Fréttablaðið - 20.12.2002, Síða 34

Fréttablaðið - 20.12.2002, Síða 34
FUNDIR 13.00 Dr. Hörður G. Kristinson, Asst. Professor við Háskólann í Florida, heldur erindi um Rannsóknir á áhrifum kolmónoxíðs og síaðs reyks til að auka gæði og lengja geymsluþol sjávarafurða. Fyrir- lesturinn verður í fundarsal Rann- sóknastofnunar fiskiðnaðarins, 1. hæð, Skúlagötu 4, og er opinn öllum sem áhuga hafa. 17.30 Málfundur um niðurleið efna- hags heimsins og afleiðingar þess verður haldinn í Pathfinder bóksölunni, Skólavörðustíg 6b, bakatil. TÓNLEIKAR 21.00 Camerarctica heldur kerta- ljósatónleika í Hafnarfjarðar- kirkju en hópurinn hefur frá árinu 1993 haldið slíka tónleika síðustu dagana fyrir jól. Tónleikarnir eru um klukkustundar langir og í lok þeirra verður að venju leikinn jólasálmurinn „Í dag er glatt í döprum hjörtum“ eftir Mozart. 23.00 Tuttugustu og fjórðu jólasöngvar Kórs Langholtskirkju verða haldnir í Langholtskirkju. Kórinn býður tónleikagestum upp á jólasúkkulaði og piparkökur í hléi en hefð hefur skapast fyrir því hjá mörgum að koma í Langholts- kirkju og hlusta á falleg jólalög eftir búðarráp kvöldsins. 23.59 Jóel Pálsson spilar lög af plötunni Septett á Grandrokk. 1000 krónur inn. SKEMMTANIR 23.00 Breakbeat.is heldur dansiball á Flauel, Grensásvegi 7. Fram koma dj Alley Cat, dj Reynir & dj Krist- inn, dj Frímann & dj Arnar. VJ Anti Aliaz sér um sjónræna skemmt- un. Buff spilar á Hótel Egilsbúð, Neskaup- stað. Land og synir spila á Players, Kópavogi. Upplyfting spilar á Café Catalinu. Valíum spilar á Ara í Ögri. Xtravaganza - með Dj Lisa Loud verð- ur á Broadway. Aðgangseyrir er 1.800 kr. SÝNINGAR Birgir Rafn Friðriksson heldur sýning- una Án samhengis - allt að klámi í Café Presto, Hlíðasmára 15, Kópavogi. Birgir sýnir að þessu sinni 34 þurrpastel- myndir unnar á árinu 2001 og er þetta þriðja einkasýning hans á árinu. Sýning- in stendur út janúar 2003 og er opin á opnunartíma Café Presto, 10-23 virka daga og 12-18 um helgar. Myndlistasýning Bryndísar Brynjars- dóttur, Elsu Soffíu Jónsdóttur, Hilmars Bjarnasonar og Þórdísar Þorleiksdótt- ur stendur nú yfir í Bankastræti 5 (áður Íslandsbanki). Sýningin er opin mánu- daga-þriðjudaga kl. 13-18 og stendur til 23. desember. Listakonan Vera Sörensen heldur sýn- inguna „Töfrandi landslag“ í Gallerý Veru að Laugavegi 100. Sýningin er opin frá 11 til 18 og stendur út desember. Sýning Kristjáns Jónssonar myndlistar- manns stendur yfir í galleríi Sal á Hverf- isgötu 39. Þar sýnir Kristján, sem nam grafík og málaralist í Barcelona, um tutt- ugu málverk sem ýmist eru unnin með blandaðri tækni eða olíulitum. Sýningin er opin daglega frá kl. 17 til 19. Ingólfur Júlíusson ljósmyndari stendur fyrir sýningunni Grænland - fjarri, svo nærri í Reykjavíkurakademíunni, 4. hæð. Sýningin er opin virka daga frá 9- 17 og stendur til 31. janúar. Sýning á útsaumuðum frummyndum Elsu E. Guðjónsson úr bók hennar Jólasveinarnir 13 stendur yfir í Bóka- safni Kópavogs. Sýningin er opin á opn- unartíma safnsins og lýkur 6. janúar. Í galleríi Halla rakara, Strandgötu 39, Hafnarfirði, gegnt Hafnarborg, sýnir Árný Birna Hilmarsdóttir landlagsmyndir unnar í gler. Hún tekur einnig þátt í al- þjóðlegu sýningunni Samtök Íslands í neðri sölum Hafnarborgar. Sýningin stendur til 22. desember. Magnús Guðjónsson og Gunnar Geir sýna í húsi Gráa kattarins, Hafnargötu 18 í Keflavík. Magnús