Skessuhorn


Skessuhorn - 06.02.2019, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 06.02.2019, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 201912 Metnotkun á heitu vatni HÖFUÐB.SV: „Aldrei áður hefur verið notað meira af heitu vatni á höfuðborgar- svæðinu en síðastlinn sólar- hring. Síðustu klukkustund- ina var metrennsli þegar íbú- ar og fyrirtæki á höfuðborg- arsvæðinu nýttu tæplega 17.000 rúmmetra af heitu vatni og met fyrir meðal- rennsli á sólarhring hefur einnig verið slegið,“ sagði í tilkynningu frá Veitum síð- astliðinn laugardag -mm Aflatölur fyrir Vesturland dagana 26. janúar - 1. febrúar Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes: 4 bátar. Heildarlöndun: 28.554 kg. Mestur afli: Eskey ÓF: 13.118 kg í þremur róðrum. Arnarstapi: 1 bátur. Heildarlöndun: 12.199 kg. Mestur afli: Kvika SH: 12.199 kg í einni löndun. Grundarfjörður: 6 bátar. Heildarlöndun: 266.046 kg. Mestur afli: Farsæll SH: 81.969 kg í tveimur löndun- um. Ólafsvík: 18 bátar. Heildarlöndun: 452.234 kg. Mestur afli: Bárður SH: 65.703 kg í átta róðrum. Rif: 15 bátar. Heildarlöndun: 641.595 kg. Mestur afli: Tjaldur SH: 124.264 kg í tveimur lönd- unum. Stykkishólmur: 4 bátar. Heildarlöndun: 43.365 kg. Mestur afli: Blíða SH: 20.864 kg í fimm róðrum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Örvar SH - RIF: 71.006 kg. 31. janúar. 2. Tjaldur SH - RIF: 69.802 kg. 1. febrúar. 3. Hringur SH - GRU: 61.207 kg. 30. janúar. 4. Sigurborg SH - GRU: 59.231 kg. 30. janúar. 5. Tjaldur SH - RIF: 54.462 kg. 27. janúar. -kgk Húsnæði sem áður hýsti Arion banka í Búðardal hefur verið til sölu í nokkurn tíma. Félagið D9 ehf., sem er í eigu Dalamanns- ins Leifs Steins Elíssonar og eig- inkonu hans, hefur nú fest kaup á húsinu. Þar er nú unnið að gerð íbúðarherbergja á efri hæð, en enn er ekki fullráðið hvað verð- ur á jarðhæð. „Við erum að breyta efri hæðinni í fimm stök herbergi til útleigu, hvort heldur sem er til langtíma- eða skammtímaleigu,“ segir Leifur Steinn í samtali við Skessuhorn. „Áætlað er að her- bergin verði tilbúin í apríl. Tvö og jafnvel þrjú herbergjanna verða fullbúin með sturtu og salerni en hin herbergin verða hvert um sig með handlaug, en salerni og sturta verður sameiginleg,“ segir hann. Spurður hvað standi til að gera á neðri hæð hússins svarar hann því til að það sé enn óráðið en þó séu uppi ýmsar hugmyndir. „Í ljósi þess að ég er fæddur og uppalinn Dala- maður vildi ég að eitthvað yrði í húsinu sem tengist Dölunum. Afi minn var Aðalsteinn Baldvinsson kaupmaður í Brautarholti, en hann hafði tekið við versluninni af Birni Jónssyni tengdaföður sínum, sem var smiður og byggði verslunina á sínum tíma. Nú eru liðlega 100 ár síðan og innréttingarnar eru frið- aðar. En þar sem húsið í Brautar- holti er orðið nokkuð gamalt og lélegt kviknaði sú hugmynd í sam- tölum við eigendur þess hvort ekki væri hægt að bjarga innréttingun- um og koma þeim haganlega fyr- ir í bankahúsinu í Búðardal, annað hvort í heilu lagi eða að hluta,“ út- skýrir Leifur Steinn. „Þar væri svo gaman að vera með verslun með vörur úr héraði, eins og kannski osta, önnur matvæli, handverk og fleira. Með þessu kæmi vel til greina að vera með veitingarekst- ur. En þetta kostar allt talverða peninga og það stendur ekki til að fara of geyst í sakirnar,“ bætir hann við. arg Bankahúsið í Búðardal fær brátt nýtt líf „Glæpastarfsemi á vinnumark- aði verður að stöðva. Hún skað- ar einstaklinga og samfélagið allt. Við verðum að taka höndum sam- an og ráðast gegn kennitöluflakki, skilyrða keðjuábyrgð í opinberum framkvæmdum, herða eftirlit með brotastarfsemi og auka vernd fórnarlamba mansals.