Skessuhorn


Skessuhorn - 06.02.2019, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 06.02.2019, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2019 13 Viltu vinna með okkur í sumar? Við leitum að jákvæðum og framtakssömum starfskrafti í sumarstarf á Vesturlandi með aðsetur á Akranesi. Gott sumarstarf fyrir þá sem eru í iðn- eða tækninámi. Hjá okkur færðu skemmtilega og hagnýta reynslu af því að vinna með reynslumiklu fagfólki á fjölbreyttum og lifandi vinnustað sem leitast við að vera í fremstu röð hvað snertir öryggi, vinnuumhverfi og möguleika til að samræma vinnu og fjölskylduábyrgð. Við tökum jafnréttið alvarlega • Við hvetjum jafnt stelpur sem stráka til að sækja um. • Við val á starfsfólki er tekið mið af hæfni, reynslu og umsögnum. Vandlega útfyllt umsókn skipir máli. Til þess að sækja um þarftu að vera orðin(n) 18 ára. Umsóknarfrestur er til 1. mars á veitur.is/sumarstorf þar sem nánari upplýsingar um störfin er að finna. Einnig er hægt að senda inn fyrirspurnir á netfangið starf@veitur.is. Í góðu sambandi við framtíðina SK ES SU H O R N 2 01 9 Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017 – Grenjar H3 Bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi 11. desember 2018 tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017, skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fyrirhuguð skipulagsbreyting nær til hafnarsvæðis Grenja H3. Gerð er breyting á skipulagsákvæðum landnotkunarreits H3. Í greinargerð skipulagsins, felst nánari skilgreining á þeirri starfsemi sem heimil verður á svæðinu. Breyting á deiliskipulagi Grenja er auglýst samhliða. Breyting á deiliskipulagi Grenja – Bakkatún 30-32 Bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi 11. desember 2018 tillögu að breytingu á deiliskipulagi Grenja, skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin tekur til lóðanna Bakkatún 30 og 32 og felst í að skilgreindur er nýr byggingarreitur fyrir viðbyggingu til suðvesturs frá núverandi byggingu. Hámarksvegghæð viðbyggingar er 6,5 m og hámarkshæð viðbyggingar er 11,5 m. Breyting á aðalskipulagi Akraness 2005-2017, vegna Grenja H3 er auglýst samhliða. Tillögurnar verða til kynningar í þjónustuveri kaupstaðarins að Stillholti 16-18 Akranesi og á heimasíðu Akraneskaupstaðar www.akranes.is frá og með 7. febrúar n.k. til og með 27. mars 2019. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum við tillögurnar þarf að skila skriflega eigi síðar en 27. mars í þjónustuver Akraneskaup- staðar að Stillholti 16-18, eða á netfangið skipulag@akranes.is. Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Akraneskaupstaðar Auglýsing um skipulag - Akraneskaupstaður Líf í tuskunum, bútasaumssýning Ingibjörg Guðjónsdóttir sýnir handverk sitt Sýnining opnar föstudaginn 8. febrúar kl. 16-18. Sýningin verður síðan opin á afgreiðslutíma safnsins og lýkur 8. mars. Opið mán. - föst. kl. 12-18 og lau. kl. 11-14. Allir velkomnir, kaffiveitingar við opnun Bókasafn Akraness • Dalbraut 1 • s. 433 1200 bokasafn.akranes.is • bokasafn@akranessofn.is SK ES SU H O R N 2 01 9 Í síðustu viku var byrjað að rífa Skeið- faxa, hið gamla en sérhæfða efnis- flutningaskip Sementsverksmiðjunn- ar. Á síðasta ári auglýsti verksmiðjan skipið til sölu, en vænleg tilboð bár- ust ekki. Skipið hefur staðið undan- farið ár á búkkum á hafnarsvæðinu á Grenjum á Akranesi en nú er byrj- að að búta það niður og járnið verður selt til endurvinnslu. mm Byrjað að rífa Skeiðfaxa Sérhæfð vél byrjuð að kroppa í skipið. Fjær sést í Höfrung AK sem þar hvílir „lúin bein.“ Ljósm. Einar Brandsson Rétt fyrir mánaðamót póstlögðu starfsmenn Spalar 2.600 bréf til við- skiptavina sem enn hafa ekki skil- að veglyklum og eiga inni peninga á áskriftarreikningum vegna veglykla í Hvalfjarðargöng. Frá þessu er greint á heimasíðu fyrirtækisins. Viðtakend- ur fá tíu daga frest til að bregðast við erindinu með því að nálgast inneign sína og skila veglyklum og afsláttar- miðum. „Þeir sem ekki bregðast við eiga áfram kröfur á félagið þar til kröfulýsingu lýkur,“ segir á vef Spal- ar. „Þetta er lokatilraun til að ná til þeirra sem eiga inni hjá Speli. Starfs- menn snúa sér síðan að öðrum mál- um sem varða undirbúning að því að leggja af starfsemi félagsins og loka skrifstofu þess á Akranesi,“ segir þar enn fremur. Þá er minnt á að í samningi Spal- ar og íslenska ríkisins er kveðið á um að verði enn til fjármunir hjá félaginu þegar hlutafé hefur verið greitt út, skuli þeir renna til sérstakra, óskil- greindra verkefna sem tengjast rekstri Hvalfjarðarganga. kgk Vel á þriðja þúsund eiga enn inni hjá Speli Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.