Fréttablaðið - 07.12.2002, Page 25
25LAUGARDAGUR 7. desember 2002
þar með lauk þessu endanlega,“
segir hún.
Stúlkan bjó með barnsföður sín-
um í nokkur ár. Upp úr því sam-
bandi slitnaði.
„Ég var ekki tilfinningalega í
neinu ástandi til þess að axla þær
skyldur sem fylgdu sambúðinni.
Skuggarnir fylgdu mér og settu
mark sitt á samband mitt við
barnsföður minn. Við slitum sam-
búðinni árið 1993 og það var ekki
síst mér að kenna,“ segir hún.
Eftir skilnaðinn einbeitti hún
sér að uppeldi dóttur sinnar.
Dóttirin var lifandi eftirmynd
móður sinnar og minningarnar frá
barnæskunni komu yfir móðurina.
„Ég fékk hroll þegar ég hugsaði
til þess að þetta sama gæti komið
fyrir dóttur mína. Þegar hún var
níu ára gat ég varla snert hana og
var kuldaleg við barnið. Þetta var
afleiðing af því sem stjúpfaðir
minn hafði gert mér og ég áttaði
mig á því og hlúði að sambandi
okkar,“ segir konan.
Hún segir að misnotkunin hafi
stöðugt leitað á hugann og hún
fann þörf til þess að gera upp mál-
in til að öðlast hugarró.
„Sjálfsmynd mín var í molum.
Ég hugsaði oft um að kæra hann en
einhvern veginn hafði ég mig ekki
í það. Árið 1999 leitaði ég til Stíga-
móta eftir að ég hafði verið hvött
til þess. Ég hafði sagt frænku
minni frá misnotkuninni og hún
sagðist hafa séð á mér einkenni
þess að ég hefði lent í þessu. Hún
hafði sjálf verið misnotuð sem
barn og þekkti einkennin. Skömm
mín kom upp í hugann reglulega
og ég gerði allt til þess að fela líð-
an mína. Innan um fólk var ég með
grímu og brá mér gjarnan í hlut-
verk trúðsins til að fela sársauk-
ann sem bjó innra með mér. Ég fór
í fyrsta viðtalið með hálfum huga
og fannst ég ekki eiga erindi þang-
að,“ segir hún.
Hún fór ekki aftur á fund Stíga-
mótakvenna fyrr en ári síðar. Þá
áttaði hún sig á því að leiðin til að
lögsækja manninn væri fær.
„Þær gerðu mér grein fyrir því
hvernig kæruferlið væri og hve
erfitt það væri. Augu mín opnuð-
ust fyrir því að kannski yrði hægt
að ná fram réttlætinu og ég tók af
skarið og kærði,“ segir hún.
Fósturfaðirinn kærður
Í júní árið 2000 kærði hún fóstur-
föður sinn og tilnefndi vitni. Þeirra
á meðal voru systir hennar og móð-
ir. Hún hafði þá opnað sig fyrir fjöl-
skyldu sinni og sagt þeim allt af
létta. Ríkissaksóknari ákvað í fram-
haldinu að gefa út ákæru á mann-
inn. Maðurinn harðneitaði sök og
sagði að málið allt væri uppspuni.
Meðal þeirra gagna sem lögð voru
fyrir héraðsdóm var læknisskýrsl-
an frá því stúlkan fór í þungunar-
prófið 13 ára gömul.
„Það var stórt skref að kæra og
mér létti þegar kæran hafði verið
skráð. Það erfiðasta var að mæta
fyrir héraðsdóm og segja frá þar.
Fósturfaðir minn var þarna og lög-
fræðingur hans gerði allt sem
hann gat til að rugla mig í ríminu
með undarlegum og lævíslegum
spurningum. En það breytti engu
og maðurinn sem rændi mig barn-
æsku minni var dæmdur sekur og
gert að sæta fangelsi í þrjú og
hálft ár og greiða mér bætur. Þetta
var ákveðinn sigur en ég hafði þó
aldrei ætlað mér að fá bætur. Fyrst
og fremst vildi ég að hann yrði
settur í fangelsi fyrir þann hryll-
ing sem hann hafði valdið mér ,“
segir hún.
