Skessuhorn


Skessuhorn - 06.02.2019, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 06.02.2019, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 20194 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.976 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.580. Rafræn áskrift kostar 2.337 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.160 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Lengi getur lítið minnkað Að mínu mati fellur það undir áhættusækni að aka um suma íslensku þjóðvegina. Ekki eingöngu að þeir eru þröngir og ósléttir, heldur eru þeir lagðir um svæði þar sem veður geta orðið býsna válynd. Við þekkj- um jú vindhviður við Hafnarfjall og á Kjalarnesi þar sem mannskaðaveð- ur eru reglulega nokkrum sinnum á ári. Við þetta bætist svo að fimmti hver ökumaður er útlendingur með litla eða enga reynslu af akstri við þessar aðstæður. Þegar allt þetta fer saman er bókstaflega galið að ríkis- valdið skuli ekki líta á það sem forgangsmál að hraða tvöföldun þessara stofnvega og aðgreina akstursleiðir. Það hálfpartinn þyrmdi yfir mig í síðustu viku þegar fréttir bárust af því að þessi eini milljarður króna sem áætlað hafði verið í fram- kvæmdir á Kjalarnesi næstu tvö árin var orðinn að 400 milljónum. Með einni ákvörðun ráðherra, einu pennastriki, voru teknar af verkefninu 600 milljónir króna sem tefur fyrir að verkið komist á þann skrið sem alþingismenn höfðu samþykkt. Í fyrstu var klénn fyrirsláttur notaður sem ástæða. Það var nefnilega ekki byrjað að hanna veginn og í ljósi þess var eðli málsins samkvæmt ekki búið að ræða við þá landeigen- dur sem leggja þurfa land undir hann. Í einfeldni minni efaðist ég ekki um að Vegagerðin væri búin að hanna nýjan veg og við værum innan tíðar að sjá fram á endurnýjun fyrsta hluta vegarins frá Mosfellssveit og upp að Hvalfirði. En, nei, það var draumsýn. Eftir því sem málin skýrðust síðustu daga kom í ljós að ástæða þessarar geðshræringar sem greip um sig var sú að ráðherra hafði „gleymt“ að fjármagna ýmis verk, meðal annars rafvæðingu Herjólfs. Hann þurfti að fá peninga að láni, á Kjalarnesi. Þarna stendur hnífurinn í kúnni. Þingmenn sem eru jú fjárveitingavaldið og semja samgönguáætlanir voru smánaðir af fram- kvæmdavaldinu sem greip framí þeirra verk, að þeim forspurðum. Svo var Vegagerðin, aðstoðarmenn og fleiri settir í það á mánudaginn að semja hrútskýringar þegar allt var orðið vitlaust út af seinkun fram- kvæmda. En þá var kippt í einhverja spotta og við fáum hálfan annan veg á Kjalarnesi 2022 jafnvel þótt klukkan verði færð aftur um einn tíma, eins og skopmyndateiknari vor dregur svo skemmtilega upp í teikningu í blaðinu í dag. Tvisvar í liðinni viku þurfti ég að taka þá áhættu að skreppa til Reyk- javíkur. Var einn þeirra níu þúsund ökumanna sem þar fara um dagle- ga og leggja líf sitt og limi í töluverða hættu. Þarna var lágarenningur þannig að skyggni var takmarkað en umferðin engu að síður býsna stíf. Mér varð hugsað til þess að fimmti hver bíll sem ég mætti væri ekið af erlendum ferðamönnum. Varð hugsað til suður-kóresku mannanna sem við tókum fréttaviðtal við fyrir skömmu, þar sem þeir höfðu ekið út úr hringtorgi í Mosó, líklega í fyrstu eða annarri beygjunni sem þeir þurftu að taka frá því þeir leigðu bílinn. Þeir skyldu bara ekkert í því hvernig Íslendingar færu að við aksturinn! Auðvitað erum við sem hér höfum alist upp orðin nokkuð vön akstri við erfiðar aðstæður. En vandamálið er hinsvegar alltaf að stækka. Umferðin eykst en vegurinn breytist ek- kert! Sá er munurinn. Þessi skilaboð ráðherrans sem tók af verkefninu Kjalarnesvegi 600 milljónirnar í síðustu viku til að fjármagna aðrar framkvæmdir, eru slæm. Skilaboð sem við eigum ekki undir nokkrum kringumstæðum að sætta okkur við. Réttur okkar á tvöföldum Vesturlandsvegi alla leið í Borgarnes er kristalskýr og ég er ekki tilbúinn til að gefa minnsta afs- látt af honum. Magnús Magnússon Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa- dóttir, ferðamála-, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hyggst leggja til þriggja ára átak til að flýta þrí- fösun rafmagns í væntanlegri fjár- málaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2020-2024. Í áætluninni verð- ur lögð áhersla á að ljúka þrífös- un á Mýrum og í Skaftárhreppi. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins í síðustu viku sagði að á Mýrum færi saman brýn þörf vegna land- búnaðar og sú staðreynd að unnið væri að útboði á lagningu ljósleið- ara. Ná megi fram samlegðaráhrif- um með því að leggja þriggja fasa rafmagn samhliða ljósleiðarakapl- inum. Svæðið sem um ræðir nær frá Hvítárósum vestur að sveitar- félagamörkum Borgarbyggðar og Eyja- og Miklaholtshrepps. Tillaga Þórdísar Kolbrúnar er í samræmi við stjórnarsáttmála rík- isstjórnarinnar, þar sem kveðið er á um að flýta þrífösun rafmagns. Átakið hefur einnig beina skírskot- un til byggðaáætlunar sem sam- þykkt var á Alþingi síðasta sum- ar, en þar var einnig lögð áhersla á þrífösunina. Meira en þriðjungur dreifikerfis RARIK er einfasa í dag. Takmarkar það bæði flutningsgetu og einnig hve öflugan rafbúnað er hægt að nota á hverjum stað. Þrí- fösun er því talin mikilvægt með tilliti til orkuskipta, byggðasjónar- miða, ferðaþjónustu, landbúnaðar og annarra atvinnutækifæra. Samkvæmt núgildandi áætlun yrði þrífösun rafmagns ekki lok- ið fyrr en árið 2035, eða eftir 16 ár. Tillaga Þórdísar gengur út á að leggja aukið fé til verkefnis- ins, 80 milljónir á ári í þrjú ár frá 2020-2022 og breytta forgangs- röðun. Í stað þess að forgangsraða eftir aldri núverandi raflína og álagi verði einnig horft til þess hve mikil þörfin fyrir þrífösun er á hverjum stað og hvort ná megi fram sam- legðaráhrifum með áætlunum um ljósleiðaralagningu. „Þessi endur- nýjun á dreifikerfinu þjónar bæði umhverfinu og atvinnulífi en lengi hefur verið kallað eftir því að hún gengi hraðar fyrir sig. Ég tel því mikilvægt að setja aukinn kraft í hana og einnig að tekið sé tillit til fleiri þátta við forgangsröðun verk- efna til að tryggja að fjármunum sé varið með sem skynsamlegustum hætti,“ segir Þórdís Kolbrún. Þegar litið er til kostnaðar vegna átaksins ber að hafa í huga að í öll- um tilvikum er um að ræða að flýta framkvæmdum sem hvort sem er þarf að ráðast í seinna við nauð- synlega endurnýjun dreifikerfisins, að því er fram kemur á vef Stjórn- arráðsins. kgk/ Ljósm. úr safni. Ráðherra vill flýta þrífösun rafmagns Mýrar og Skaftárhreppur í fyrsta áfanga verkefnisins Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og viðskipta- ráðherra. Á Mýrum fer saman brýn þörf á þrífösun og sú staðreynd að unnið er að útboði vegna lagningar ljósleiðara. Ná megi fram samlegðaráhrifum með því að leggja þriggja fasa rafmagn samhliða ljósleiðara. Uppbygging ehf. hefur náð samn- ingum um að byggja Reebok Fit- ness líkamsræktarstöð og heilsu- lind á Smiðjutorgi á Akranesi. Frá þessu er greint á Facebook-síðu Uppbyggingar. Líkamsræktarstöð og heilsulind Reebok Fitness verð- ur um 1800 fermetrar að flatarmáli og stefnt er að opnun hennar um mitt ár 2020. „Í boði mun verða allt það nýjasta sem í boði er í dag í heilsurækt, fullkomnustu tæki og salir sem völ er á, sauna og gufuböð ásamt heitum og köldum pottum,“ segir á síðu Uppbyggingar. Þar seg- ir enn fremur að fleiri stórir aðilar séu að skoða aðkomu að verslunar- og þjónustumiðstöðinni sem fengið hefur nafnið Smiðjutorg. Eigendur Uppbyggingar ehf. eru hjónin Engilbert Runólfsson og Kristín Minney Pétursdóttir. Í viðtali við Skessuhorn um miðjan janúar síðastliðinn sagði Engilbert frá því að þau hyggðust hefja fram- kvæmdir við Smiðjutorg um leið og skipulagsferlinu lyki. Vonuðust þau til að það yrði nú í vor, eftir um það bil þrjá mánuði. kgk Uppbygging hyggst reisa líkamsræktarstöð á Akranesi Teikning að Smiðjutorgi, verslunar- og þjónustumiðstöð við Smiðjuvelli á Akranesi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.