séu ekki
lægri en almennt gerist á markaðn-
um.“ Hún segir að í tilfelli um helm-
ings viðskiptavina sem sýndu stofn-
un einkahlutafélags áhuga hafi
komið í ljós að sú breyting væri
þeim óhagstæð.
Þrátt fyrir að breytingin sé ekki
öllum hagstæð hefur einkahlutafé-
lögum fjölgað verulega. Fjöldi ný-
skráðra einkahlutafélaga er farinn
að slaga í þrjú þúsund á þessu ári.
Fjöldi nýrra einkahlutafélaga árið
2001 var 1841.
Lægri skattar hagnaðar
Algengur misskilningur varð-
andi stofnun einkahlutafélaga í stað
hefðbundins rekstrar er sá að skatt-
ar þessara einstaklinga lækki um
20%. Svo er ekki. Lækkunin er á
þeim hagnaði sem verður umfram
þau laun sem menn hafa reiknað
sér. Þannig greiðir einkahlutafélag-
ið 18% skatt af hagnaði. Eigandinn
hefur svo heimild til þess að greiða
sér afgang hagnaðarins í arð. Af
arðinum er svo greiddur 10% fjár-
magnstekjuskattur. Heildarskattur-
inn af hagnaði umfram laun er því
26% á móti rúmum 38% af launa-
tekjum.
Indriði Þorláksson ríkisskatt-
stjóri segir að skerpt hafi verið á
reglum um reiknað endurgjald af
vinnu. Þannig er starfsemin flokkuð
og miðað við laun á almennum
vinnumarkaði.
Sveitarfélögin telja hins vegar
að þau séu að verða af töluverðum
útsvarstekjum vegna fjölgunar
einkahlutafélaga. „Þeir sveitar-
stjórnarmenn sem fylgjast vel með
í sínum sveitarfélögum sjá greini-
lega að tekjur eru að minnka vegna
fjölgunar einkahlutafélaga,“ segir
Gunnlaugur Júlíusson, hagfræðing-
ur hjá Sambandi íslenskra sveitar-
félaga.
Margir smábátasjómenn, vöru-
bílstjórar og fleiri einyrkjar hafa
flutt starfsemi sína í hlutafélög.
Fjármagnstekjuskatturinn rennur
til ríkisins. Útsvar er greitt af laun-
um og hagnaði fyrirtækja. Þannig
verða sveitarfélögin af þeim tekjum
sem tilkomnar eru vegna arð-
greiðslu einkahlutafélaga. Gunn-
laugur nefnir að við færslu einka-
rekstrar yfir í einkahlutafélag opn-
ist meiri möguleikar til að draga frá
kostnað.
Framtölum fjölgar
Indriði segir að meginreglan sé
sú að mönnum sé ekki heimilt að
færa annan kostnað vegna atvinnu-
starfsemi en þann sem sannanlega
fellur til vegna tekjuöflunar. Það
sama gildi um einkarekstur og
einkahlutafélag.
Vandamálið sem snýr að skatta-
yfirvöldum er það að miðað við
fjölgun einkahlutafélaga um þrjú
þúsund fjölgar skattframtölum um
það sama. Einstaklingarnir sem
reka einkahlutafélög skila inn
einkaframtali ásamt framtali hluta-
félagsins. Indriði segir að ekki hafi
komið til auknar fjárveitingar
vegna þessa. Einkahlutafélög eru
orðin um 10 þúsund. Gunnlaugur
bendir einnig á að umræðan um
þessi mál snúist um tvennt. Annars
vegar muninn sem er á skattlagn-
ingu einstaklinga eftir því hvort
þeir eru í eigin rekstri eða launa-
menn. Hins vegar snúist umræðan
um tekjuskiptingu ríkis og sveitar-
félaga. Með einkahlutafélögum
lækki skattar ákveðinna hópa, en
reikningurinn sé að hluta til sendur
sveitarfélögunum.
Indriði bendir einnig á að það
séu ýmsir þættir sem fylgja einka-
hlutafélögum sem ekki séu fyrir
hendi hjá einstaklingum í einka-
rekstri. „Það eru gerðar ríkari kröf-
ur til einkahlutafélaga. Ársreikn-
ingar einkahlutafélaga eru öllum
aðgengilegir.“ haflidi@frettabladid.is
LÆGRI SKATTAR
Einyrkjar sem hafa tekjur yfir viðmiðunarmörkum Ríkisskattstjóra greiða 26% skatt af því
sem er umfram. Margir sjá sér hag í því að hafa rekstur sinn í formi einkahlutafélaga.Þeir sveitar-
stjórnarmenn
sem fylgjast
vel með í sín-
um sveitarfé-
lögum sjá
greinilega að
tekjur eru að
minnka vegna
fjölgunar
einkahlutafé-
laga.
ENDURGJALD EINYRKJA
Mánaðartekjur sem einyrkjar í einka-
hlutafélögum verða að telja fram áður
en hægt er að færa hagnað:
Sérfræðingar 375.000
Fjölmiðla- og listamenn 250.000
Iðnaðarmenn 200.000
Smábátasjómenn 200.000
Sauðfjárbændur 70.000
Kúabændur 100.000
Nýstofnuð einkahlutafélög eru að nálgast þrjú þúsund á árinu. Misjafnt er hvort
hagstætt er fyrir einyrkja að breyta rekstrinum í hlutafélag. Hagnaður eftir laun
ber lægri skatta. Arðurinn ber fjármagnstekjuskatt sem rennur til ríkisins. Sveitar-
félögin verða af tekjum.
Skattar einyrkja og
einkahlutafélaga