Skessuhorn


Skessuhorn - 06.02.2019, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 06.02.2019, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 20198 Heimsóttu lögreglu AKRANES: Í síðustu viku kom hópur af krökkum úr félagsmiðstöðinni Arnardal á Akranesi í heimsókn á lög- reglustöðina þar í bæ. Far- ið var um alla stöðina og hún skoðuð, auk þess sem krakk- arnir fengu að kíkja inn í lög- reglubílana, skoða fangaklef- ana og spjalla við lögregluna. Að lokum fengu allir krakk- arnir endurskinsmerki að gjöf. -kgk Átak um upp- runamerkingar LANDIÐ: Í liðinni viku skrif- uðu forsvarsmenn Bændasam- taka Íslandi, Neytendasam- takanna, Samtaka verslun- ar og þjónustu og atvinnu- málaráðherrra undir sam- komulag um að gera gang- skör í því að bæta merkingar á matvælum og tryggja þann- ig betur rétt neytenda til upp- lýsinga um uppruna, fram- leiðsluhætti, lyfjanotkun og umhverfisáhrif þeirra. Sam- kvæmt samkomulaginu verð- ur skipaður samráðshópur með fulltrúum fyrrgreindra aðila um að ráðast í átaksverk- efni um merkingar og hvernig betur megi upplýsa neytend- ur og fyrirtæki um réttindi og skyldur á skýran og einfaldan hátt, í samræmi við alþjóðleg- ar skuldbindingar. Verkefnið er tímabundið í eitt ár og að þeim tíma liðnum verður ár- angurinn metinn og ákvörðun tekin um framhaldið. -mm Frumvarp um burðarpoka LANDIÐ: Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, mælti í síðustu viku fyrir frumvarpi til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og meng- unarvarnir sem varðar notk- un burðarpoka. Lagt er til í frumvarpinu að frá og með 1. júlí á þessu ári verði óheim- ilt að afhenda alla burðar- poka, þar með talið burðar- poka úr plasti, án endurgjalds á sölustöðum vara og skuli gjaldið vera sýnilegt á kassa- kvittun. Frá og með 1. janú- ar 2021 verði síðan óheim- ilt fyrir verslanir að afhenda burðarpoka úr plasti, hvort sem er með eða án gjalds. Bannið sjálft á þannig við um plastpoka en ekki burðarpoka úr öðrum efnum. „Banni við burðarplastpokum er ekki ætlað að vera allsherjarlausn á plastvandamálinu, held- ur ein aðgerð af mörgum,“ segir ráðherrann. „Verkefnið fram undan er umfangsmikið og ýmiss konar lausnir nauð- synlegar, plastpokarnir eru þar einungis eitt skref. Hér er hins vegar um mikilvægan áfanga að ræða.“ Tilkynning frá Pírötum vegna ráðninga LANDIÐ: „Píratar hafa ráð- ið í þrjár nýjar stöður hjá flokknum,“ segir í tilkynn- ingu. „Berglind Jónsdóttir hefur verið ráðin kynningar- og miðlunarstjóri Pírata, Ró- bert Ingi Douglas sem upp- lýsingastjóri og Hans Benja- mínsson sem skrifstofustjóri. Þau vinna öll á skrifstofu Pí- rata, ásamt Erlu Hlynsdóttur framkvæmdastjóra flokksins, og mynda sem heild öflugt teymi sem mun styrkja starf Pírata um allt land, segir í til- kynningu. -mm Hagkaup lokað BORGARNES: Í árshluta- uppgjöri Haga sem birt var á miðvikudaginn í síðustu viku kemur fram að í apríl næst- komandi rennur leigusamn- ingur Hagkaups í Borgarnesi út. Ekki er fyrirhugað að end- urnýja samninginn og verð- ur versluninni því lokað eftir 12 ára rekstur. Verslunin var opnuð vorið 2007 og var með- fylgjandi mynd tekin þá. -arg Mótmæla frest- un Kjalarness BORGARBYGGÐ: „Byggð- arráð Borgarbyggðar gerir al- varlegar athugasemdir við að teknar hafi verið ákvarðanir um að flytja fjármagn frá fyrir- hugaðri uppbyggingu vegarins á Kjalarnesi til annarra verk- efna eins og fréttir hafa bor- ist af í fjölmiðlum.“ Í ályktun byggðarráðs frá því fyrir helgi segir að slík ákvörðun muni þýða mikla og óásættanlega seinkun á nauðsynlegum sam- göngubótum milli höfuðborg- arsvæðisins og Vesturlands miðað við þær áætlanir sem kynntar hafa verið af yfirvöld- um samgöngumála. „Óum- deilt er að vegurinn um Kjal- arnes er hættulegur og hann ber ekki þá miklu umferð sem um hann fer. Ástand hans er því orðin veruleg hindrun í uppbyggingu atvinnulífs og samfélaga í nágrannabyggð- um höfuðborgarsvæðisins á Vesturlandi þegar það er borið saman við gæði annarra sam- gönguæða milli höfuðborgar- svæðisins og nágrannabyggða. Nauðsynlegt er því að fá upp- lýst á hvaða forsendum fjár- magn er flutt frá fyrirhuguð- um framkvæmdum á Kjalar- nesi til annarra verkefna,“ seg- ir í ályktuninni. -mm „Grunnskóli Borgarfjarðar er með gæðastarf þar sem stuðst er við lög, reglugerðir, aðalnámskrá og ann- að sem lögum samkvæmt snýr að þeim þáttum skólastarfs sem metn- ir voru,“ segir í frétt um starfsemi Grunnskóla Borgarfjarðar sem byggir á ytra mati sem Mennta- málastofnun gaf nýverið út. Ytra mat var framkvæmt á skólanum vorið 2018 og voru fjórir þætt- ir metnir; þ.e. stjórnun, nám og kennsla, innra mat og skólabrag- ur. „Sérstaða skólans er m.a. mikil umhverfismennt t.d. með þátttöku í „Skólar á grænni grein“ og verk- efninu „Leiðtoginn í mér.