Skessuhorn


Skessuhorn - 01.05.2019, Síða 27

Skessuhorn - 01.05.2019, Síða 27
MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2019 27 Vísnahorn Sá mikli snillingur Ragnar heitinn Böðvars- son orti um sína ljóða- gerð: Glími ég þrátt við orðsins óm, ama veldur mér hik og stam. Gamanlaust er nú fát og fum, fimi skortir í mál og rím. Annar snillingur og ekki síðri var Vilhjálm- ur Hjálmarsson frá Brekku í Mjóafirði, fyrr- um ráðherra. Hann var staðfastur bindind- ismaður og lét ekkert trufla þá sannfæringu sína. Einhverju sinni orti hann á framsóknar- samkomu þar sem menn töldu hann duglítinn við drykkju: Þrátt ég verð að þola brigsl þar sem vínið er til taks. Kaffi og vatn ég kneifa á víxl kátur verð af þessu strax. Maður var nefndur Þorbjörn og faðir hans Björn svo eftir gömlum og góðum íslensk- um sið kallaði hann sig Þorbjörn Bjarnarson. Hann varð mjög óánægður þegar fólk kallaði hann Bjarnason, og réð úr þeim vandræðum með því að taka sér nafnið „Þorskabítur.“ Hér er ein staka hans: Ég þrái allt og ekkert. Á ekkert, hef þó nóg. Ég veit ei hvað mig vantar en vantar sitthvað þó. Auðvitað getur orðið vöntunarleysisskortur á hinum ýmsustu fyrirbrigðum í veröldinni og þá þarf að bæta þar úr. Til þess voru Kaup- félögin stofnuð. Um Karl Sigtryggsson sem þá var deildarstjóri KÞ á Húsavík orkti Egill Jónasson: Enn er Karl á ferð og flakki félags til að gæta heildar, því nú er kominn naglapakki frá Noregi til söludeildar. Eitt sinn var rætt um að fyrirtæki það á Hellissandi sem Skúli Alexandersson veitti forstöðu hefði óeðlilega góða nýtingu á afla og ekki væri eðlilegt samræmi milli land- aðs afla og þess afurðamagns sem frá húsinu kæmi. Þegar Páll Pétursson á Höllustöðum heyrði þessi tíðindi orti hann: Skúli er helvíti hygginn og klár - hausinn af þorskinum risti. Það ná ekki aðrir að nýta hann skár það er nærri því betra en hjá Kristi. Á sínum tíma var það tvennt sem var hvað alvarlegast ef skorti; þurrkur og síld. Á þeim árum var kveðið í svartsýniskasti á Akureyri: Nú er loftsins ásýnd yggld, engri birtu stafar, enginn þurrkur, engin síld, allt á leið til grafar. Ekki man ég í svipinn hver orti þessa. Finnst samt að ég eigi að vita það, bara man það ekki: Alltaf hjá mér ástin vex er ég fer að hátta Þrisvar sinnum þrjátíuogsex? -Það eru hundraðogátta! Alltaf gott að vera fljótur að reikna ekki síð- ur en sá sem ort var um: Lítið í þér vitið vex þó verði limir stórir. Þegar dragast þrír frá sex þá eru eftir fjórir. Sölvi Helgason var mikill reiknimeistari á sinni tíð. Svo mikill að eitt sinn reiknaði hann tvíbura í eina svarta og var annað barnið svart og hitt hvítt en svo reiknaði hann hvíta barnið úr henni aftur og svoleiðis kúnstir hafa ekki verið leiknar síðan. Sést þar best hvað við Ís- lendingar erum alltaf fremstir (minnsta kosti miðað við höfðatölu). Samt hefur okkur held- ur farið aftur frá tímum Sölva og Magnús vinur minn Halldórsson náði ekki alveg að reikna tamninguna í þann gæðagrip sem fékk hjá honum þessi eftirmæli: Algjörlega einstakt -lán ó-, það má nú segja, enda varst þú algjör bján- i, sem varð að deyja. Álit manna á rithöfundum er vissulega svo- lítið breytilegt og ekki laust við að skoðanir geti verið nokkuð skiptar um þeirra ágæti. Bjarni frá Gröf hefur greinilega ekki verið hrifinn af þeim öllum: Eru stærsta mæða manns margir þeir sem skrifa. En allir þessir andskotans asnar þurfa að lifa. Enginn veit enn nákvæmlega hvar ham- ingjuna er að finna eða hvernig hún er í lag- inu en það getur þó verið að skáldið Georg Jón (Onni) á Kjörseyri hafi komist nær því en aðrir: Margur leitar í mikilli önn frá morgni til sólarlags, en ég held að það sé hamingja sönn ...að hlakka til næsta dags. Bjarni frá Gröf hafði hinsvegar þessa sýn á málin: Hvað stoða hallir og glóandi gull ef gleðinnar fölnað er stráið? Það bjargar svo litlu þó buddan sé full ef barnið í manni er dáið. Lengi vel var það góðra bænda siður að hafa klukkuna svona einum til tveimur tímum of fljóta til að nýta daginn betur. Jafnvel gat dottið í þá að seinka henni aðeins seinnipart dagsins ef hægt var án þess vinnufólkið veitti því athygli. Séra Tryggvi Kvaran var eitt sinn á ferð með Marka Leifa sem hafði orð á að það væri orðið „dimmt á símaklukku.