Skessuhorn


Skessuhorn - 06.02.2019, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 06.02.2019, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 201924 Vörur og þjónusta R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 H P Pípulagnir ehf. Alhliða pípulagnaþjónusta Hilmir 820-3722 Páll 699-4067 hppipulagnir@gmail.com SK ES SU H O R N 2 01 8 TEK AÐ MÉR GARÐAÚÐUN ALLA DAGA VIKUNNAR GARÐAÚÐUN REYNIS SIG SÍMI: 899-0304 Fyrir alla vigtun Húsarafmagn Töflusmíði Iðnaðarrafmagn Bátarafmagn Bílarafmagn RAFMAGN vogir@vogir.is Sími 433-2202 VOGIR Bílavogir Kranavogir Skeifuvogir Pallvogir Aflestrarhausar Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is www.skessuhorn.is Mikil umræða hefur átt sér stað um málefni hjúkrunarheimila undan- farin ár og færist sífellt í aukana. Upp úr stendur viðvarandi skort- ur á hjúkrunarrýmum og hins veg- ar fjölþættur vandi sem af því leið- ir, en einnig fjárhagslegur rekstrar- vandi þeirra heimila sem starfandi eru. Ráðandi stjórnvöld á hverjum tíma bera við skorti á hjúkrunar- rýmum; mjög sérkennilegt vanda- mál því fjölgun þeirra er algjörlega undir sömu stjórnvöldum komin. Ekki hjálpar að stjórnvöld virðast sjá það sem vanda einhvern tíma í framtíðinni, að öldruðum fjölgi um- fram aðra aldurshópa. En sú fram- tíð er núna. Það má bezt marka á því að þrátt fyrir þá fjölgun hjúkr- unarrýma sem þó hefur orðið, þá hafa biðlistarnir ekki tæmzt nema síður sé. Það á fullkomlega við um Brákarhlíð í Borgarnesi. Brákarhlíð (DAB) var upphaflega byggt sem dvalarheimili og heim- ilisfólk alls 55 þegar flest var enda gert ráð fyrir tvíbýli í sumum her- bergjanna sem þó voru lítil. Fyrir réttum 30 árum voru fyrstu hjúkr- unarrýmin þar samþykkt, 12 alls, sem komu í stað jafn margra dval- arrýma. Þarna var eingöngu um að ræða viðurkenningu á þeirri stað- reynd að margt heimilisfólks var í brýnni þörf fyrir hjúkrunarþjón- ustu og nutu hennar við erfiðar að- stæður því húsnæðið sjálft var hið sama. Það gat ekki gengið til lengd- ar en samt og þrátt fyrir ítrekaða eftirgangsmuni stjórnenda dvalar- heimilisins, liðu tuttugu ár þar til heimild fékkst til nýframkvæmda og þá skv. svokallaðri leiguleið. Eigi að síður fjölgaði hjúkrunarrýmum nokkuð á þessu tímabili á kostnað dvalarrýma en eftir sem áður við alls óviðunandi aðstæður. Satt bezt að segja er þetta ekki falleg lesning þegar horft er til baka en mestu réð gott og hæft starfsfólk að allt lán- aðist. Svo kom að því fyrir tæpum fimm árum að tekin var í notkun ný álma búin 33 fullkomnum hjúkr- unarrýmum og í kjölfarið fylgdu breytingar og endurbætur á eldra húsnæðinu. Þannig eru nú alls yfir fimmtíu íbúðarrými í Brákarhlíð sem öll uppfylla skilyrði hjúkrun- arrýma. Þar af eru 17 rekin sem dvalarrými og 35 sem hjúkrunar- rými. Tvö rými hafa nú á annað ár verið nýtt sem biðrými tímabund- ið í þágu bráðabirgðalausnar svo- nefnds fráflæðisvanda Landsspítal- ans. Stjórnendur Brákarhlíðar hafa ítrekað leitað eftir því við stjórn- völd að fá þessi rými samþykkt var- anlega og að fjölga hjúkrunarrým- um á kostnað dvalarrýma en án ár- angurs. Stjórnvöld mega að vísu