Fréttablaðið - 10.01.2020, Page 33
KVIKMYNDIR
Cats
Leikstjórn: Tom Hoopers
Aðalhlutverk: Francesca Hayward,
Judi Dench, Robbie Fairchild, Idris
Elba, Ian McKellen
Það var forvitni frekar en tilhlökkun
sem réð förinni þegar ég klöngraðist
niður í sal fjögur í katakombunum í
Háskólabíói. Þar lá ræman Cats graf-
in eftir aðeins rúma viku í sýningu
en miðasala á myndina hefur verið
hræðileg. Gagnrýnendur erlendis
tættu myndina í sig af áfergju sem
hefur ekki sést síðan Travolta lék í
Battlefield: Earth árið 2000. Getur
þessi stjörnum prýdda mynd virki-
lega verið svona slæm?
Cats byggir á samnefndum söng-
leik Andrew Loyd Webber sem
byggði söngleikinn afar lauslega á
ljóðaflokki T.S. Eliot, Old Possum's
Book of Practical Cats. Sagan segir
frá kettinum Viktoríu sem er skilin
eftir í ræsinu af eigendum sínum þar
sem hún kynnist hinum svokölluðu
Grúttkisum. Þær eru í þann mund
að fremja hið árlega Grúttval þar
sem einn köttur er valinn til að svífa
upp í jónahvolfið þar sem hann mun
öðlast nýtt líf sem sá köttur sem hann
vill helst vera. Valið byggir á frammi-
stöðu hvers kattar í söng. Söguupp-
byggingin er því með hefðbundnara
móti.
Það fyrsta sem áhorfandinn rekur
augun í er hvað allt er ógeðslegt.
Kettirnir hafa óþægilega mennsk
einkenni á borð við höfuð, herðar,
hné og tær sem blandast einstak-
lega illa saman við veiðihár og rófu.
Þessi furðulega persónuhönnun væri
kannski ekki svo slæm ef hún væri vel
útfærð. Það er hún ekki. Andlitin eru
sérstaklega afkáraleg og þegar verst
lætur mætti halda að framleiðendur
væru að nota filter á Snapchat í stað
rándýrra tölvubrellna sem hlaupa á
milljörðum. „Búningarnir“ eru undir
áhrifum af sviðsuppsetningunni og
myndin fær því stig fyrir viðleitni
en falleinkunn fyrir útfærslu. Ofan
á allt saman er svo yfirgengilega eró-
tískur blær yfir öllu saman sem setur
óþægindin í annað veldi.
Kjötið á beinunum í hverjum söng-
leik er þó tónlistin og mörg laganna
eru ansi skemmtileg. Söngvararnir
standa sig margir með prýði og text-
arnir eru oft sniðugir. Kattaeigendur
munu örugglega tengja við lagið um
Rum Tum Tugger sem vill ólmur
fara út þegar þú hleypir honum inn,
en vill svo strax koma inn þegar þú
hleypir honum út. Það var líka gaman
að laginu um lestarköttinn Skimbles-
hanks sem heldur því fram að engin
lest á stöðinni hans fái brottfarar-
leyfi fyrr en hann sé þess fullviss að
engar mýs séu um borð. Jennifer Hud-
son ber þó af þegar hún flytur lagið
Memory, en hún gerir það af einstakri
tilfinningu og skilningi á laginu. Það
truflar þó aðeins að í gervi sínu líti
hún út eins og varúlfur.
Inn á milli eru svo einstaklega leið-
inleg lög. Ian McKellen olli miklum
vonbrigðum og það er engin afsökun
að hann sé orðinn níræður og í kisu-
líki. Eða jú, kannski.
Áðurnefnt ógeð skyggir þó á
sönginn og er ráðandi í heildarsvip
myndarinnar. Atriðið þar sem Rebel
Wilson glennir sig og sperrir áður en
hún borðar illa tölvugerða kakka-
lakka með mennsk andlit mun lík-
lega fylgja mér til dauðadags. Arnar
Tómas Valgeirsson
NIÐURSTAÐA: Þótt Cats eigi sína
spretti og sé ekki alveg jafn léleg og
allir vilja meina þá er hún samt sem
áður misheppnuð í heildina. Þó má
mæla með henni til að sjá hvað allir
eru að tala um – forvitnin drap víst
aldrei neinn.
