Skessuhorn


Skessuhorn - 06.02.2019, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 06.02.2019, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 201916 Sigurður Hjartarson er ung- ur sagnamaður frá Stóra-Kambi í Breiðuvík, fæddur á því herrans ári 1997. Foreldrar hans, Eygló Krist- jánsdóttir og Hjörtur Sigurðsson, hafa rekið hestaleigu á bænum frá 2013. Undanfarin tvö sumur hef- ur Sigurður boðið ferðafólki upp á söguferðir. Þá er riðið niður á fjör- una og þegar komið er á áningar- staðinn fara allir af baki og Sig- urður segir sögu Björns Breiðvík- ingakappa, sem er talinn hafa ver- ið fyrsti Evrópumaðurinn í Am- eríku samkvæmt heimildum Eyr- byggju. Skessuhorn hitti Sigurð í Breiðuvíkinni síðasta miðvikudag og ræddi við hann um sagnaferð- irnar, sögurnar og Björn Breiðvík- ingakappa. „Þetta eru fyrst og fremst sögu- ferðir þó það sé riðið á hestbaki. Ég byrja á grunni um Íslendinga- sögurnar almennt, segi frá því af hverju menn settust að á Íslandi og hvernig landnámsmennirnir bjuggu, þannig að fólk fái smá hug- mynd um hvernig samfélagið var á landnámsöld. Síðan er riðið af stað og þegar komið er á áningarstað- inn þá förum við af baki og ég leik sögu Björns Breiðvíkingarkappa. Á leiðinni heim tek ég við spurning- um um allt sem fólki dettur í hug, hvort sem það tengist sögunni af Birni, öðrum Íslendingasögum eða hverju sem er. Þó ég segi sjálfur frá hef ég ekki enn fengið spurningu sem ég hef ekki getað svarað,“ seg- ir Sigurður léttur í bragði í sam- tali við Skessuhorn. „Í lok ferðar er síðan boðið upp á smá matars- makk í anda Víkingatímabilsins,“ bætir hann við. Gerður að höfðingja í nýju landi Björn Breiðvíkingakappi var land- námssmaður á Kambi í Breiðuvík, sama bæ og Sigurður og foreldrar hans búa á. Jörðinni var skipt upp í Stóra og Litla-Kamb mun síðar. En það er ekki aðeins að Sigurður vilji segja sögu landsnámsmannsins á Kambi, heldur segir hann sögu Björns um margt mjög merkilega. Það sem meira er, þá tengir Sig- urður sögu hans við sögu frá Mið- Ameríku og telur miklar líkur á að hún sé um sama manninn; Björn Breiðvíkingakappa. „Það er mjög merkilegt að Aztekar eiga ritaða sögu af manni sem birtist upp úr þurru á tímum Tolteka, sem voru forverar Aztekanna í Mexíkó. Þar segir að sá maður hafi kynnt fyr- ir Toltekunum ýmsar hugmynd- ir sem eiga sér skýrar samsvaranir í norrænum heimildum, til dæm- is að þeir sem falli í bardaga fari til guðanna. Þessi maður kynn- ir þá líka fyrir nýjum bygginga- stíl, sem svipar mjög til langhúsa norrænna manna,“ segir Sigurð- ur. „Honum er lýst sem mjög ljót- um manni með gráa grímu, sem sagt grátt og mikið skegg til að fela sitt ljóta andlit,“ bætir hann við og brosir. „Indjánum Ameríku vex að jafnaði ekki mikið skegg og þetta bendir til þess að þarna hafi ver- ið um aðkomumann að ræða,“ seg- ir hann. „Þegar þessi maður deyr þá segir frá því að hann hafi kraf- ist þess að lík sitt yrði sett á skip, kveikt í og fleytt á haf út, eitthvað sem við þekkjum vel úr norrænum sið,“ segir Sigurður. Fyrsti Evrópubúinn í Ameríku En hvernig tengist þetta allt saman Birni Breiðvíkingakappa? „Í Eyr- byggju segir frá því þegar Björn var hrakinn úr landi fyrir að hafa legið með giftri konu, sem hann var ástfanginn af. Þar segir að hann hafi hrakist í vestur og fundið kon- ungsríki suðvestur af Írlandi þar sem hann var gerður að konungi. Það er athyglisvert að í Eyrbyggju er talað um konungsríki í Nýja heiminum, en víðast hvar í öðrum heimildum er talað um þjóðir nýja heimsins sem skrælingja. Ef það sem er ritað í Eyrbyggju er satt, þá gæti Björn hafa endað í Mexíkó, þó við getum aldrei sannað það,“ segir Sigurður sagnamaður en bætir því við að Björn sé aukapers- óna í sögunni. „Eyrbyggja og þar á meðal saga Björns Breiðvíkinga- kappa er ein af þessum gleymdu sögum. Þetta er fyrst og fremst sagan af því hvernig Snorri goði Þorgrímsson rís til valda. En það er kannski leiðinlegt að skrifa bara um einhvern stjórnmálamann, þess vegna er skrifað um fólkið í kringum hann. Björn Breiðvík- ingakappi er samkvæmt sögunni mikil hetja og það er auðvitað gert til að Snorri líti enn betur út fyrir að hafa sigrað hann,“ segir hann. „Þannig að sagan er um margt mjög áhugaverð þó hún hafi ekki fengið