eiga það að hafa boðið eitt hjúkr- unarrými á móti hverjum tveimur dvalarrýmum. Með öðrum orðum að loka aukalega einu dvalarrými á móti hverju hjúkrunarrými sem yrði samþykkt. Svona lagað meikar ekki sens eins og sagt er á nútíma gullaldar- íslenzku. Að leggja það til að loka íbúðarrýmum sem uppfylla öll skil- yrði hjúkrunarrýma, já láta þau standa auð, er eins og að menn hafi ekki heyrt ákall samfélagsins eftir úrræðum fyrir þá einstaklinga sem eru í brýnni þörf fyrir sólarhrings umönnun á sínum efstu dögum. Stjórn Brákarhlíðar hefur ekki og mun ekki ganga að slíkum tilboð- um. En rétt er að minna á í þessu samhengi að kostnaðarauki Sjúkra- trygginga Íslands við að gera hvert dvalarrými sem þegar er til staðar að hjúkrunarrými er aðeins rúm- lega helmingur þess sem það kost- ar að reka nýtt rými í nýju húsnæði og framkvæmdakostnaður enginn. Stjórnendur Brákarhlíðar telja að vísu nauðsynlegt að heimilið hafi upp á nokkur dvalarrými að bjóða en þau séu óþarflega mörg við nú- verandi aðstæður. Þeim mætti fækka til muna og samþykkja sem hjúkrunarrými í staðinn. Með því að leggja eitt dvalarrými á móti hverju hjúkrunarrými sem sam- þykkt væri má fjölga þeim síðar- nefndu um 8-10 í Brákarhlíð. Og Brákarhlíð býr yfir fleiri möguleikum. Í nýju álmunni eru nokkur vannýtt sameiginleg rými. Þau eru þannig til komin að þegar nýja álman var byggð var það sögð afdráttarlaus stefna stjórnvalda að heildarrými fyrir hvern heimilis- mann á hjúkrunarheimilum skyldi vera 75 m2., þar af u.þ.b. helmingur einkarými. Nú hefur þetta heildar- rýmisviðmið verið lækkað í 65 m2. Það skapar svigrúm til fjölgunar hjúkrunarrýma í nýju álmunni um fjögur með nokkurra vikna fyrir- vara. Fyrir Brákarhlíð væri það sanngirnismál að orðið yrði við ósk um þá breytingu sem hér er nefnd í ljósi lækkaðs viðmiðs stjórnvalda um heildarrými fyrir hvern heim- ilismann. Nú miða Sjúkratrygg- ingar húsnæðisframlagið við lægra viðmiðið og taka því engan þátt í kostnaði við þá 10m2 sem út af standa fyrir hvert rými. Hér hefur verið vakin athygli á möguleikum til fjölgunar hjúkrun- arrýma í Brákarhlíð um ein 10 -14 rými með skjótum hætti og ým- ist með engum eða litlum stofn- kostnaði. Það virðist ekki ná eyrum þeirra sem eiga að heyra. Um það vitnar nýlegt svar heilbrigðisráðu- neytisins við tveggja ára gömlu er- indi stjórnar Brákarhlíðar. Að beita því sem rökum að ekki séu biðlist- ar eftir hjúkrunarrýmum í fjarlæg- um héruðum eru léttvæg rök gegn því að verða við óskum um fjölg- un hjúkrunarrýma í Brákarhlíð þar sem eru viðvarandi biðlistar. Sama má segja um það að beita fyrir sig fjárskorti. Ef það eru heilindi að baki fyrirheitum um fjölgun hjúkr- unarrýma í hundruðavís þá er óhjá- kvæmilegt að gera ráð fyrir rekstr- arfé til þeirra. Jón G. Guðbjörnsson. Höf. er formaður stjórnar Brákar- hlíðar hjúkrunar- og dvalarheimilis í Borgarnesi. Hjúkrunarrýmaskorturinn og sérstakar myndir hans Pennagrein Snorrastofa býður til fyrirlesturs Þórólfs Sveinssonar á Ferjubakka, Ögn um útfararsiði, þriðjudaginn 12. febrúar næstkomandi í Bókhlöðu Snorrastofu. Fyrirlesturinn fellur í röð