Breimverurnar eru lentar
Francesca Hayward stendur sig vel í frumraun sinni á hvíta tjaldinu.
Hvað?
Hvenær?
Hvar?
Föstudagur
hvar@frettabladid.is
10. JANÚAR 2019
Myndlist
Hvað? Tímalaus sköpunargleði Ínúíta
Hvenær? 9.00-17.00
Hvar? Veröld - hús Vigdísar
Afrakstur samkeppni Inúíta um
listskreytingar fyrir nýju kanad-
ísku Norðurslóða- rannsóknarmið-
stöðina (CHARS) í Ikaluktutiak í
Kanada. Aðgangur er ókeypis.
Hvað? Hafið: Í minningu sjómanna
Hvenær? 16.00-18.00
Hvar? Listasalur Mosfellsbæjar,
Þverholti
Hjördís Henrysdóttir opnar
sýningu á málverkum af úfnum
sjó og bátum í háska. Aðgangur er
ókeypis og allir velkomnir.
Hvað? Útskriftarsýning Ljósmynda-
skólans
Hvenær? 17.00
Hvar? Hólmaslóð 6.
Hvað? Nokkur uppáhalds verk
Hvenær? 17.00 -19.00
Hvar? Nýlistasafnið
Sýning á verkum úr safneign Nýló.
Dans
Hvað? Argentínskur tangó
Hvenær? 21.00-24.00
Hvar? Kramhúsið, Skólavörðustíg
Opinn tími sacadas kl.21-22 og
milonga kl.22-24. Dj er Atli og
gestgjafar Jóhanna&Hallur. Opni
tíminn 2.000, milongan 1.000 kr.
Tónlist
Hvað? Paniik - melóna
Hvenær? 20.30.
Hvar? Mengi, Óðinsgötu 2
Tríó Tómasar Jónssonar spilar
tónlist eftir Tómas í opnum
útsetningum þar sem allir með-
limir eiga jafnan þátt í lokaniður-
stöðu. Miðaverð: 2.000 kr.
Aðrir viðburðir
Hvað? Jarðarfarasiðir
Hvenær? 20.00
Hvar? Lífspekifélagið, Ingólfs-
stræti 22.
Svanur B. Annasson útskýrir
kenningar Martinusar um hvað
gerist í míkróheiminum við svo-
kallaðan dauða. Opið öllum
áhugasömum.
Það verður boðið upp á argentínsk-
an tangó í Kramhúsinu í kvöld .
Bridgesamband Íslands – Síðumúla 37 – 108 Reykjavík – sími 587 9360 – www.bridge.is
Bridge gerir lífið skemmtilegra
Viltu læra bridge?
Bridgesambandið getur útvegað leiðbeinendur fyrir
hópa, fyrirtæki og skóla. Guðmundur Páll starfrækir
Bridgeskólann, þar geta þeir lært bridge sem eru að
stíga sín fyrstu skref í bridge og einnig þeir sem vilja
bæta við kunnáttu sína.
Námskeið í Bridgeskólanum hefjast 20. janúar nk.
Allir undir 25 ára aldri fá frítt á byrjendanámskeið.
Upplýsingar hjá Guðmundi Páli Arnarsyni
í síma 8985427 eða á gpa@simnet.is
Eldri borgarar spila alla mánudaga og
fimmtudaga kl. 13–17 í Síðumúla 37
Stórmót í Bridge
Reykjavík Bridgefestival
fer fram í Hörpu
30. janúar – 2. febrúar 2020,
skráning á bridge@bridge.is
Bridgefélög og klúbbar
eru starfræktir um allt land
– upplýsingar á bridge.is
Bridge sameinar aldurshópana
Bridge er gott fyrir heilsu þína
Bridge er manns gaman
„Bridge er fyrir alla“
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra setti síðustu Bridgehátíð og sagði
fyrstu sögnina fyrir Zia Mahmod heimsfrægan spilara. Allir brosandi,
já það er skemmtilegt að spila bridge
M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 21F Ö S T U D A G U R 1 0 . J A N Ú A R 2 0 2 0