sýnir verk sem unnin eru í grjót og smíðajárn. Gunnar Geir sýnir málverk, teikningar og lág- myndir frá ýmsum tímabilum. Sýningin stendur út desember og verður opin frá kl. 14 til 18 alla daga nema sunnudaga. Einar Hákonarson og Óli G. Jóhanns- son sýna verk sín í Húsi málaranna við Eiðistorg. Í nýjum sýningarsal í Húsi mál- aranna sýna Bragi Ásgeirsson, Einar Þorláksson, Guðmundur Ármann, Jó- hanna Bogadóttir og Kjartan Guðjóns- son. Sýningin stendur til 23. desember og er opin frá 14 til 18 fimmtudaga til sunnudaga. Sýning á frummyndum Brians Pilk- ington úr bókinni Jólin okkar stendur yfir í Hafnarborg. Sýningin stendur til 22. desember. Guðjón Ketilsson sýnir á myndvegg skartgripaverslunarinnar Mariellu á Skólavörðustíg 12. Sýningin stendur til 5. janúar. Í hers höndum er yfirskrift á sýningu sem stendur yfir í Borgarskjalasafni Reykjavíkur, í Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, 6. hæð. Sýningin er opin alla daga klukkan 12-17 og stendur til 2. febrúar. Hrafnkell Birgisson hönnuður heldur sýningu á verkum sínum í Kaffitári, Bankastræti 8. Sýningin er opin frá 7.30 til 18.00 og stendur til 10. janúar. Sýningin Reyfi stendur yfir í Gallerí Skugga, Hverfisgötu 39. Myndlistarkon- urnar Anna Þóra Karlsdóttir og Guðrún Gunnarsdóttir vinna saman undir nafn- inu Tó-Tó og á sýningunni sýna þær flókareyfi úr lambsull. Sýningin stendur til 22. desember og er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13-17. Sýning á málverkum Aðalheiðar Val- geirsdóttur stendur yfir í Hallgríms- kirkju í Reykjavík. Á sýningunni eru mál- verk unnin á þessu ári sérstaklega fyrir sýninguna í kirkjunni. Viðfangsefnið er Lífið, tíminn og eilífðin. Sýningin í Hall- grímskirkju er haldin í boði Listvinafé- lags Hallgrímskirkju og stendur til loka febrúarmánaðar. Sýningin Heimkoman eða: heimurinn samkvæmt ART stendur yfir í Listasafni Reykjavíkur - Kjarvalsstöðum. Sýningin samanstendur af málverkum og ljós- myndum danska myndlistarmannsins Martin Bigum frá árunum 1997-2002. Aðalheiður S. Eysteinsdóttir sýnir smá- myndir og skúlptúra sem unnin eru í anda jólanna í Kompunni, Kaupvangs- stræti 23, Listagili á Akureyri. Sýningin stendur til 23. desember og er opin alla daga frá klukkan 14 til 18. Í Hafnarborg stendur yfir sýningin “Sambönd Íslands“, alþjóðleg sýning með þátttöku erlendra listamanna sem hafa heimsótt Ísland og íslenskra lista- manna búsettra erlendis. Sýningin stendur til 22. febrúar. Samsýning Bryndísar Jónsdóttur, Ásu Ólafsdóttur, Kristínar Geirsdóttur, Magdalenu Margrétar Kjartansdóttur og Þorgerðar Sigurðardóttur, Samspil, stendur yfir í Hafnarborg. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11 til 17 og henni lýkur 22. desember. Lína Rut Wilberg sýnir olíumálverk á Café Presto, Hlíðarsmára 15, Kópavogi. Opið 10-23 virka daga og 12-18 um helgar. Sýningin Þetta vilja börnin sjá er haldin í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Sýndar verða myndskreytingar úr nýút- komnum barnabókum. Sýningunni lýkur 6. janúar 2003. Hildur Margrétardóttir myndlistarkona sýnir nokkur óhlutbundin málverk á Mokka-kaffi. Sýningin stendur til 15. jan- úar. Sýningin Milli goðsagnar og veruleika er í Listasafni Reykjavíkur. Sýningin kemur frá Ríkislistasafni Jórdaníu í Amman og er ætlað að varpa ljósi á heim araba. Sýning á nokkrum verkum Guðmundar Hannessonar ljósmyndara stendur