Fréttablaðið - 07.12.2002, Blaðsíða 32
ÚTIVIST
11.00 Gigtarfélag Íslands stendur fyrir
gönguferð um Laugardalinn.
Gengið verður frá húsakynnum
félagsins að Ármúla 5 og í um
klukkutíma.
FUNDIR
13.00 Kjördæmisþing Vinstrihreyfing-
arinnar - græns framboðs í
Norðvesturkjördæmi verður hald-
ið í Munaðarnesi í Borgarfirði.
14.00 Davíð Ottó Arnar ver doktorsrit-
gerð sína The Cardiac Pukinje
System and the Ventricular
Tachyarrhythmias of Ishchemia
and Reperfusion við læknadeild
Háskóla Íslands. Doktorsvörnin fer
fram í Hátíðasal Háskóla Íslands
og er öllum heimill aðgangur.
UPPÁKOMUR
10.00 Opið hús verður í glerblásturs-
verkstæðinu á Kjalarnesi. Verk-
stæðið er staðsett milli Klébergs-
skóla og Grundarhverfis.
11.00 Upplestur verður í bókabúð Máls
og menningar á Laugavegi. Krist-
ín Steinsdóttir kemur og les upp
úr bókinni sinni Engill í vestur-
bænum og lesið verður úr Jólin
koma eftir Jóhannes úr Kötlum og
fleiri jólasögur.
12.00 Þóra Sigurþórsdóttur leirlistar-
kona verður með opið hús á
vinnustofu sinni á Hvirfli í Mos-
fellsdal.
14.00 Árlegur jólabasar Kristniboðsfé-
lags kvenna í Reykjavík verður í
Kristniboðssalnum, Háaleitis-
braut 58-60, 3. hæð.
14.40 Tendrað verður á vinarbæjar-
jólatrénu á túninu við Listasafnið
og Menningarmiðstöðina í Kópa-
vogi. Kór Kársnesskóla flytur jóla-
lög og jólasveinarnir koma í
heimsókn og gleðja bæjarbúa.
20.00 Matur og tónlist frá frönskumæl-
andi Norður Afríku verða kynnt í
Alliance française.
OPNUN
17.00 Sýningin Reyfi opnar í Gallerí
Skugga, Hverfisgötu 39. Myndlist-
arkonurnar Anna Þóra Karlsdóttir
og Guðrún Gunnarsdóttir vinna
saman undir nafninu Tó-Tó og á
sýningunni sýna þær flókareyfi úr
lambsull. Sýningin stendur til 22.
desember og er opin alla daga
nema mánudaga frá kl. 13 - 17.
15.00 Ólöf Kjaran opnar sýningu í
Rauðu stofunni í Galleríi Fold við
Rauðarárstíg. Sýninguna nefnir
listakonan Undir og ofan á. Sýn-
ingin stendur til 13. desember.
TÓNLEIKAR
12.00 Eyþór Ingi Jónsson organisti
heldur hádegistónleika í Akureyr-
arkirkju. Á efnisskrá tónleikanna
verða verk eftir Emil Sjögren, Oli-
vier Messiaen og Stephen Ing-
ham. Lesari á tónleikunum er
Heiðdís Norðfjörð. Aðgangur að
tónleikunum er ókeypis og eru
allir velkomnir.
12.30 Viola da gamba félagið heldur
sína fyrstu tónleika í listasafni
Ásmundar Sveinssonar í Sigtúni
í Reykjavík.
13.00 Tónleikarnir Syngjandi jól verða
haldnir í Hafnarborg. Fram koma
22 kórar og sönghópar, alls um
800 söngvarar.
14.00 Það á að gefa börnum brauð er
yfirskrift tónleika forskólabarna
hjá Tónskóla Sigursveins sem
verða í Seljakirkju. Flutt verða tvö
af Jónasarlögum Atla Heimis
Sveinssonar og jólalög frá ýmsum
löndum. Flytjendur eru kór, blokk-
flautukór og slagverkssveit for-
skólanema ásamt hljómsveit skip-
uð nemendum skólans.
16.00 Edda Hrund Harðardóttir sópran
og Richard Simm píanóleikari
halda söngtónleika í Salnum sem
þau kalla Tónar Evrópu.
17.00 Kvennakórinn Kyrjurnar heldur
sína árlegu jólatónleika í Seltjarn-
arneskirkju.
17.00 Jólatónleikar Söngseturs Estherar
Helgu undir yfirskriftinni Jólin
koma verða haldnir í Digranes-
kirkju.
LEIKHÚS
13.00 Jólarósir Snuðru og Tuðru eru
sýndar í Möguleikhúsinu. Uppselt.
14.00 Karíus og Baktus eru sýndir á
Stóra sviði Þjóðleikhússins.
14.00 Benedikt Búálfur er sýndur í
Loftkastalanum.
14.00 Kardemommubærinn er sýndur
hjá Leikfélagi Hveragerðis. Örfá sæti
laus.
15.00 Jólagaman, jólasveinakvæði Jó-
hannesar úr Kötlum, er sýnt á Nýja sviði
Borgarleikhússins.
15.15 Jólarósir Snuðru og Tuðru eru
sýndar í Möguleikhúsinu. Uppselt.
16.00 Kardemommubærinn er sýndur
hjá Leikfélagi Hveragerðis. Aukasýning.
Uppselt.
20.00 Hættu að telja, sýning Halla og
Ladda, er í Loftkastalanum.
20.00 Með fulla vasa af grjóti er sýnt á
Litla sviði Þjóðleikhússins.
20.00 Honk! Ljóti andarunginn er
sýndur á Stóra sviði Borgarleikhússins.
Kvöldsýning.
20.00 Jón og Hólmfríður eru sýnd á
Nýja sviði Borgarleikhússins.