stofn- unarinnar, Fyrirlestrar í héraði, sem að jafnaði eru einu sinni í mánuði að vetrinum. Þórólfur fjallar mest um húskveðjuna, sið sem kom og fór. Þá verður í fyrirlestrinum fjölmargt annað sem tengist útförum fyrr og nú en lítið sem ekkert um trúarlega hlið útfararsiða. Þórólfur Sveinsson er ættaður úr Fljótum. Hann lauk BS-prófi frá þá- verandi Framhaldsdeild Bændaskól- ans á Hvanneyri árið 1975 og var ráðunautur í Vestur-Húnavatnssýslu 1975 – 1978. Hefur verið bóndi á Ferjubakka frá árinu 1978. Hann vann að félagsmálum bænda í liðlega tvo áratugi og hin síðari ár hefur hann nokkuð setið að grúski, meðal annars um útfararsiði. Það er ánægjuefni að eiga slíkan fyrirlestur í vændum og Snorrastofa tekur honum fagnandi. Kvöldið hefst kl. 20:30 og að fyrirlestri loknum er boðið til kaffiveitinga og umræðna. Aðgangseyrir er kr. 500. -fréttatilkynning Ögn um útfararsiði í Snorastofu Þórólfur Sveinsson. Erindi sem nefnist „Ég hefði fylgt þér“ verður flutt í Safnahúsi Borg- arfjarðar fimmtudaginn 14. febrú- ar næstkomandi. Fjallað verður um heimilið og fjölskylduna að Svarfhóli í Stafholtstungum á 19. öld og fram í byrjun 20. aldar. Í þá tíð bjuggu þar hjónin Björn Ásmundsson og Þuríð- ur Jónsdóttir og áttu þau tólf börn. Um Björn er sagt í borgfirskum ævi- skrám að hann hafi verið mikill dugn- aðar- og framkvæmdamaður sem átti frumkvæði að mörgum framfaramál- um í sveitinni. Um Þuríði er sagt að hún hafi verið ljósmóðir, stórgáfuð kona og vel hagmælt. Að sama skapi urðu börn þeirra hjóna atorkufólk og létu að sér kveða í borgfirsku samfé- lagi síns tíma, þau eiga marga afkom- endur á Borgarfjarðarsvæðinu í dag. Fyrirlesari kvöldsins er fræðimað- urinn Þóra Elfa Björnsson, en hún er afkomandi þeirra hjóna. Erindið nefnir hún „Ég hefði fylgt þér“ og skýrist það í frásögninni. Þóra Elfa er búsett í Kópavogi, Hún hefur starfað sem setjari og framhaldsskólakennari en er nú komin á eftirlaun. Hún er komin af Borgfirðingum í báðar ættir, faðir hennar var Karl sonur Guðmundar Björnssonar sýslumanns í Borgarnesi og víðar. Móðir hennar var Halldóra B. Björnsson skáldkona frá Drag- hálsi þar sem hún dvaldi mörg sum- ur í sveit hjá móðurforeldrum sínum. Þóra Elfa hefur oft áður komið að rannsóknum og skrifum fyrir Safna- hús og má sem dæmi nefna umfjöllun hennar um ömmu sína, Helgu Pét- ursdóttur á Draghálsi, í riti sem gefið var út árið 2015 í tilefni af kosninga- afmælisári íslenskra kvenna. Fyrirlestur Þóru Elfu er frásögn af samfélaginu á tíma Þuríðar og Björns, séð gegnum líf þeirra. Þau voru bændur en stunduðu ýmislegt annað í þágu heimilis og samfélags eins og siður var á þeirra tíma. Fyr- irlesturinn hefst kl. 19.30 og tekur um klukkutíma í flutningi. Að hon- um loknum verður spjallað og heitt verður á könnunni. Ef ástæða er til að breyta tímasetningu viðburðar- ins vegna veðurs verður það auglýst á www.safnahus.is. Er fólk hvatt til að mæta og hlýða á vandaða framsögu um þetta merka efni. -fréttatilkynning Fjallað um heimilið að Svarfhóli í Stafholtstungum Þóra Elfa Björnsson. Ljósm. Guðrún Jónsdóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.