Skessuhorn


Skessuhorn - 06.02.2019, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 06.02.2019, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2019 17 að hann hafi týnst í Ameríku sama ár. Þar hittir hann fyrir Toltekana, sem töldu á þessum tíma um fimm milljónir manna, að því er talið er og rís til æðstu metorða. Ef þetta er satt þá er Björn Breiðvíkingakappi vafalítið ein merkilegasta persóna Íslendingasagnanna. Ekki aðeins hefur hann verið hann valdamesti Íslendingur allra tíma en samt al- gerlega verið ýtt til hliðar í sög- unni. Ekki nóg með að hann hafi fundið nýja heimsálfu heldur var hann gerður þar að konungi,“ seg- ir Sigurður Hjartason sagnamaður að endingu. kgk tíð Snorra Sturlusonar. Hann réði stórum hluta af Suður- og Norð- urlandi ásamt öllu Vesturlandi og Snæfellsnesi út að Stykkishólmi. En hann hafði engan áhuga á því sem var utar en Stykkishólmur, þar var eiginlega ekkert að hafa. Hlut- irnir voru dálítið öðruvísi í gamla daga. Breiðuvík er að mínu viti einn fallegasti staður landsins, en það var einskis virði á landnámsöld að vera með frábært útsýni en ekk- ert ræktarland,“ bætir hann við. Ferðirnar smám saman að þróast Framundan er þriðja sumarið þar sem Sigurður býður upp á sögu- ferðir frá Stóra-Kambi. Hann seg- ir vel hafa gengið undanfarin tvö ár en bætir því við að það taki tíma að byggja svona lagað upp. „Þetta er veðurháð, við förum ekki nema í skaplegu veðri. En þrátt fyrir að síðasta sumar hafi verið leiðinlegt höfum við bara einu sinni þurft að fella niður ferð,“ segir hann. „Smám saman er þetta að þróast líka. Núna erum við að velta því fyrir okkur að skipta söguferðun- um í tvennt og bjóða líka upp á sögur án þess að fara á bak. Eins og þetta er núna þarf fólk bæði að langa að fara á bak og hlusta á sög- ur, það er dálítið þröngur mark- hópur og ég held það væri skyn- samlegt að bjóða hvort tveggja,“ segir hann. „Síðan hefur mér dott- ið í hug að það væri gaman að segja sögu Íslands og þessa svæðis svona í kringum aldamótin 1900, aðeins nær í tíma. En það er bara hug- mynd enn sem komið er og ekk- ert víst hvort eða hvenær verður af því,“ segir Sigurður. „Núna er aðaláherslan á að halda áfram að segja sögu Björns Breiðvíkinga- kappa. Það er saga nærsamfélags- ins, saga bæjarins sem ég bý á, lít- ið þekkt en stórmerkileg saga um gleymdan karakter Íslendinga- sagnanna,“ segir hann. „Ef hún er sönn þá er Björn Breiðvíkinga- kappi líklega fyrsti Evrópubúinn í Ameríku, því hann fór í sína hinstu ferð frá Íslandi árið 998 og talið er Vinstri græn í Borgarbyggð boða til opins fundar með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Við hvetjum ykkur öll til að mæta og taka þátt í lifandi þjóðmálaumræðu. Fundurinn verður haldinn á Hótel Hamri miðvikudaginn 13. febrúar kl. 17.00. Boðið upp á hressingu. Opinn fundur SK ES SU H O R N 2 01 9 SK ES SU H O R N 2 01 9 Akraneskaupstaður auglýsir eftir umsjónaraðila eftir- farandi viðburða ársins 2019: Írskir vetrardagar 14. - 17. mars• Sjómannadagurinn 2. júní• Þjóðhátíðardagurinn 17. júní• Írskir dagar 4. - 7. júlí• Vökudagar lok október - byrjun nóvember• Viðkomandi yrði ábyrgur fyrir skipulagi, utanumhaldi og framkvæmd viðburðanna í samvinnu við forstöðumann menningar- og safnamála. Tekið er við umsóknum í íbúagátt Akraneskaupstaðar og skal greint frá reynslu af viðburðastjórnun, áherslum og hugmyndum um viðburði ársins og kostnaðaráætlun fyrir eigin vinnu við umsjón verkefnisins. Verkefnið er verktakavinna. Nánari upplýsingar gefur forstöðumaður menningar- og safnamála, 433-1000 og ella.gunnarsdottir@akranessofn.is. Frestur til að skila inn umsóknum er til og með 17. febrúar næstkomandi. #VISITAKRANES Sigurður segir söguna af Birni með miklum tilþrifum. Ljósm. úr einkasafni. www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.