Skessuhorn


Skessuhorn - 06.02.2019, Qupperneq 25

Skessuhorn - 06.02.2019, Qupperneq 25
MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2019 25 Snæfellsbær - miðvikudagur 6. febrúar Foreldrakaffi leikskólabarna. Í tilefni af degi leikskólans er fjölskyldum leikskólabarna á Kríubóli og Krílakoti boðið í morgunkaffi á leikskólanum illi klukkan 8:00 og 9:00. Foreldrar mæta þá með börnum sínum í sinn leikskóla þar sem verður hægt að kynna sér starfið og eiga góða stund með börnunum. Stykkishólmur - miðvikudagur 6. febrúar Þekkir þú fólkið á myndinni? Myndaskoðun úr ljósmyndasafni Stykkishólms á Amtsbókasafninu kl. 10:00. Dalabyggð - miðvikudagur 6. febrúar Dagur leikskólans í Auðarskóla. Í tilefni af Degi leikskólans er mikil dagskrá á leikskóla Auðarskóla allan daginn. Dagskránni lýkur með því að íbúum Dalabyggðar og öðrum gestum er boðið í vöfflukaffi í Auðarskóla kl. 14:00 til 16:00. Stykkishólmur - miðvikudagur 6. febrúar Vesturlandsslagur í körfunni. Snæfell tekur á móti Skallagrími í Domino‘s deild kvenna. Leikurinn hefst kl. 19:15 í íþróttahúsinu í Stykkishólmi. Borgarbyggð - fimmtudagur 7. febrúar Alzheimerkaffi í Félagsbæ kl. 17:00 til 18:30. Berglind Indriðadóttir hjá Farsælli öldrun - þekkingarmiðstöð, kemur og fjallar um mikilvægi virkni í daglegu lífi með heilabilun. Kaffiveitingar, söngur og gleði. Kaffikjald er kr. 500. Allir velkomnir. Stykkishólmur - föstudagur 8. febrúar Snæfell mætir Hetti í 1. deild karla í körfuknattleik. Leikurinn hefst kl. 19:15 í íþróttahúsinu í Stykkishólmi. Borgarbyggð - föstudagur 8. febrúar Félagsvist Kvenfélags Hvítársíðu í Brúarási kl. 20:30. Verðlaun og veitingar í lokin. Akranes - laugardagur 9. febrúar Krakkaspjall á Bókasafni Akraness kl. 11:00. Bókaklúbbur fyrir 9-12 ára krakka (aðrir áhugasamir velkomnir líka). Spjallað um allt; bækur, myndasögur, rafbækur, hljóðbækur. Allir mega koma með sína bók til að tala um. Boðið upp á djús og kex. Umsjón með Krakkaspjalli hefur Katrín Lilja Jónsdóttir, ritstjóri Lestrarklefans. Dalabyggð - laugardagur 9. febrúar Þorrablót Suður-Dala í Árbliki. Húsið opnar kl. 19:30 og borðhald hefst kl. 20:00. Engu til sparað í veitingum, dansi, söng og gleði. Útlitsþema kvöldsins er „umhverfisvænt, endurnýtt, skreytt og skáldað“. Matur frá Dalakoti. Hljómsveitin Duplex leikur fyrir dansi. Nánar á Facebook-síðu viðburðarins. Borgarbyggð - laugardagur 9. febrúar Borgarnesblótið 2019 í Hjálmakletti. Veislustjórar eru Orri Sveinn og Ingi Björn. Laddi kemur og kitlar hláturtaugar gesta. Borgnesingur ársins verður útnefndur. Myndband í boði KB (Kvikmyndafélags Borgarness). Hljómsveitin Bland leikur fyrir dansi. Húsið opnar kl. 19:30 og borðhald hefst 20:30. Borgarbyggð - laugardagur 9. febrúar Grettissaga Einars Kárasonar á Sögulofti Landnámssetursins í Borgarnesi kl. 20:00. Einn af okkar virtustu rithöfundum og rómuðustu sagnamönnum, Einar