“ Báðir þessi þættir eru sagðir áhrifaríkir og tengja vel saman einkunnarorð- in; „gleði, heilbrigði og árangur,“ segir í umsöng stofnunarinnar. Skoðuð voru fyrirliggjandi gögn um starfsemi skólans en matið byggir einnig á vettvangsheim- sóknum matsaðila og á viðtölum við nemendur, starfsfólk skóla og foreldra. mm Grunnskóli Borgarfjarðar kom vel út úr ytra mati Slysavarnadeildin Líf á Akranesi gerði síðastliðinn mánudagsmorg- un talningu á notkun endurskins- merkja í bænum. Niðurstaðan var sláandi: „Því miður er staðan sú að notkun hangandi endurskinsmerkja er sáralítil. Endurskin á útifatnaði, mest á snjógöllum, virðist vera á pari við þá sem voru ekki með nein merki. Allt of mikið er af algerlega svartklæddu fólki án endurskins- merkja á ferðinni því miður,“ segir í frétt frá Líf. „Notum endurskins- merkin! Þau gera gagn hangandi á fötum, en ekki ofan í skúffum. Lát- ið börnin nota endurskinsvestin. Þau sjást langbest,“ segir í áskorun frá Slysavarnadeildinni Líf. mm Lítil notkun endurskinsmerkja og margir svartklæddir Líkamsárás sem starfsmaður Mat- vælastofnunar varð fyrir í eftirliti hefur verið kærð til lögreglu. „Við komu á eftirlitsstað hrinti viðkom- andi aðili starfsmanni stofnunar- innar og barði í höfuð og herðar með plastíláti,“ segir í tilkynningu. Matvælastofnun hefur ítrekað haft afskipti af hundahaldi mannsins, en tilefni heimsóknar var hins veg- ar eftirlit með nágrönnum hans. Tveir aðrir starfsmenn stofnunar- innar voru viðstaddir árásina ásamt lögreglumanni sem var með í för vegna fyrri reynslu stofnunarinnar af viðkomandi aðila. Gripu þeir inn í atburðarás og urðu meiðsli eftir- litsmanns stofnunarinnar ekki al- varleg. Í almennum hegningarlögum segir að hver sá sem ræðst með ofbeldi eða hótunum um ofbeldi á opinberan starfsmann þegar hann er að gegna skyldustarfi sínu eða sem á sama hátt leitast við að hindra framkvæmd slíks starfs skal sæta fangelsi allt að sex árum. Jafn- framt segir að beita megi sektum ef brot er smáfellt. „Allt ofbeldi eða hótanir um of- beldi í garð starfsmanna Matvæla- stofnunar verður kært til lögreglu,“ segir í tilkynningu frá stofnuninni þar sem mál þetta er litið alvarleg- um augum. mm Matvælastofnun kærir líkamsárás sem starfsmaður varð fyrir Framleiðsla nýrra vegabréfa hófst hjá Þjóðskrá Íslands 1. febrúar. Eldri vegabréf halda gildi sínu þar til þau renna út og því þurfa handhafar vega- bréfa ekki að sækja um ný nema eldri vegabréf séu runnin út. Ný útgáfa vegabréfa hefur verið í undirbún- ingi síðan 2015. Stofnkostnaður er um 200 milljónir króna og var fjár- magnaður af Landamærasjóði ESB, dómsmálaráðuneytinu og Þjóðskrá Íslands. Helstu breytingar felast í auknu öryggi í framleiðslukerfi og vega- bréfabókum en útlit breytist einn- ig. Helstu útlitsbreytingarnar felast í landslagsmyndum á hverri opnu, úr öllum landshlutum, ásamt staðsetn- ingu þeirra á korti. Heiðlóan er jafn- framt áberandi, en kápan heldur bláa litnum sem hefur einkennt íslensk vegabréf. Með nýrri útgáfu af íslenska vega- bréfinu er verið að auka öryggi í út- gáfu vegabréfa á Íslandi í samræmi við auknar kröfur og alþjóðlega staðla. Undirbúningur fyrir útboð hófst fyrir um tveimur árum en um var að ræða þrenns konar útboð, þ.e. á framleiðslukerfi, vegabréfabókum og traustvottorðakerfi. Að öðru leyti helst öll þjónusta við útgáfu vega- bréfa óbreytt. Sótt er um vegabréf hjá embætti sýslumanna og verð á vega- bréfum helst óbreytt. Afgreiðslutími vegabréfa er tveir virkir dagar. Nán- ari upplýsingar um útgáfu vegabréfa má finna á vegabref.is. mm Ný útgáfa af íslenskum vegabréfum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.