Skessuhorn


Skessuhorn - 06.02.2019, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 06.02.2019, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2019 11 Vilt þú vera í forystu? Svæðisstjóri Arion banka á Vesturlandi Arion banki leitar að framsæknum og metnaðarfullum aðila í starf svæðisstjóra á Vesturlandi sem heyrir beint undir framkvæmdastjóra viðskiptabankasviðs. Svæðisstjóri er æðsti stjórnandi bankans á svæðinu en útibúin í Borgarnesi, Stykkishólmi og Búðardal heyra þar undir. Svæðisstjóri ber yfirábyrgð á rekstri bankans á svæðinu og starfar jafnframt sem útibússtjóri í Borgarnesi. Viðkomandi stýrir og ber ábyrgð á lánanefnd svæðisins og hefur það mikilvæga hlutverk að efla tengsl við viðskiptavini og tryggja öfluga markaðssókn á Vesturlandi. Menntunar- og hæfniskröfur • Háskólapróf í viðskiptafræði eða sambærileg menntun • Reynsla af stjórnun og/eða rekstri • Góð þekking á lánamálum fyrirtækja og einstaklinga • Hæfni til að leiða þjónustuvegferð og tryggja jákvæða upplifun viðskipavina • Framúrskarandi leiðtoga- og samskiptafærni • Umbótahugsun, frumkvæði og drifkraftur Nánari upplýsingar um star�ið veita Iða Brá Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs, sími 444 7107, netfang ida.bra.benediktsdottir@arionbanki.is og Hildur Sigurðardóttir mannauðsstjóri, sími 444 6364, netfang hildur.sigurdardottir@arionbanki.is. Umsóknarfrestur er til og með 10. febrúar 2019. Umsækjendur sæki um á vef bankans, www.arionbanki.is. Arion banki er skráður á aðallista Nasdaq Iceland og Nasdaq Stockholm. Jafn réttur kvenna og karla til starfa er okkur hjartans mál. Arion banki er jafnlaunavottaður en það felur í sér formlega staðfestingu á því að fagleg vinnubrögð séu til staðar við ákvörðun launa og að starfsfólki í jafnverðmætum störfum sé ekki mismunað. arionbanki.is Reiknað er með 57 milljóna króna afgangi frá rekstri Stykkishólms- bæjar á árinu 2019. Fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar var samþykkt á desemberfundi bæjarstjórnar, samhliða þriggja ára áætlun fyrir árin 2019-2022. Bæjarstjóri birti greinagerð fjárhagsáætlunar á vef Stykkishólmsbæjar 1. febrúar sl. Heildartekjur A og B hluta bæj- arsjóðs eru áætlaðar 1.727 millj- ónir króna, þar af 847 skatttekjur og 276,6 milljóna króna fram- lagi frá Jöfnunarsjóði sveitarfé- laga. Rekstrarniðurstaða fyrir af- skriftir er áætluð 189,3 milljónir en eftir afskriftir og fjármagnsliði er gert ráð fyrir 57 milljóna króna afgangi, sem fyrr segir. Veltufé frá rekstri er áætlað að verði 230,2 milljónir og handbært fé 90 millj- ónir króna. Verðmæti heildareigna A og B hluta er áætlað 3.172 milljónir króna í árslok 2019 en Heildar- skuldir og skuldbindingar 2.345 milljónir, þar af 284 milljóna króna lífeyrisskuldbindingar og aðrar skuldbindingar 65 miljónir króna. Langtímaskuldir við lánastofnan- ir í B hluta eru 378 milljónir en 1.240 milljónir í A hluta. Afborg- anir lantímalána eru 148,5 millj- ónir og fjárfestingar ársins 2019 eru áætlaðar 110 milljónir króna. Engar lántökur eru áætlaðar á síð- ari hluta kjörtímabilsins. Lántaka ársins 2019 er áætluð 45 milljónir og 10 milljónir á næsta ári. 500 milljóna fjárfest- ingar næstu fjögur ár