Fréttablaðið - 10.01.2020, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 10.01.2020, Blaðsíða 8
Gróðureldarnir fara illa með heimkynni dýra. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA ÁSTRALÍA Búist er við áframhald- andi eyðileggingu í Nýja Suður- Wales, Viktoríuríki og Suður-Ástr- alíu í dag. Viktoríuríki í Ástralíu lýsti aftur yfir neyðarástandi í gær vegna gróðurelda. Búist er við heitu veðri í ríkinu í dag og því mikilli eyðileggingu. Fram til þessa hafa janúar og febrúar verið þeir mán- uðir þar sem mestir gróðureldar geisa, en nú er hásumar á suður- hveli jarðar. Alls hafa 27 látið lífið í gróðureldunum í Ástralíu og tvö þúsund heimili brunnið til grunna. Búist er við áframhaldandi eyði- leggingu í Nýja Suður-Wales og Suður-Ástralíu. „Við höfum ekki séð svona mikið af eldum svo snemma sumars,“ sagði Daniel Andrews, ríkisstjóri í Viktoríuríki, við blaðamenn. „Á sama tíma höfum við aldrei séð jafn vel skipulögð og jafn áhrifarík viðbrögð við eldunum líkt og við höfum séð á síðustu vikum.“ Mikið er deilt um uppruna eld- anna, hefur sökinni meðal annars verið skellt á loftslagsaðgerðasinna. Því hefur lögreglan í Viktoríuríki hafnað alfarið og sagt engar vís- bendingar um að eldarnir í ríkinu séu af mannavöldum. Á vef lögreglunnar í Nýja Suður- Wales segir hins vegar að lögreglan hafi höfðað mál gegn 183 einstakl- ingum vegna 205 elda frá því í sept- ember. Þar af hafa 24 verið ákærðir fyrir að hafa kveikt viljandi í gróðr- inum, 53 fyrir að virða ekki eld- bann og 47 fyrir að hafa kastað frá sér sígarettum eða eldspýtum. Ekki kemur fram hvaða einstaklinga um er að ræða eða í hvaða erinda- gjörðum þeir voru. Eiga þessir ein- staklingar yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsi. CNN hefur greint frá því að maður í Nýja Suður-Wales hafi verið handtekinn fyrir að nota rafmagnsverkfæri utandyra sem munu hafa gefið frá sér neista. Veðurstofa Ástralíu gaf frá sér tilkynningu í gær þar sem kom fram að árið í fyrra hafi verið það hlýjasta í landinu frá því mælingar hófust með 41,9 gráðu meðalhita í desember. Eldarnir hafa haft mikil áhrif á dýralífið. Er talið að hálfur til allt að milljarður dýra hafi drepist. Þar hefur gróðureyðingin mikið að segja. Af þessum milljarði dýra eru rúmlega 100 þúsund kindur og kýr. Alls hafa 6,3 milljónir hektara eða 63 þúsund ferkílómetrar orðið eld- inum að bráð. Til samanburðar þá er Ísland 103 þúsund ferkílómetrar. Scott Morrison, forsætisráð- herra Ástralíu, hefur verið gagn- rýndur harðlega fyrir sein viðbrögð við eldunum. Hefur hann heitið tveimur milljörðum dala, eða 170 milljörðum íslenskra króna, til viðbótar við núverandi framlög til slökkvistarfa. Erfitt er hins vegar að slökkva eldana sjálfa og fer stór hluti slökkvistarfsins í að koma í veg fyrir útbreiðslu. arib@frettabladid.is Búist er við að eyðileggingin haldi áfram Alls hafa 27 manns látist í gróðureldum í Ástralíu og minnst hálfur millj- arður dýra drepist. Lög- regla fer hart fram gegn þeim sem kveikja elda viljandi eða af gáleysi. MIKILVÆG ÖRYGGISVIÐVÖRUN: PHILIPS AVENT-BARNAPÍUTÆKI MEÐ STAFRÆNNI MYNDAVÉL (SCD620) Philips hefur, til varúðarráðstöfunar, ákveðið að eigin frumkvæði að innkalla og skipta út Philips Avent-barnapíutækjum með stafrænni myndavél (SCD620) sem framleidd voru frá janúar 2016 til mars 2018. Vörurnar sem um ræðir bera eftirfarandi vörunúmer: SCD620. Þau tæki sem um ræðir bera raðnúmer sem byrja á eftirfarandi fjórum stöfum: - TM5AYYWWXXXXXX - TM5BYYWWXXXXXX - TM5CYYWWXXXXXX Í undantekningartilvikum getur rafhlaðan í aðalstöðinni ofhitnað þegar hún er í hleðslu. Þetta getur hugsanlega haft eldhættu í för með sér. Þú getur kannað hvort þetta á við um þína vöru með með því að hringja í norsku þjónustu- deildina í síma +47 22 97 19 50 (á milli kl. 08:00 og 16:00 að norskum tíma eða á milli kl. 07:00 og 15:00 að íslenskum tíma) með vöruna við höndina svo hægt sé að ákvarða hvaða lausn hentar þér. Ef þetta á ekki við um þína vöru getur þú haldið áfram að nota hana áhyggjulaust. Þessi innköllun að frumkvæði Philips undirstrikar áherslu fyrirtækisins á að fylgja ströngustu kröfum um gæði og áreiðanleika. Við þökkum skilninginn og biðjumst afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda. SAMFÉLAG Breska ofurfyrirsætan, leikkonan og raunveruleikasjón- varpsstjarnan Kelly Brook vill fara á skeljarnar og biðja kærasta sinn, ítölsku fyrirsætuna Jeremy Parisi, að giftast sér. Telur hún Breiða- merkursand tilvalinn til brúksins. Brook, sem varð nýlega fertug, var valin kynþokkafyllsta kona heims af tímaritinu FHM árið 2005. Hún hefur verið reglulegur gestur í þátt- um á borð við Strictly Come Danc- ing og Britain´s Got Talent og leikið í bíómyndum á borð við Piranha 3D. Brook og Parisi hafa verið par síðan 2015 og heimsóttu saman Ísland fyrir tveimur árum. Sagði hún þá að Bláa lónið væri einn af stöðunum sem hún yrði að heim- sækja áður en hún hyrfi yfir móð- una miklu. Þetta sama ár, 2018, heimsótti parið karabísku eyjuna Antigua. Þar tók Brook stóra stökkið og bað Parisi að giftast sér. Hann tók bónorðið hins vegar ekki alvar- lega. „Ég reyndi að biðja hans en hann sagði að það væri of mikið af fólki á staðnum og sagði mér að hafa hljótt,“ segir Brook í viðtali við blaðið OK! Eftir á að hyggja er hún ánægð með að ekkert hafi orðið úr bón- orðinu á þessari stundu því að það hefði sett of mikið álag á samband- ið. Núna er hins vegar rétti tíminn og hyggst hún panta aðra ferð til Íslands. – khg Ofurfyrirsæta með áform um að skella sér á skeljarnar á Íslandi Parisi og Brook á viðburði í desember. NORDICPHOTOS/GETTY Ég reyndi að biðja hans en hann sagði að það væri of mikið af fólki á staðnum og sagði mér að hafa hljótt. Kelly Brook, ofurfyrirsæta 1 0 . J A N Ú A R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.