Fréttablaðið - 11.12.2002, Page 6

Fréttablaðið - 11.12.2002, Page 6
6 11. desember 2002 MIÐVIKUDAGUR VIÐSKIPTI VEISTU SVARIÐ? Svörin eru á bls. 31 1. 2. 3. Jimmy Carter hlaut friðarverð- laun Nóbels í gær. Hver hlaut friðarverðlaunin í fyrra? Hvaða skáld hlaut íslensku bjartsýnisverðlaunin í ár? Hvað heitir nýr fjármálaráðherra Bandaríkjanna? GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 84.33 -0.18% Sterlingspund 133.43 0.17% Dönsk króna 11.51 0.14% Evra 85.46 0.14% Gengisvístala krónu 127,45 0,09% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 316 Velta 3.413 milljónir ICEX-15 1.322 0,16% Mestu viðskipti Fjárfest.fél. Straumur hf. 378.395.891 Kaupþing banki hf. 355.302.336 Vátrygg.fél. Íslands hf. 188.227.500 Mesta hækkun Íslenskir aðalverktakar hf. 8,62% Þorbjörn Fiskanes hf. 5,66% Vinnslustöðin hf. 5,00% Mesta lækkun SR-Mjöl hf. -4,23% Jarðboranir hf. -4,05% Marel hf. -1,67% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ*: 8501,4 0,3% Nasdaq*: 1387,2 1,5% FTSE: 3927,2 -0,2% DAX: 3320,9 0,5% Nikkei: 8804,5 -0,3% S&P*: 896,4 0,5% WASHINGTON, AP George W. Bush Bandaríkjaforseti ætlar að hressa upp á ímynd sína í efnahagsmálum með því að skipta um flesta helstu lykilmenn sína í þeim málum. John W. Snow er tekinn við embætti fjármálaráðherra í stjórn Bandaríkjanna af Paul O’Neill, sem sagði af sér í síðustu viku. O’Neill þótti einum of heiðarlegur í starfi og missti út úr sér eitt og annað sem ekki var til þess fallið að treysta trú Bandaríkjamanna á efnahagsmálum eða efnahags- stefnu forsetans. Bæði O’Neill og Larry Lindsey, helsti efnahagsráðgjafi forsetans, voru beðnir að segja af sér á föstu- daginn var. Ekki er enn vitað hver kemur í staðinn fyrir Lindsey. Snemma í síðasta mánuði hættu þrír aðrir embættismenn, sem all- ir voru háttsettir í efnahagsmál- um. Þetta voru þeir Harvey Pitt, yfirmaður bandaríska verðbréfa- eftirlitsins SEC, Robert Herdman, yfirendurskoðandi hjá SEC, og William Webster, yfirmaður eftir- litsnefndar með endurskoðunar- málum. Demókratar segja þessi manna- skipti til marks um að stefna stjórnarinnar í efnahagsmálum hafi verið í molum. ■ VIÐSKIPTI Sænska fjármálaeftirlit- ið hefur samþykkt yfirtöku Kaup- þings á sænska bankanum J.P. Nordiska. Þar með er ekkert því til fyrirstöðu að skrá Kaupþing í kauphöllinni í Stokkhólmi. Í næstu viku munu þau 86% hlut- hafa J.P. Nordiska sem tóku til- boði Kaupþings fá afhent bréf í félaginu. Við það verða hluthafar Kaupþings orðnir sextán þúsund. Í framhaldi af því munu við- skipti hefjast með bréf Kaupþings á sænska markaðnum. Dagsetn- ing verður ákveðin í samráði við sænsku Kauphöllina. Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings, segir yfirtökuna gefa Kaupþingi sterka stöðu á sænska markaðnum. „Kaupþing færist nær því markmiði að gera Norð- urlönd að heimamarkaði sínum.“ Hann segir mikilvægt fyrir starfsmenn fyrirtækjanna að efla bankann og skila hluthöfum góðri ávöxtun. J.P. Nordiska bankinn verður nú rekinn sem dótturfélag Kaupþings. Bréfin verða áfram skráð í kauphöllinni í Stokkhólmi, þar sem enn eru 14% hluthafa sem ekki hafa tekið yfirtökutil- boðinu. ■ DÓMSMÁL Þrír menn játuðu pen- ingafals í Héraðsdómi Reykjavík- ur í gær. Dómari sagði þá mega vænta skilorðsbundins fangelsis- dóms. Höfuðpaurinn, sem er 27 ára, sagðist hafa keypt sér tölvuprent- ara og -skanna í vor. Hann hafi eðli- lega viljað prófa möguleika þessara nýju hluta með ein- hverju flóknu prentverki. „Mér datt í hug pening- ar,“ sagði hann. Maðurinn sagðist ekki hafa ætl- að sér að koma fölsuninni í um- ferð. Hann hafi misst dómgreind- ina þegar hann reykti hass í boði kunningja síns. Sá hafi viljað nota fölsuðu peningana og fengið leyfi sitt til þess á eigin ábyrgð. Sjálfur sagðist prentaraeigandinn síðan hafa sofnað vímusvefni. Kunninginn, sem er 23 ára, fékk sextán fimm þúsund krónu seðla. Níu seðlum framseldi hann í verslunum og veitingahúsum fyrstu fimm dagana í júní. Hann er einnig ákærður fyrir að hafa átt tæp tvö grömm af hassi. Rúmri viku eftir fyrstu