Skessuhorn


Skessuhorn - 06.02.2019, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 06.02.2019, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 201918 Leikdeild Umf. Skallagríms ætlar að færa Fullkomið brúðkaup á fjal- irnar í vetur. Sýnt verður í félags- heimilinu Lyngbrekku og frum- sýning er föstudagskvöldið 22. febrúar næstkomandi. Fullkomið brúðkaup er eftir Robin Hawdon og þýðandi er Örn Árnason. Leik- stjóri er Guðmundur Lúðvík Þor- valdsson. „Fullkomið brúðkaup er hurðafarsi eins og þeir gerast bestir og býður upp á að það verði hleg- ið allan tímann. Okkur langaði að setja upp fyndna og skemmtilega sýningu og Fullkomið brúðkaup er hvort tveggja,“ segir Svanhvít Pétursdóttir í samtali við Skessu- horn. Hún er formaður leikdeildar Umf. Skallagríms og fer jafnframt með hlutverk brúðarinnar Rakelar í Fullkomnu brúðkaupi. „Verkið gerist á sveitahóteli þar sem ýmis- legt kemur upp á. Misskilningur- inn er allsráðandi, margir brand- ararnir tvíræðir og þetta verður allt mjög fyndið og skemmtilegt,“ segir hún og er bjartsýn á góðar viðtökur. „Ég vona að við náum að sýna verkið tíu til fimmtán sinnum og reikna með að það verði mikið hlegið og allar sýningarnar mjög skemmtilegar,“ segir hún. Sex leikarar fara með hlutverk í Fullkomnu brúðkaupi. Kvenhlut- verkin eru þrjú og karlhlutverkin jafn mörg. Þegar allt er talið seg- ir Svanhvít að milli tíu og fimm- tán mans muni koma að sýning- unni hverju sinni þegar. Leikend- ur hafa æft stíft frá því nýja árið gekk í garð. „Þetta er allt mjög skipulega unnið. Leikstjórinn er vel skipulagður og drífandi og það er mjög gott að vinna með hon- um. Það var sett í hlutverk fyrir jól og þá byrjuðum við að lesa sam- an. Æfingar fóru síðan á fullt eft- ir áramót og við höfum æft nánast á hverju kvöldi allt þetta ár. Það hefur gengið mjög vel að æfa og við erum komin með verkið upp á svið,“ segir hún. „ Núna eru all- ir um það bil komnir með textann sinn upp á tíu og við erum á loka- sprettinum hvað varðar búninga. Ég reikna síðan með að við verð- um byrjuð að renna verkinu í heild sinni á æfingum allavega viku fyrir frumsýningu. Þetta er allt að slíp- ast saman jafnt og þétt og vel tím- anlega fyrir frumsýninguna,“ segir Svanhvít Pétursdóttir að endingu. Frumsýning leikdeildar Umf. Skallagríms á Fullkomnu brúð- kaupi verður sem fyrr segir í Lyng- brekku að kvöldi föstudagsins 22. febrúar. Miðasala er hjá leikdeild- inni í síma 846-2293. kgk/ Ljósm. aðsendar. Leikdeild Umf. Skallagríms setur Fullkomið brúðkaup á svið: „Hurðafarsi eins og þeir gerast bestir“ Frá æfingum Leikdeildar Umf. Skallagríms í Lyngbrekku. „Það hefur gengið mjög vel að æfa og við erum komin með verkið upp á svið,“ segir Svanhvít Pétursdóttir, formaður leikdeildar Umf. Skallagríms. Nemendur unglingadeild- ar Brekkubæjarskóla á Akranesi eru um þessar mundir að undir- búa sýningu á leikritinu Leitinni. Verkið er samið af tónmennta- kennurunum Heiðrúnu Hámund- ardóttur og Samúel Þorsteinssyni en þetta er þriðja verkið sem þau semja fyrir nemendur Brekkubæj- arskóla. Um 70 nemendur taka á einhvern hátt þátt í sýningunni að þessu sinni. „Við leggjum allt- af mikla áherslu á að allir sem vilja fái tækifæri til þess að taka þátt. Við leggjum okkur fram við að finna hlutverk fyrir alla. Enda er nóg sem þarf að gera í kring- um svona sýningu. Það er hægt að leika, syngja, dansa, spila í hljóm- sveitinni, farða, sjá um tæknimál eða sviðsmynd og fleira. Við reyn- um að virkja krakkana sem mest og veita þeim leiðsögn,“ segir Heið- rún í samtali við Skessuhorn. „Leikritið er um unga krakka sem strjúka og lenda í ýmsum æv- intýrum,“ segir Heiðrún en vill ekki gefa meira upp um sögu- þráðinn. „Ég vil ekki segja of mik- ið en hvet fólk eindregið til þess að koma á sýningu. Æfingaferlið hefur gengið ótrúlega vel og erum við svo heppin að frábær hópur nemenda og kennara stendur að baki sýningunni og hafa lagt á sig mikla vinnu svo að allt gangi upp. Hópurinn er samheldinn og stað- ráðinn í að skila góðri sýningu til bæjarbúa,“ segir Heiðrún og bæt- ir því við að uppsetning á svona verki krefjist mikillar samvinnu. „Þetta er í raun samstarfsverkefni okkar allra, kennara og nemenda og margir kennarar sem koma að þessu á einn eða annan hátt.“ Frumsýning verður í Bíóhöll- inni á Akranesi föstudaginn 15. febrúar. Fyrir upplýsingar um fleiri sýningar er áhugasömum bent á að leikskránni verður dreift í öll hús á Akranesi á næstunni. Þá verður hægt að fá upplýsingar á skrifstofu Brekkubæjarskóla en þar verður hægt að kaupa miða í forsölu. arg/ Ljósm. Jónas H. Ottósson Sýning nemenda Brekkubæjarskóla frumsýnd 15. febrúar Hér má sjá hluta af hópnum sem tekur þátt í sýningunni en mikil áhersla er lögð á að allir sem vilja fái að taka þátt. Nemendur í Brekkubæjarskóla setja upp leikritið Leitina. Æfingar ganga mjög vel fyrir frumsýninguna sem verður föstudaginn 15. febrúar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.