Fréttablaðið - 07.12.2002, Side 24

Fréttablaðið - 07.12.2002, Side 24
24 7. desember 2002 LAUGARDAGUR „Það hefur ekki liðið sá dagur að athæfi fósturföður míns hafi ekki komið upp í hugann. Meðan ég var enn á barnsaldri þorði ég ekkert að gera til að mótmæla honum en þegar ég varð fullorðin ákvað ég að kæra í þeirri von að hann fengi makleg málagjöld,“ segir konan. Mamma gæti dáið Upphaf þess að maðurinn hóf að misnota stúlkuna má rekja allt til ársins 1982. Fjölskyldan bjó þá í þorpi austur á fjörðum. Stúlkan sem um ræðir er elsta barn móður sinnar, sem seinna giftist fóstur- föður hennar. Í fyrstu var sam- band stjúpans og stúlkunnar gott. Hjónin eignuðust dóttur og síðan tvo syni. Áður en yngri drengurinn fæddist fóru foreldrarnir til Reykjavíkur þar sem móðirin fæddi. Eldri börnin voru í pössun hjá ættingjum í þorpinu. „Fósturfaðir minn kom heim á undan mömmu og litla barninu. Fyrstu nóttina fengum við að sofa hjá honum í hjónarúminu og þá hófst þessi martröð sem átti eftir að halda áfram linnulaust árum saman. Ég var sofnuð þegar ég vaknaði við að hann var að leita á mig og svo fór hann alla leið. Þetta var hræðilegt og skelfingin sem gagntók mig var algjör. Meðan hann fór sínu fram fann ég ang- andi vínlyktina frá honum. Áður en hann fór hvíslaði hann að ég mætti engum segja frá þessu. Hann sagði að mamma væri svo veik að hún gæti dáið ef hún heyrði af þessu,“ segir konan. Hún segir að eftir þetta hafi fósturfaðir hennar leitað á sig með reglubundnu millibili. Hann starf- aði sem sjómaður og í landlegum drakk hann jafnan stíft. Hún segist einna helst muna þann létti þegar hann fór út á sjó. „Ég kveið því óskaplega að hann kæmi í land. Þegar hann var heima gjörbreyttist fjölskyldulífið og það voru allir á nálum. Mamma var jafn hrædd við hann og við börnin. Oftast þegar nóttin gekk í garð þá vissi ég hvað beið mín og að hann myndi koma og þröngva mér til samfara. Ég þorði ekkert að gera til að styggja hann en vafði sænginni þétt utan um mig í þeirri von að það dygði til að verjast hon- um. Þetta var örvæntingarfull til- raun mín til að sleppa úr klóm hans. En það þýddi auðvitað ekkert og hann fór sínu fram. Meðan hann athafnaði sig og á eftir varð ég alltaf að snúa baki í hann. Hann virtist ekki þola að sjá framan í mig sem er til marks um að hann hafi vitað hvað hann var að gera mér,“ segir hún. Grunur um misnotkun Konan segir að eftir þetta hafi hann reglulega laumast inn í her- bergi til hennar að næturþeli til að svala fýsnum sínum. Hann hafi augljóslega beðið þess að annað heimilisfólk væri sofnað og síðan látið til skarar skríða. „Líf mitt var ömurlegt þeg- ar hann var heima. Ég var bara barn en hann notaði mig eins og ég væri eigin- kona hans. Ég var haldin bæði viðbjóði og skömm á þessu athæfi. Seinna sagði systir mín mér að hún hefði vaknað þegar hann kom til að nota mig. En hún þorði hvorki að hreyfa legg né lið og sagði ekkert fyrr en löngu síðar þegar málið kom upp. Hún vildi ekki ganga á mig en beið eftir að ég talaði við hana. Það voru mínar bestu stundir þegar hann fór út á sjó og fjölskyldan varð aft- ur eðlileg,“ segir hún. Næstu árin hélt misnotkunin áfram og stúlkan segist hafa þurft að þjóna fósturföður sínum heima og um borð í skipi hans. „Mömmu grunaði þetta og hún gekk á mig. Ég þorði ekki að segja henni frá þessu minnug þess að fósturfaðir minn hafði sagt að það gæti kostað hana lífið. Hún gekk líka á eiginmann sinn en hann harðneitaði sök. Þrátt fyrir að hvorugt okkar vildi segja neitt þá held ég að hún hafi vitað hvers eðl- is var en ekki viljað trúa því,“ seg- ir hún. Konan segir að misnotkunin hafi átt sér stað víðar en á heimil- inu í þorpinu fyrir austan. Hún rifjar upp atvik í Reykjavík þar sem hún var ásamt systkinum sín- um og fósturföður. Þau dvöldu þá á heimili fósturömmu hennar. „Um hádegisbil einn daginn sagði hann mér að ég yrði að fara í bað. Gamalkunnur viðbjóður og skelfing helltist yfir mig. Hann lét yngri systkini mín hafa peninga og sagði þeim að fara út í sjoppu. Svo fór hann með mig inn í bað- herbergi, lét