Skessuhorn


Skessuhorn - 01.05.2019, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 01.05.2019, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 201918 Fjölmenn hópslysaæfing fyrir viðbragðsaðila á Vesturlandi Síðastliðinn laugardag var umfangsmikil hópslysaæfing við- bragðsaðila á Vesturlandi haldin á Snæfellsnesvegi á móts við Kaldármela. Undirbúningur að æfingunni hefur staðið í nokkra mánuði en þátt í henni tóku lögregla, björgunarsveitir, slökkvilið, sjúkraflutningafólk, Landhelgisgæslan og félagar í Rauða kross deildum. Komið var upp slysavettvangi þar sem bæði hópferðabíll og fólksbílar höfðu lent í árekstri. Voru eld- ar kveiktir á svæðinu á meðan á æfingunni stóð og allt gert til að gera æfinguna sem líkasta vettvangi raunverulegs stórslyss. Fjöldi sjálfboðaliða tók þátt og lék slasaða. Um 120 viðbragðs- aðilar tóku þátt í æfingunni sem gerir hana um leið með þeim stærri sem haldnar hafa verið á Vesturlandi. Á hópslysaæfingum sem þessum er reynt að líkja sem mest eftir raunaðstæðum á slysstað. Staðsetning æfingarinnar var talin heppileg fyrir ýmsar sakir. Hún var miðsvæðis fyrir þátt- takendur allt frá Akranesi, Borgarfirði, Snæfellsnesi og Dölum, en var til hliðar við þjóðveginn og olli því ekki miklu raski fyrir almenna umferð. Söfnunarsvæði fyrir slasaðra var komið upp í félagsheimilinu að Lindartungu og þá var aðgerðastjórn sett upp í nýrri aðstöðu á lögreglustöðinni í Borgarnesi. Þyr- la Landhelgisgæslunnar kom á svæðið og hafði það hlutverk að flytja mest slasaða frá slysavettvangi. Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð var auk þess virkjuð enda gert ef til stórslyss af þessu tagi kemur. Í lok æfingar var öllum þátttakendum boðið í súpu í Lindartungu og þar fór fram rýnifundur viðbragðsaði- la um hvernig til tókst. Kolbrún Ingvarsdóttir ljósmyndari Skessuhorns fylgdist með aðgerðum á vettvangi æfingarinnar síðastliðinn lau- gardag. Myndir hennar eru hér á opnunni. mm Kolbrún Ingvarsdóttir fylgdist með æfingunni. Ljósm. jho. Í rútunni reyndist heildartala slasaðra vera 22 einstaklingar. Fyrsti sjúklingurinn borinn úr rútunni og fluttur í Lindartungu. Sjúklingur á leið í bíl til flutnings. Tjaldi var komið upp skammt frá vettvangi slyssins þar sem áverkar sjúklinga voru ástandsmetnir fyrir flutning. Beðið átekta eftir skipunum um aðgerðir. Ökutæki á staðnum voru mörg. Hér er hluti þeirra. Læknir og sjúkraflutningamenn frá Akranesi. Á hlaðinu við Lindartungu. Samheldin fjölskylda tók þátt. Aðalsteinn og Daníel Viktor voru í hlutverki slasaðra en Guðný var á vegum RKÍ deildarinnar í Borgar- nesi. Mæðgurnar Oddný og Rósa á vettvangi í Lindartungu. Mannskapurinn í mat í Lindartungu, þeirra á meðal áhöfnin úr þyrlunni. Þessi ungi maður var í hlut- verki sjúklings sem skarst mikið á höndum. Tómas Freyr Kristjánsson sjúkraflutningamaður í Grundarfirði er hér á tali við „slasaðan“ Gunnlaug A Júlíusson, sem að vísu heldur þarna á sárinu eftir að æfingunni lauk. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri (lengst til hægri) ræðir hér við fólk í stjórnstöðinni í Borgarnesi. Ljósm. Almannavarnad. ríkislögreglustj.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.