Kárason, mun stíga á stokk á Söguloftinu í Landnássetrinu í Borgarnesi og flytja Grettissögu. Einar er sá listamaður sem hefur verið með flestar frumsýningar í Landnámssetrinu. Nú ætlar hann að segja okkur eina vinsælustu Íslendingasöguna, söguna um ógæfumanninn Grettir Ásmundsson. Miðasala á www. landnam.is. Borgarbyggð - laugardagur 9. febrúar Þorrablót í Logalandi. Húsið opnar 20:30 og borðhald hefst stundvíslega kl. 21:00. Veislustjóri er Jón Gnarr. Hljómsveitin Meginstreymi leikur fyrir dansi. Sjá nánar á Facebook-viðburðinum: Þorrablót í Logalandi 2019. Nýfæddir Vestlendingar Á döfinni 2. febrúar. Drengur. Þyngd: 3.838 gr. Lengd: 51 cm. Foreldrar: Lilja Björg Gunnarsdóttir og Sunday Ekwugwum, Kópavogi. Ljósmóðir: Hrafnhildur Ólafsdóttir. 3. febrúar. Drengur. Þyngd: 3.728 gr. Lengd: 50 cm. Foreldrar: Signý Sigurlaug Smáradóttir og Helgi Valur Gylfason, Reykjavík. Ljósmóðir: Jóhanna Ólafsdóttir. Leita að leiguhúsnæði Halló, halló! Ég heiti Lilja og er að leita að 2-3 herbergja íbúð eða stúdíóíbúð á Akranesi. Væri betra ef dýrahald er leyft. Greiðslugeta er í mesta lagi 180 þúsund og ég gæti flutt inn strax. Er reglusöm, róleg og það er ekkert óþarfa vesen á mér. Vinsamlegast hafið samband í síma 661-3267. Húsnæði á landsbyggðinni Ég er 34 ára gamall drengur, fæddur og uppalinn í Búðardal og langar að flytja á Vesturlandið aftur. Óska eftir húsnæði frá apríl 2019. Tölvupóstur: benni.joh@gmail. com. Markaðstorg Vesturlands LEIGUMARKAÐUR Innilegar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug, við andlát og útför ástkærs föður okkar, afa og langafa Ragnars Sveins Olgeirssonar, áður bónda á Oddsstöðum í Lundarreykjadal. Sérstakar þakkir til starfsfólks Brákarhlíðar í Borgarnesi, fyrir einstaklega góða umönnun og hlýju. Sigurður Oddur Ragnarsson Guðbjörg Ólafsdóttir Olgeir Helgi Ragnarsson Theodóra Þorsteinsdóttir barnabörn og langafasynir Borgarbyggð - þriðjudagur 12. febrúar Ögn um útfararsiði - Fyrirlestur Þórólfs Sveinssonar frá Ferjubakka í Snorrastofu kl. 20:30. Fyrirlesturinn fellur í röð stofnunarinnar, Fyrirlestrar í héraði, sem að jafnaði eru einu sinni í mánuði að vetrinum. Þórólfur fjallar mest um húskveðjuna, sið sem kom og fór. Þá verður í fyrirlestrinum fjölmargt annað sem tengist útförum fyrr og nú en lítið sem ekkert um trúarlega hlið útfararsiða. Kaffiveitingar og umræður að fyrirlesti loknum. Aðgangseyrir er kr. 500. Borgarbyggð - fimmtudagur 14. febrúar Myndamorgunn í Safnahúsi Borgarfjarðar kl. 10:00 til 11:30. Gestir greina ljósmyndir á Héraðsskjalasafni. Borgarbyggð - fimmtudagur 14. febrúar Fyrirlestur Þóru Elfu Björnsson um heimilisfólkið á Svarfhóli í Stafholtstungum, hjónin Björn Ásmundsson og Þuríði Jónsdóttur, sem þar bjuggu á 19. öld og eftir aldamótin 1900. Fyrirlesturinn hefst kl. 19:30 í Safnahúsi Borgarfjarðar.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.