yfir í Gallerí Fold. Sýningin nefnist Reykja- víkurminningar en myndirnar tók Guð- mundur um miðja síðustu öld í Reykja- vík. Inga Svala Þórsdóttir sýnir Borg í Lista- safni Reykjavíkur. Inga Svala fjallar um og endurvekur draumsýnina um hið full- komna samfélag. Hún leggur fram hug- mynd að milljón manna borgarskipulagi í Borgarfirði og á norðanverðu Snæfells- nesi. Hrafnhildur Arnardóttir sýnir „Shrine of my Vanity“ sem útleggst á íslensku „Helgidómur hégóma míns“ í Gallerí Hlemmi. Leiðarstef sýningarinnar er hið svokallaða IVD (intensive vanity dis- order) eða hégómaröskun en það heil- kenni verður æ algengara meðal þeirra sem temja sér lífsstíl Vesturlandabúa. Kyrr birta - heilög birta er heitið á sýn- ingu sem stendur yfir í Listasafni Kópa- vogs. Sýningarstjóri er Guðbergur Bergs- son. Stærsta sýning á íslenskri samtímalist stendur yfir í Listasafni Íslands. Sýnd eru verk eftir um 50 listamenn sem fæddir eru eftir 1950 og spannar sýning- in árin 1980-2000. Veiðimenn í útnorðri er yfirskrift á sýn- ingu sem Edward Fuglö heldur í Nor- 34 20. desember 2002 FÖSTUDAGUR FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER hvað? hvar? hvenær? Sjóðheitur og smitandi djass! „Þessi diskur er einstaklega vel heppnaður.” (Vernharður Linnet, Mbl.) Tómas R. Einarsson Vönduð karlmannsúr LAUGAVEGI 15 • Sími 511 1900 www.michelsen.biz Kíktu á úrvalið á Jólasöngvar, súkkulaði og piparkökur: Hátíðleg stemning að loknum jólainnkaupum TÓNLEIKAR Jólasöngvar Kórs Langholtskirkju hafa fyrir löngu fest sig í sessi sem fastur liður í jólaundirbúningnum. Þeir verða haldnir í tuttugasta og fjórða sinn um helgina. Jón Stefánsson kór- stjóri segir tónleikana fyrst hafa verið haldna í Landakotskirkju árið 1978. „Þetta var í raun í fyrsta skipti sem slíkir tónleikar voru haldnir. Hugmyndin að baki þeim var að gefa fólki kost á að vinda ofan af sér eftir búðarápið síðasta föstudaginn fyrir jól. Þess vegna varð Landakotskirkja fyrir valinu. Tónleikarnir urðu svo vin- sælir og eru nú haldnir þrjú kvöld í röð.“ Langholtskirkja var ekki til á þessum tíma en fyrstu tón- leikarnir voru haldnir þar í kringum 1980. „Þá komst sú hefð á að bjóða gestum heitt kakó og piparkökur í hléinu. Ástæðan var nú einfaldlega sú í upphafi að kirkjan var enn glerlaus, þannig að við horfð- um út um gluggana beint á stjörnurnar. Það var um 14 stiga frost og það var því sung- ið þangað til öllum var orðið kalt. Þá var farið í safnaðar- heimilið og fólk yljaði sér með kakói og svo var haldið áfram að syngja.“ Jón segir mikla stemningu ríkja á tónleikunum. „Við setj- um upp eins mörg sæti og við mögulega getum alls 550 og það er alltaf alveg pakkað. Sama fólkið kemur aftur ár eft- ir ár og margir hafa haft á orði við mig að jólin byrji ekki fyrr en búið sé að halda tónleikana.“ Tónleikarnir verða teknir upp og hugmyndir eru uppi um að gefa þá út á næsta ári þegar 25 ár eru liðin síðan kórinn hélt fyrstu jólasöngvana og jafn- framt 50 ára afmæli kórsins. ■ KÓR LANGHOLTSKIRKJU Syngur meðal annars syrpu af jólalögum sem útsett eru af Magnúsi Ingimarssyni fyrir kórinn þar sem Kjartan Valdemarsson, Pétur Grétarsson og Jón Sigurðsson sjá um létta jasssveiflu. Síðumúla 3-5 H e r r a n á t t f ö t Blóm og gjafavara Jólatré á góðu verði Öðruvísi blómabúð Dalvegi 32, s. 564 2480, www.birkihlid.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.