fölsun- arhrinuna heimsótti annar kunn- ingi höfuðpaurinn, sem þá var allsgáður að eigin sögn. Kunning- inn bað um peningalán vegna ferð- ar til Danmerkur. Þeir báru báðir að höfuðpaurinn hafi þá boðið kunningjanum að taka falsaða peningaseðla. Samtals útbjuggu þeir tveir 38 fimm þúsund króna seðla. Af þeim notaði kunninginn þrjá. Átta aðra seðla afhenti hann tveimur vinum sínum. Þeir framseldu sinn seðil- inn hvor en voru ekki ákærðir í málinu. „Ég var undir áhrifum fíkni- efna og var búinn að vera í nokkurn tíma,“ sagði seinni kunn- inginn og taldi það skýringu á þeirri „heimskulegu hugmynd“ að falsa peninga. Í gær sagðist hann hafa komið frá Danmörku fyrir viku og vera á leiðinni í langtíma áfengismeðferð í dag, miðviku- dag: „Ég get ekki meira. Það er kom- inn góður tími til að byrja upp á nýtt,“ sagði hann og svaraði spurningu um búsetu sína þannig: „Ég bý bara þar sem ég er þegar ég er þar.“ Hann er nítján ára gamall. Höfuðpaurinn er einnig ákærð- ur fyrir 0,13 grömm af amfetamíni sem fundust í veski hans. Hann sagðist ekkert kannast við efnið. Aðspurðir sögðust falsararnir engin áform hafa um frekari seðlaprentun. Það „borgaði sig ekki að gera svona hluti.“ gar@frettabladid.is Sænska fjármálaeftirlitið samþykkir: Kaupþing verður skráð í Stokkhólmi SÍÐASTI ÁFANGINN Sænska fjármálaeftirlitið hefur samþykkt yfirtöku Kaupþings á sænska bankanum J.P. Nordiska. Kaupþing verður í framhaldinu skráð í sænsku kauphöllinni. Þrír menn hafa játað fölsun 54 fimm þúsund krónu seðla. Höfuðpaurinn sagðist aðeins hafa viljað prófa nýjan tölvubúnað en síðan misst dómgreindina vegna hassneyslu. Einn maðurinn sagðist vera heimilislaus en á leið í fíkniefnameðferð: „Ég get ekki meir,“ sagði hann. Peningafölsun sögð heimska í hassvímu FIMM ÞÚSUND KRÓNU SEÐLAR Í TÖLVUSKANNA Ungur maður keypti sér skanna og prentara. Ekki leið á löngu þar til hann var handtekinn ásamt félögum sínum fyrir peningafals. Einn þeirra, sem er nítján ára, er heimilislaus og á leið í meðferð: „Ég bý bara þar sem ég er þegar ég er þar.“ Vildi prófa möguleika prentarans og datt í hug peningar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Verðmerkingar: Hrakar milli ára NEYTENDAMÁL Verðmerkingum í sýningargluggum hefur hrakað til muna frá síðasta ári samkvæmt könnun Samkeppnisstofnunar. Fyrir jólin í fyrra voru verðmerk- ingar í lagi í 57% tilfella en nú er það hlutfall komið niður í 48%. Það eru kaupmenn í Smáralind sem eru duglegastir við að verð- merkja vörur í sýningargluggum sínum. Þar eru verðmerkingar óaðfinnanlegar í 59% tilfella. Í Kringlunni eru verðmerking- ar óaðfinnanlegar í helmingi til- fella. Niðurstaðan er slökust í miðbæ Reykjavíkur þar sem finna má að verðmerkingum í 55% tilfella. ■ VERÐMERKINGUM ÁBÓTAVANT Kaupmönnum ber að verðmerkja vörur sem stillt er fram í sýningargluggum versl- ana þeirra. Samkeppnisstofnun getur beitt sektum sé það ekki gert. Bush hefur skipt um fjármálaráðherra: Andlitslyfting í efnahagsmálum BUSH OG NÝI FJÁRMÁLA- RÁÐHERRANN Bush tilkynnti á mánudaginn að John Snow yrði fjármálaráðherra í ríkisstjórn Bandaríkjanna. AP /M YN D BÍLVELTA Á AKUREYRI Jeppi valt við Hörgárbrú norðan við Akureyri um ellefuleytið í gær- morgun. Töluverð hálka var þegar óhappið átti sér stað. Ökumaður var einn í bílnum og slapp hann án meiðsla. Bíllinn skemmdist hins vegar mikið og þurfti að fjarlægja hann af vettvangi með kranabíl. ELDUR Í ÞVOTTAHÚSI Eldur kom upp í þvottahúsi Fjórð- ungssjúkrahússins á Ísafirði um hádegisbilið í dag. Kviknaði í þurrkara og höfðu starfsmenn slökkt eldinn þegar slökkvilið bar að garði. Lítið tjón varð en reykræsta þurfti. LÖGREGLUFRÉTTIR FLUGLEIÐIR INN Ekki urðu mikl- ar breytingar á úrvalsvísistölu Kauphallar Íslands við endur- ákvörðun hennar. Fyrirtækið Delta féll sjálfkrafa út úr vísitöl- unni vegna sameiningar við Pharmaco. Flugleiðir koma í stað- inn. Gengi félagsins hefur vaxið verulega, en Flugleiðir féllu úr úrvalsvísitölunni í kjölfar lækk- unar á gengi félagsins. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.