Fósturfaðirinn ákvað að áfrýja
niðurstöðu héraðsdóms til Hæsta-
réttar. Þar var dómur undirréttar
ekki aðeins staðfestur heldur var
refsingin þyngd. Manninum var
gert að sæta fangelsi í fimm og
hálft ár og greiða fósturdóttur
sinni milljón krónur í bætur.
„Mér fannst sem réttlætinu væri
fullnægt. Þetta er þyngsti dómur
sem kveðinn hefur verið yfir barna-
níðingi og svo sannarlega verð-
skulduð málagjöld,“ segir hún.
Misnotkun í sama þorpi
Á meðan á málarekstri konunn-
ar á hendur fósturföðurnum stóð
kom upp sambærilegt mál sem
hún segir að hafi næstum fengið
blóðið til að frjósa í æðum sínum.
„Í sama þorpi og misnotkun mín
hófst kom upp mál þar sem stjúp-
faðir misnotaði sex ára dóttur sína
og smitaði hana af tveimur kyn-
sjúkdómum. Þetta var átján árum
eftir að ég lenti í því sama og þessi
litla stúlka. Ég þekkti gerandann,
sem varði sig með því að barnið
hefði viljað þetta. Það eina góða
við það mál er að strax var tekið á
því og sú stúlka þarf ekki að þjást
í mörg ár eins og ég og maðurinn
var dæmdur af Hæstarétti í
þriggja og hálfs árs fangelsi,“ seg-
ir hún.
Konan segir að þrátt fyrir að
henni hafi verið dæmdar bætur úr
hendi stjúpföður síns þá hafi hún
ekki talið vera mikla von til þess að
hann borgaði nokkurn tíma þá upp-
hæð.
„Hann er búinn að vera gjald-
þrota árum saman og því ekki lík-
legt að hann borgaði. Sigurinn er
fyrst og fremst fólginn í því að
hann fer í fangelsi,“ segir hún.
Í júlí síðastliðnum var ákveðið
að kalla manninn inn til afplánun-
ar. En þá var hann farinn úr landi.
„Mér er það óskiljanlegt að slíkt
skyldi geta gerst. Hann er með
þennan dóm á bakinu en kemst
samt undan,“ segir konan.
Hún leitaði á náðir dómsmála-
ráðuneytisins vegna skaðabótanna
sem Hæstiréttur dæmdi henni.
Nýlega voru sett lög sem gera rík-
inu skylt að greiða þolendum kyn-
ferðisafbrota út bætur ef gerend-
urnir væru ekki borgunarmenn.
„Svarið var að of langt væri um
liðið frá því þetta gerðist og ráðu-
neytið hafnaði því að greiða mér
þessar bætur. Það kemur mér svo
sem ekki á óvart að fá ekki þessi
peninga en ég er undrandi á því að
maðurinn skuli sleppa úr landi.
Hann hefur þegar sett mark sitt á
allt mitt líf og enn líður ekki sá
dagur að mér verði ekki hugsað til
hryllingsatburða æsku minnar.
Það er Stígamótum að þakka að ég
hef gert upp málið innra með mér
og get lifað með því en það mun
lifa með mér til æviloka. Krafa
mín er sú að hann verði látinn
gjalda fyrir illvirki sín,“ segir kon-
an sem frá níu ára aldri var mis-
notuð af fósturföður sínum á neð-
an þorpið þagði.
rt@frettabladid.is
Ég var bara barn
en hann notaði mig eins
og ég væri eiginkona hans“
,, ÁHYGGJULAUST BARNÞessi mynd var tekin ári áður
en þeir atburðir sem lýst er í greininni
gerðust.. Næstu jól var martröðin
orðin að veruleika.