“ Þetta sagði Drífa Snædal, formaður Alþýðu- sambans Íslansds, á vef ASÍ fyrir helgi. „Þetta snýst um mannréttindi og heill samfélagsins. Öflug verkfæri til að ráðast gegn svindlurunum er að finna í tillögum starfshóps félagsmálaráðherra sem kynntar voru í gær. Þegar tillögurnar verða að veruleika verður hægt að fagna langþráðum sigri enda hafa þetta verið baráttumál verkalýðshreyf- ingarinnar í mörg ár. Ég er bjart- sýn og vongóð um framhaldið. Að taka á glæpastarfsemi á vinnu- markaði ásamt húsnæðismálunum er risastór þáttur í að bæta kjör fólks og tryggja réttindi. Við erum sífellt að færast nær heildarmynd- inni sem tengist kjarasamningun- um og verður hluti lausnarinnar,“ sagði Drífa síðastliðinn föstudag. mm Heildarmyndin er að skýrast Drífa Snædal forseti ASÍ. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, tók í síðustu viku við skýrslu samstarfshóps um undirboð og brotastarfsemi á inn- lendum vinnumarkaði sem starfað hefur undir forystu Jóns Sigurðsson- ar fyrrverandi ráðherra. Í skýrslunni leggur samstarfshópurinn áherslu á að stöðva tafarlaust brotastarfsemi á vinnumarkaði hvort sem um er að ræða félagsleg undirboð eða ann- ars konar brot í ljósi sameiginlegra hagsmuna launafólks, atvinnulífs- ins og samfélagsins alls. Samstarfs- hópurinn stendur sameiginlega að þeim tillögum sem fram eru lagðar. Markmiðið með tillögum samstarfs- hópsins er að regluverk á vinnu- markaði verði skilvirkt og að þær aðgerðir sem ráðist verður í skili til- ætluðum árangri. Að mati hópsins er skýr pólitískur vilji og stuðning- ur stjórnvalda forsenda þess að ár- angur náist. Samstarfshópurinn telur brýnasta verkefnið vera að taka á kennitöluf- lakki á skilvirkan hátt. Lagðar verði til grundvallar sameiginlegar til- lögur Samtaka atvinnulífsins og Al- þýðusambands Íslands, svo og til- lögur Ríkisskattstjóra. Í tillögunum er m.a. kveðið á um heimild til að setja forsvarsmenn fyrirtækja í tíma- bundið bann við þátttöku í stjórnun félaga með takmarkaða ábyrgð við tilteknar aðstæður (atvinnurekstrar- bann), og auk þess er skerpt á fjöl- mörgum öðrum atriðum. Þá er lagt til að komið verði upp föstum sam- ráðshópi stjórnvalda og aðila vinnu- markaðarins sem beri ábyrgð á sam- eiginlegri stefnumótun um aðgerðir gegn brotastarfsemi á vinnumark- aði. Þá er lagt til að þau stjórnvöld sem fara með valdheimildir á vinnu- markaði (Lögreglan, Ríkisskatt- stjóri, Vinnueftirlitið, Vinnumála- stofnun) geri með sér formlegt samkomulag um skipulegt samstarf gegn brotastarfsemi á vinnumark- aði. Formbundin verði reglulegt samráð og samstarf þessa samstarfs- vettvangs við aðila vinnumarkarð- arins um stöðumat, greiningu og sameiginlegt vinnustaðaeftirlit. Út- fært verði hvernig megi fyrirbyggja alvarleg og/eða ítrekuð brot gegn starfsmönnum með því að útvíkka refsiábyrgð lögaðila og fyrirsvars- manna. Stjórnvöldum verði veitt- ar lagaheimildir til að taka á brota- starfsemi, m.a. með þvingunarúr- ræðum og stjórnvaldsviðurlögum. Þá leggur starfshópurinn til að sett verði skylda til keðjuábyrgðar í lög um opinber innkaup. Tillöguna í heild sinni má lesa á vef félagsmálaráðuneytisins. mm Leggja til að böndum verði komið á kennitöluflakkara Fulltrúar starfshópsins ásamt ráðherra og fleirum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.