“ Séra Tryggvi orti: Hné til viðar himins frú heimi er færði lukku. Drottinn hjálpi drengjum nú, dimmt er á símaklukku. Þó við bölvum oft vegakerfinu og viðhaldi þess (eða skorti á viðhaldi) er ekki þar með sagt að við vildum snúa aftur til þeirra tíma þegar vegir voru engir og brýr nánast óþekkt fyrirbrigði. Einhvern tímann fyrir 1932 var skrifað á brúarstöpul Blöndu gömlu og mikið væri nú gaman ef einhver vissi um höfund: Sólarandans ljúfust ljóð lætur gjalla tíðum, glymur Blanda ástaróð undir fjallahlíðum. Þeir eru víst ótaldir sem drukknuðu í vatns- föllum landsins áður en þau voru brúuð og svosem ekki það eina sem varð fólki að fjör- tjóni í þá tíð. Læknisþjónusta var af verulega skornum skammti ef hún var yfirleitt nokkur og tæknin nánast á núlli. Örn Arnarson orti um botnlangann: Bölvaður fari botnlanginn bæði í mönnum og konum. Það dugar ekki Drottinn minn að drepa fólkið með honum. Alltaf öðru hvoru fáum við að kjósa. Sjald- an kemur nokkuð vitrænt út úr þeim æfingum og kannske þá frekar vit-rænt en Friðbjörn í Staðartungu orti út af einhverjum kosning- um sem ég svosem man ekki eða veit ekki um hvað snerust: Vina minna vitfirring varla spáir góðu að kjósa og senda á Sambandsþing sjálfsálit í skjóðu. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Það bjargar svo litlu þó buddan sé full - ef barnið í manni er dáið Hin árlega samsýning Fornbílafj- elags Borgarfjarðar og Bifhjólajelags Raftanna verður í Brákarey í Borg- arnesi laugardaginn 11. maí næst- komandi frá klukkan 13 til 17. Þang- að eru allir velkomnir og sem fyrr er frítt inn. „Við höfum alltaf lagt mikla áherslu á að bjóða fólki upp á þennan dag án aðgangseyris til þess að fjöl- skyldufólk geti kíkt við og gert sér glaðan dag án mikilla aurasviptinga. Vöfflukaffið verður á sínum stað eins og vant er,“ segir Unnar Bjartmars- son forsprakki við skipulagningu sýningarinnar og fjelagi í Röftunum. Félögin tvö hafa staðið að þessari sýningu í sameiningu undanfarin ár en Raftar héldu sína fyrstu sýningu 2001. Húsnæði beggja félaganna í Brákarey og næsta nágrenni verður nýtt undir sýninguna og má segja að eyjan verði mikið til undirlögð þessa klukkutíma. Cadillac og torfæruhjól Í húsnæði Fornbílafélagsins verða sérstakir gestir þessa árs frá Cadil- lac klúbbnum með þó nokkuð marga lengdarmetra af bílum þeirrar teg- undar. Í húsnæði Rafta verður Vin- tage Enduro. Þar gefur að líta end- urohjól eða torfæruhjól að megn- inu til frá því upp úr 1970 og eitt- hvað fram á níunda áratuginn. Þetta eru gamlar Montesur, Maico, Honda XL og fleira í þeim dúr. „Hópurinn sem að þessu stendur er ekki ein- göngu að gera þessi hjól upp heldur eru þau einnig notuð til þess sem þau kunna best. Á Klausturskeppninni í fyrra stóðu þeir fyrir því að vera með flokk fyrir þessi gömlu hjól og vakti sýningin mikla athygli. Þar skipt- ir miklu máli að knapinn sé klædd- ur í samræmi við hjólið og þess tíð- aranda og tjaldbúðir og allur búnað- ur sé sem allra minnst frá samtím- anum. Má búast við að þessir piltar beri með sér ýmislegt fleira en hjól til sýningar,“ segir Unnar. Þá kveðst hann eiga von á góðum hópi mótor- hjólafólks af norðanverðu landinu að þessu sinni. „Hjólaklúbburinn Tían á Akureyri ætlaði að halda samkomu til heiðurs Heiðari Jóhannssyni þennan sama dag, en félagar þar ákváðu að heiðra minningu Heiðars með að fara í skemmtiferð suður fyrir heiðar. Við búumst því við dágóðum hópi frá Akureyri, Sauðárkróki og fleiri stöð- um. Það eru starfandi 80-90 klúbb- ar hjólafólks víðsvegar um landið og því útilokað annað en að einhverjir viðburðir á þeirra vegum beri upp á sama dag. Því er ánægjulegt að norð- anmenn ákváðu að slást í hópinn með okkur,“ segir Unnar. Margir með vörukynningar Þónokkur umboð og söluaðilar hafa boðað komu sína í Brákarey og eru af ýmsu tagi. „Þarna verða bæði ný tæki, fatnaður og búnaður til sölu og sýnis. Mótorhjól, fjórhjól, buggybíl- ar, drónar, kajakar, verkfæri, efna- vörur, útivistarmyndavélar, ferða- hýsi og margt fleira. Til stendur að vera með sýningu og flug á drónum klukkan 14:30 enda eru þetta tæki með gríðarlega notkunarmöguleika. Svona sýning útheimtir heilmik- inn undirbúning og eru margir sem koma að. Við mætum nú sem fyrr miklum velvilja hvar sem við kom- um enda er þessi sýning löngu búin að festa sig í sessi sem fastur liður í menningarlífinu á Vesturlandi,“ segir Unnar Bjartmarsson að endingu. mm Stórsýningin í Brákarey verður 11. maí Svipmyndir úr Brákarey á liðnum árum. Unnar Bjartmarsson hér staddur í mótorhjólaferð á Úral-hjólum um Úralfjöll í Rússlandi.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.