renna í baðið, og svalaði fýsnum sínum. Á meðan þetta stóð yfir var fósturamma mín grunlaus í eldhúsinu,“ segir konan. Þungunarpróf Þegar misnotkunin hafði staðið í fjögur ár grunaði stúlkuna eitt sinn að hún væri með barni. Hún sagði fósturföður sínum frá grun- semdunum. „Honum brá þegar ég sagði honum að ég hefði ekki verið með neinum strákum. Svo pantaði hann tíma fyrir mig hjá lækni og sagði mér að ég yrði að fara í þungunar- próf. Hann lagði mikla áherslu á að ég segði ekki frá því hver væri hugsanlega faðirinn. Þess í stað átti ég að segja að það væri strák- ur sem ég vildi ekki nafngreina. Fósturfaðir minn fór með mér til læknisins til að gæta þess að ég færi rétt með leikritið sem hann hafði samið. Læknirinn spurði mig spurninga og ég fann að hann grunaði hvernig í málum lá. Fóst- urföður mínum létti mjög þegar á daginn kom að ég var ekki ólétt,“ segir konan. Hún segir að margir í þorpinu hafi haft grun um það árum saman hvernig fósturfaðirinn hefði mis- notað hana. Komið hafi á daginn seinna að orðrómurinn hafi náð langt út fyrir fjölskylduna. „En það var þegjandi samkomulag um að gera ekkert í málinu. Á meðan þessu fór fram þagði allt þorpið,“ segir konan. Hún sagði að þessir atburðir hefðu komið upp í huga hennar á hverjum degi. Nokkru eftir þung- unarprófið flutti fjölskyldan suður og þar hélt misnotkunin áfram. „Þessu lauk ekki fyrr en ég strauk að heiman. Ég var nýút- skrifuð úr grunnskóla og eftir prófin ákvað ég að það væri nóg komið og strauk að heiman. Við bjuggum þá í Þorlákshöfn og ég fór til afa míns á Stöðvarfirði. Fósturfaðir minn hringdi austur og vildi fá mig heim aftur. Ég sagði honum í símann að ég kæmi ekki til baka nema að hann léti mig framvegis í friði,“ sagði hún. Eftir að stúlkan sneri aftur heim úr strokinu árið 1988 lét fóst- urfaðir hennar hana í friði. Hún segir að maðurinn hafi eflaust gert sér grein fyrir því að ef hann héldi áfram myndi það enda með því að hún segði frá. „Ég var orðin of sterk fyrir hann og því lauk þessu eftir að ég kom heim aftur. En hann hélt áfram að vera sami harðstjórinn á heimilinu og var oftast drukkinn þegar hann var heima,“ segir hún. Þremur árum eftir að misnotk- uninni lauk skildu hann og móðir stúlkunnar. Hjónabandið var í raun löngu brostið þegar hjónin slitu samvistir árið 1992. Þá var stúlkan 19 ára og orðin móðir. „Ég eignaðist stúlku árið 1991. Mér varð stundum hugsað til þess með hrolli hvort hann myndi ekki misnota hana þegar hún yrði eldri. En það kom reyndar ekki til þess. Hann hélt sambandi við okkur mæðgurnar en það dró ekki til tíð- inda fyrr en árið 1996 þegar dóttir mín var fimm ára. Þá leigði ég íbúð ásamt systur minni. Eina nóttina bankaði hann upp á. Ég hleypti honum inn og sá að hann var drukkinn. Þarna reyndi hann að komast yfir mig í síðasta sinn. Ég stóðst áhlaup hans og skipaði hon- um að hafa sig á dyr. Hann fór og SIGURVEGARI Rúmum áratug eftir að konan var misnot- uð um árabil ákvað hún að kæra. Hún segist í dag geta lifað við þessa atburði sem þó gleymist henni aldrei. Hæstiréttur felldi í vor þyngsta dóm Íslandssögunnar í máli barnaníðings. Maðurinn, sem misnotaði fósturdóttur sína um árabil, var dæmdur til að greiða milljón krónur og sitja inni á sjötta ár. Hann stakk af úr landi. Stúlkan segir sögu af kynferðislegri misnotkun sem hófst þegar hún var níu ára. MISNOTAÐ BARN Þessi mynd er tekin um það leyti sem misnotkun- in hófst. Stúlkan var að- eins níu ára og móðir hennar á fæðingardeild þegar fósturfaðirinn lét til skarar skríða. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI Þorpið þagði „Ég mun aldrei fyrirgefa manninum. Með ógeðslegu at- hæfi sínu hrifsaði hann frá mér barnæskuna,“ segir 29 ára kona sem árið 2000 kærði fósturföður sinn fyrir kynferðislega misnotkun sem stóð allt frá því hún var níu ára og þar til hún var 15 ára. Eftir að hafa þagað yfir málinu í 12 ár ákvað hún að kæra mál fósturföðurs- ins. Hún hafði lifað með þessum atburðum alla tíð og þeir hurfu ekki úr huga hennar.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.