20.00 Grettissaga er sýnd í Hafnarfjarð-
arleikhúsinu. Nokkur sæti laus.
20.30 Hljómsveitin sjónleikur í einum
þætti er sýndur hjá Leikfélagi Kópavogs.
23.00 Kvetch er sýnt í Vesturporti.
TÓNLIST
22.00 Harmonikkuball verður haldið í
Ásgarði, Glæsibæ.
Valíum leikur á Ara í Ögri
Geir Ólafsson og furstarnir spila á
Ásláki, Mosfellsbæ.
Rokkslæðan spilar á Vídalín.
Stuðmenn spila í Sjallanum á Akureyri.
Sixities spilar á Players Kópavogi.
Sváfnir Sigurðsson spilar á Café Catal-
inu.
Ray Roman og Mette Gudmundsen
spila á Café Romance.
Mát spilar á Catalínu.
Hilmar Sverrisson og Ari Jónsson spila
í Fjörugarðinum.
Írafár spilar á Gauki á Stöng.
Stórsveit Ásgeirs Pálssonar spilar á
Gullöldinni.
Flauel spilar á Hótel Stykkishólmi.
Logar spila á Inghóli.
Traffic spilar á Kaffi Duus, Keflavík.
Jonni í Holti spilar á Kaffi Læk, Hafnar-
firði.
KGB spilar á 22.
32 7. desember 2002 LAUGARDAGUR
LAUGARDAGUR
7. DESEMBER
hvað?
hvar?
hvenær?
Hliðraði ögn
til sannleikanum
Edda Hrund Harðardóttir sópransöngkona heldur sína fyrstu tón-
leika hérlendis í dag, en hún hóf söngnám aðeins fjórtán ára gömul.
Tónleikarnir verða í Salnum í Kópavogi.
Edda Hrund Harðardóttirsópransöngkona heldur tón-
leika í Salnum í Kópavogi klukkan
16 í dag. Edda var barnung þegar
hún hóf söngnám sitt í Söngskóla
Reykjavíkur undir handleiðslu
Þuríðar Pálsdóttur, Ásrúnar Dav-
íðsdóttur og Jórunnar Viðar. „Ég
var sísyngjandi sem krakki og
einhvern tíma stillti mamma mér
upp við píanóið og lét mig syngja
með Diddú,“ segir Edda Hrund og
hlær við tilhugsunina. „En þegar
ég var fjórtán ára kom systir mín
heim einn daginn og sagði mér að
áheyrnarprufur stæðu yfir í
Söngskólanum. Ég lét eftir fortöl-
ur til leiðast að fara, aldurstak-
marið var nú til dæmis 16 ára og
ég ekki nema 14, þannig að ég
hliðraði eitthvað til sannleikanum
áður en ég söng. En þau sem
hlustuðu voru ánægð með mig og
þegar ég var búin að játa allt var
ég engu að síður samþykkt inn í
skólann.“ Edda Hrund lauk svo
sjöunda stigi frá Söngskólanum
árið 1998. Þá hafði henni boðist að
hefja nám við Royal Academy of
Music. Hún útskrifaðist þaðan
vorið 2002 með B.Mus.-gráðu í
tónlist ásamt söngkennaraprófi
með ágætiseinkunn. Nú vinnur
hún að postgraduate diploma í
söng í sama skóla, sem lýkur með
útskriftartónleikum sumarið
2003.
Eddu hefur gengið mjög vel í
náminu í London og líkar vel að
búa þar. „Margir kalla London
sjúkdóm,“ segir hún hlæjandi.
„Fyrst er hún yfirþyrmandi og
maður þarf að venjast mann-
mergðinni. En svo verður maður
eiginlega háður henni. Það er
alltaf svo mikið um að vera í
London og gríðarlegt framboð af
tónleikum og menningu.“
Richard Simm spilar með
Eddu á tónleikunum í dag. Þau
bjóða upp á dagskrá sem þau
kalla Tóna Evrópu. Á efnis-
skránni eru verk eftir Handel,
Mahler, Jón Ásgeirsson, Ravel,
Puccini, Poulenc, Tchaikovsky og
Bellini. ■
EDDA HRUND HARÐARDÓTTIR
Var sísyngjandi sem barn og hefur nú
lokið söngnámi aðeins 22 ára gömul.
Tónleikar í Salnum.
Jólaveisla fyrir
alla fjölskylduna
TÓNLIST Kammerhópur Salarins
býður stórfjölskyldunni til
klassískrar jólaveislu klukkan
16 á sunnudag. Þar ætlar KaSa-
hópurinn að flytja vinsæl
kammerverk og jólalög, en í
hópnum eru að þessu sinni Nína
Margrét Grímsdóttir á píanó,
Peter Máté á píanó, Áshildur
Haraldsdóttir á flautu, Auður
Hafsteinsdóttir á fiðlu, Sif M.
Tulinus á fiðlu, Helga Þórarins-
dóttir á lágfiðlu, Sigurður
Bjarki Gunnarsson á selló og
Bryndís Halla Gylfadóttir á
selló. Aðgangur er ókeypis fyrir
yngri en 20 ára og eldri en 60
ára. Nói&Síríus bjóða upp á
jólakonfekt og Kökuhornið í
Kópavogi býður upp á jóla-
smákökur frá kl. 15.30. Jóla-
sveinninn mætir að sjálfsögðu á
staðinn.
Bóka þarf fría aðgöngumiða
fyrir fram en á tónleikadag fá
þeir miða sem mæta fyrstir.
Flytjendur sjá um tónleika-
spjall og verslunin 12 Tónar
verður með kynningu í anddyri
Salarins. ■
KASA-HÓPURINN
Býður til jólaveislu í Salnum í Kópavogi í dag.