Skessuhorn


Skessuhorn - 06.02.2019, Page 1

Skessuhorn - 06.02.2019, Page 1
Skert framlag til vegabóta á Kjalar- nesi á þessu ári og því næsta mun tefja að vinna við breikkun Vestur- landsvegar um Kjalarnes hefjist af fullum þunga eins og að var stefnt í samgönguáætlun. Sigurður Ingi Jó- hannsson samgönguráðherra ákvað í liðinni viku að í stað eins milljarðs króna fjárveitingar sem ætluð var til verksins næstu tvö ár verði hún skorin niður í 400 milljónir króna. Ástæðan er að sögn ráðherra til- færsla fjármuna, en hann ítrekar að stefnt verði að verklokum á Kjalar- nesi árið 2022 eins og fram kemur í samgönguáætlun. Þessi tilfærsla fjármuna nú snýst um einn og hálf- an milljarð vanfjármagnaðra fram- kvæmda annars staðar. Meðal ann- ars til að greiða fyrir 800 milljóna króna rafvæðingu nýs Herjólfs sem er í smíðum erlendis og hins veg- ar til vegagerðar í Mosfellsbæ. Auk þess var hagræðingarkrafa í þá veru að skerða fé til málaflokksins. Þessi tilfærsla fjármuna í Kjalarnesveg nú kom þingmönnum á óvart. Það staðfesti Haraldur Benediktsson, fyrsti þingmaður NV kjördæmis, í samtali við Skessuhorn á mánudag- inn og kveðst hafa lesið um þessar breytingar í fjölmiðlum fyrir helgi. Misvísandi skýringar voru í fyrstu viku gefnar fyrir þessum tilfærslum á fé, svo sem þær að tafir hafi orðið á verkhönnun og að samningar hafi ekki náðst við landeigendur. Síðari þátturinn var svo dreginn til baka í yfirlýsingu. Viðbrögð við þeim fréttum voru hörð enda eru vega- bætur um Kjalarnes mikið tilfinn- inga- og hagsmunamál fyrir íbúa á Vesturlandi. Til að mynda brugðust forsvarmenn Akraneskaupstaðar og Borgarbyggðar strax við og sendu frá sér yfirlýsingar þar sem þeir gagnrýndu meinta töf á verkinu. Hörð viðbrögð leiddu til þess að ráðherra tók af allan vafa um verk- efnið eftir helgina: „Framkvæmd- ir við breikkun Vesturlandsvegar hefjast í haust og mun þeim ljúka á árinu 2022 eins og til hefur staðið. Þrátt fyrir tilfærslur á fjárveitingum í verkið milli ára mun verklokum ekki seinka,“ segir Sigurður Ingi Jó- hannsson samgönguráðherra í sam- tali við Skessuhorn. „Í ljósi umræðu um Vesturlands- veg um Kjalarnes átti ég fund með meirihluta umhverfis- og sam- göngunefndar og fulltrúum Vega- gerðarinnar [síðdegis á mánudag, innsk. blm.] vegna álitamála sem hafa verið í umræðunni,“ segir Sig- urður Ingi. „Tilefnið var að tryggja að þau áform, að þrátt fyrir minni- háttar breytingar á samgönguáætl- un, myndu verklok ekki tefjast og að framkvæmdirnar yrðu boðnar út á þessu ári. Áfram verður unnið að útfærslum sem leiða til þess að hægt sé að fara fyrr í endurbætur á vega- kerfinu sem verða settar fram í sam- gönguáætlun í haust,“ segir Sigurð- ur Ingi. Í samgönguáætlun er lagt upp með að vegurinn um Kjalarnes verði svokallaður 2+1 vegur, en ekki tvöfaldur með tveimur aðskildum akreinum til beggja átta. Spurður hvers vegna það er svarar ráðherra: „Það er mikil eftirspurn eftir vega- bótum víðs vegar um landið. Þetta er hins vegar ódýrara leið en tvö- földun, en við hönnun nú verður gert ráð fyrir að síðar verði hægt að tvöfalda veginn um Kjalarnes,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson í samtali við Skessuhorn. Deiliskipulag vegarins um Kjalar- nes, sem var samvinnuverkefni Vega- gerðarinnar og Reykjavíkurborgar, var staðfest síðastliðið sumar. „Síð- an hefur verkið verið í undirbúningi og stefnt er að því að bjóða út verk- hönnunina á næstunni en verkið er það viðamikið og stórt að talsverð vinna liggur í gerð útboðsgagna,“ sagði í tilkynningu frá Vegagerðinni á mánudaginn. „Reikna má með að í haust verði strax hafist handa við t.d. lagningu hliðarvega sem síðan munu nýtast til að beina umferð- inni um þegar framkvæmdir verða í fullum gangi við sjálfa breikkun veg- arins,“ segir jafnframt í tilkynningu Vegagerðarinnar. mm FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 6. tbl. 22. árg. 6. febrúar 2019 - kr. 750 í lausasölu arionbanki.is Það tekur aðeins örfáar mínútur að skrá sig í viðskipti hjá Arion banka. Af því að okkar lausnir snúast um tíma og þægindi. Þægilegri bankaþjónusta gefur þér tíma Gildir alla daga frá 11–16 ef þú sækir 1.000 KR. Lítil pizza af matseðli 0,5 lítra gos 1.500 KR. Pizza af matseðli, miðstærð 0,5 lítra gos Landnámssetur í febrúar sími 437-1600 „Farðu á þinn stað“ Í flutningi Tedda löggu föstudaginn 16. febrúar kl. 20:00 Næstu sýningar laugardaginn 23. febrúar kl. 20:00 sunnudaginn 24. febrúar kl. 16:00 Grettissaga Einars Kárasonar Ekki missa af þessari sýningu laugardaginn 9. febrúar kl. 20:00 sunnudaginn 10. febrúar kl. 16:00 Nánar um dagskrá og miðasala á landnam.is/vidburdir UPPSELT ÖRFÁ SÆTI LAUS NOKKUR SÆTI LAUS 20 ÁR Talsverðar vetrarhörkur voru í liðinni viku og frost fór víða á landinu um eða upp fyrir 20 gráðurnar, einkum inn til landsins. Við slíkar aðstæður er nauðsynlegt að muna eftir smáfuglunum. Þessa skemmtilegu mynd tók Gunnlaugur A Júlíusson, sveitarstjóri í Borgarbyggð, af grýlukertum og smáfuglum á þakbrún. Umferð um Kjalarnes í síðustu viku. Hluti framkvæmdafjár í veg um Kjalarnes „lánaður“ í annað

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.