Helstu markmið áætlunar fyr- ir árin 2019-2022 er að rekstur A hluta verði í jafnvægi og að rekstr- arniðurstaða samstæðu A og B hluta verði jákvæð. „Jafnframt er stefnt að því að framlegðarhlut- fall verði a.m.k. 15% í árslok 2019, að veltufjárhlutfall nálgist 1,0 sem fyrst, handbært fé verði á bilinu 105-1011 millj. í árslok 2019 og að skuldaviðmið samkvæmt sveit- arstjórnarlögum verði í kringum 121-123% strax í lok árs 2019 og að skuldaviðmið haldi áfram að lækka út kjörtímabilið,“ segir í greinagerð með fjárhagsáætlun. Gert er ráð fyrir rúmlega 500 milljóna krónum til framkvæmda og fjárfestinga á næstu fjórum árum. Í áætlun ársins 2019 er lögð áhersla á fjárfestingu í innviðum og bætta þjónustu við íbúa. Ber þar hæst að fyrsti áfangi framkvæmda við skólalóðina við Borgarbraut. Lántöku á nýjum langtímalánum verður haldið í lágmarki næstu fjögur ár. Aðeins er gert ráð fyr- ir 55 milljónum króna að láni árin 2019 og 2020 og engum nýjum langtímalánum árin tvö þar á eft- ir. „Þetta þýðir að aðeins um 10% framkvæmdakostnaðar er fjár- magnaður með lántöku sem nem- ur alls 55 m.kr. Umræddar fjárfest- ingar á næstu árum verða því nær alfarið fjármagnaðar með hand- bæru fé frá rekstri,“ segir í greina- gerðinni. kgk Búist við afgangi frá rekstri Stykkishólmsbæjar Frá Stykkishólmi. Baldur leggur úr höfn á liðnu sumri. Ljósm. úr safni/ sá. Á fundi byggðarráðs Borgar- byggðar síðastliðinn fimmtudag var lagt fram erindi framkvæmda- stjóra hjúkrunarheimilisins Brák- arhlíðar um viðbrögð við svari heilbrigðisráðuneytisins við erindi stjórnar Brákarhlíðar, dags. 13. febrúar 2017. Vísast til fréttarinn- ar á síðunni hér til vinstri. Byggð- arráð bókaði að lýst væri miklum vonbrigðum með þá afstöðu heil- brigðisráðuneytisins að hafna er- indi stjórnar Brákarhlíðar um að fá leyfi til að fjölga hjúkrunar- rýmum í dvalarheimilinu Brákar- hlíð á þann hátt að nýta fyrirliggj- andi húsnæði betur en nú er gert. Þá skorar byggðarráð á heilbrigð- isráðherra að endurskoða fyrr- greinda afstöðu sína og ganga til samstarf við hjúkrunarheimilið Brákarhlíð um að fjölga hjúkrun- arrýmum á þann hagkvæmasta hátt sem mögulegt er. Í ályktun byggðarráðs seg- ir: „Niðurstaða ráðuneytisins að hafna erindinu með þeim rökum að Vesturlandið sé eitt best setta heilbrigðisumdæmi landsins hvað varðar fjölda hjúkrunarrýma fær ekki staðist skoðun þar sem það segir ekkert til um stöðu mála hjá Brákarhlíð og í Borgarbyggð. Heilbrigðisumdæmi Vesturlands er mjög víðfeðmt. Aðgengi íbúanna að hjúkrunarrýmum er mjög mis- munandi milli sveitarfélaga innan þess. Biðlistar eru eftir hjúkrunar- rýmum í Brákarhlíð. Hann er bæði samsettur af þeim sem eru íbú- ar heimilisins á dvalarrýmum svo og af fólki utan þess.“ Því segir að mikil undirliggjandi þörf sé fyrir fjölgun hjúkrunarrýma til að mæta þörfum sífellt stækkandi hóps aldr- aðs fólks í sveitarfélaginu. Biðlistar eftir hjúkrunarrýmum hafa lengst verulega í stærstu byggðarkjörnum Vesturlands. Þessari þróun verður ekki mætt nema með markvissum aðgerðum svo sem að auka fjölda rýma á þann hagkvæmasta máta sem mögulegur er.“ mm Byggðarráð skorar á heilbrigðisráðherra

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.