mikla athygli í gegnum tíð- ina. Einu sinni ákváðu Danir að nú ætluðu þeir að sanna að þeir hefðu numið Ameríku fyrstir manna. Þeir fóru því yfir allar Íslendinga- sögurnar til að leita að sönnunum. Annars vegar höfðu þeir söguna af Leifi heppna og hins vegar af Birni Breiðvíkingakappa. Þeim fannst að sagan af Birni sveipuð of miklum ævintýrablæ. Dönum fannst sagan af landnámi Leifs heppna trúverð- ugri og ýttu Eyrbyggju og sög- unni af Birni bara til hliðar, sóp- uðu henni undir teppi. Það er síð- an í rauninni ekki fyrr en nýlega að menn eru farnir að gefa Eyrbyggju og Birni Breiðvíkingakappa ein- hvern gaum,“ segir Sigurður. Íslendingasögurnar magnaðar Aðspurður segir Sigurður því fara fjarri að hann hafi alltaf haft áhuga á sagnaarfinum. „Ég hafði engan áhuga á þessu þegar ég var yngri. Það var ekki fyrr en í tíunda bekk sem áhuginn kviknaði og það er Rósu Erlendsdóttur, sem kenndi mér í Lýsuhólsskóla, að þakka. Hún kenndi okkur hvernig ætti að lesa þessar sögur og meta þær. Síð- an þá hef ég lesið næstum stans- laust,“ segir Sigurður og hlær við, „og kann orðið mikið af þessum helstu sögum, les mikið af heim- ildum í kringum sögurnar og reyni að tengja þetta saman,“ bætir hann við. „Það sem mér finnst heillandi við Íslendingasögurnar er að þær eru mikið til sögur af venjulegu fólki. Alls staðar í heiminum er að finna sögur af konungum og höfð- ingjum, en hvergi annars staðar en í Íslendingasögunum fær mað- ur jafn góða innsýn í daglegt líf venjulegs fólks. Jafnvel þó Íslend- ingasögurnar séu ekki sannar, þá eru þær skrifaðar af mönnum sem bjuggu í mjög svipuðu samfélagi og þegar þær eiga að hafa gerst. Það veitir ákveðna innsýn í líf- ið á þessum tímum, hvernig var að búa á Íslandi um 1200 og fyr- ir þann tíma, jafnvel þó söguþráð- urinn kunni að vera skáldskapur,“ segir Sigurður. „Þegar við lesum síðan verk Snorra Sturlusonar þá erum við að lesa eftir mann sem var höfðingi yfir miklu landsvæði, stjórnmálamaður og lögsögumað- ur á Alþingi, ferðaðist til Noregs og fleira. Maður fær það á tilfinn- inguna þegar maður les hans sögu að þar fari maður sem viti hvernig á að stjórna stóru landsvæði, sem gerir söguna magnaða og dásam- lega skemmtilega að lesa. En þar lesum við eftir mann sem upplifði þessa hluti fyrstu hendi og getur því skrifað frá hjartanu. Þannig er því háttað með margar fornsögur,“ segir Sigurður og bætir því við að það skipti ekki öllu máli hvort sög- urnar séu allar sannar. „Sögurnar eru alveg jafn magnaðar fyrir það. Ekkert í líkingu við Íslendinga- sögurnar var skrifað á 13. öld. Ef þær eru ekki sannar þá eru þetta fyrstu skáldsögur í hinum vest- ræna heimi og líklega besti skáld- skapur sem skrifaður hefur ver- ið, miklu skemmtilegri en Shake- speare,“ segir Sigurður léttur í bragði. „Og ef sögurnar eru ekki sannar þá veita þær engu að síður innsýn inn í samfélagið á Íslandi á þessum tíma. Þær munu ekki tapa því gildi sínu þó það komi kannski einhvern tímann í ljós að sögu- þráðurinn sé uppspuni.“ Erfitt að búa úti á nesi fyrr á öldum Næst víkur Sigurður að land- námi Íslands og minnist á að ut- anvert Snæfellsnes hafi verið með síðustu stöðunum sem byggðust. „Eðlilega, því það hefur örugg- lega verið ömurlegt að búa hérna á þeim tíma,“ segir hann léttur í bragði. „Það er dásamlegt að vera hérna í dag og ég myndi ekki vilja skipta Breiðuvíkinni út fyrir nokk- urn annan stað í heiminum. En ef ég hefði verið landnámsmaður og getað valið mér búsvæði hefði ég ekki valið þennan stað. Ræktar- land er mjög lítið, megnið af þeim túnum sem eru hér í dag hafa verið ræktuð í seinni tíð. Í samfélagi þar sem öll lífsgæði byggðust á lands- ins gæðum má slá því föstu að hér í Breiðuvík hafi búið bláfátækt fólk fyrr á öldum,“ segir Sigurð- ur. „Það sést kannski best seinna, í „Vafalítið ein merkilegasta persóna Íslendingasagnanna“ Sigurður Hjartarson sagnamaður segir ferðamönnum söguna af Birni Breiðvíkingakappa Í fullum skrúða hefur Sigurður undanfarin tvö sumur sagt ferðamönnum söguna af Birni Breiðvíkingakappa, sem er talinn hafa verið fyrsti Evrópumaðurinn í Ameríku. Sigurður Hjartarson, sagnamaður á Stóra-Kambi í Breiðuvík. Frá söguferð sumarið 2017. Ljósm. úr einkasafni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.