Skessuhorn


Skessuhorn - 06.02.2019, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 06.02.2019, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2019 19 TENGDU ÍSLENSKA NÁTTÚRU OG MENNINGU INN Á GISTISTAÐINN ÞINN Erum með íslensku mynstrin í rúmfötum, koddaverum, púðum, dúkum, svuntum , handklæðum og blóðbergs ilmvörur. Nánari upplýsingar á sala@lindesign.is. Skoðaðu úrvalið á www.lindesign.is GLERÁRTORGI | SMÁRATORGI | KRINGLAN | LINDESIGN.IS SK ES SU H O R N 2 01 9 1287. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjar- þingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 12. febrúar kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á fundinn á FM 95,0 og horfa á beina útsendingu á facebooksíðu Akraneskaupstaðar. Bæjarmálafundir flokkanna verða sem hér segir: Samfylkingin í Stjórnsýsluhúsinu, 1. hæð, Stillholti 16-18, • mánudaginn 11. febrúar kl. 20:00. Framsókn og frjálsir í Stúkuhúsinu, mánudaginn • 11. febrúar kl. 20:00. Sjálfstæðisflokkurinn að Kirkjubraut 8, laugar• daginn 9. febrúar kl. 10:30. Bæjarstjórnarfundur Snorrastofa, menningar- og miðaldasetur í Reykholti Sími 433 8000 www.snorrastofa.is snorrastofa@snorrastofa.is Þriðjudagurinn 12. febrúar 2019 kl. 20:30 í Bókhlöðu Snorrastofu Ögn um útfararsiði Þórólfur Sveinsson á Ferjubakka flytur Fjallað verður um fjölmargt, sem tengist útförum fyrr og nú, mest um húskveðjuna, sið sem kom og fór. Kaffiveitingar og umræður Aðgangur kr. 500 Verið velkomin Snorrastofa í Reykholti Fyrirlestrar í héraði Nú í vetur hafa nemendur á ung- lingastigi Grunnskóla Snæfells- bæjar tekið þátt í spurningakeppni í skólanum sem ber nafnið Visk- an. Fyrirkomulag keppninnar er svipað og í Útsvari og nemendum því blandað saman í lið. Voru þrír í hverju liði. Krakkarnir stóðu sig öll mjög vel og var keppt til úrslita nú eftir áramótin. Sigurvegarar í Visk- unni 2018 voru þau Hreinn Ingi Halldórsson í 9. bekk, Eir Fann- arsdóttir í 10. bekk og Benedikt Gunnarsson í 10. bekk. Sigurliðið fékk Viskuna afhenta en Viskan er farandbikar og verður hann veittur á hverju ári ásamt því að nöfn sigur- vegaranna verða merkt á hann. Að auki fengu sigurvegararnir gjafa- bréf fyrir pitsu og kók á Skerinu. þa Sigurvegarar Viskunnar í GSNB Ingibjörg Guðjónsdóttir, handverks- kona á Akranesi, heldur bútasaums- sýningu á Bókasafni Akraness, dag- ana 8. febrúar til 8. mars næstkom- andi. Ingibjörg er fædd 1949 og upp- alin á Arkarlæk í Skilmannahreppi. Hún flutti til Akraness 16 ára gömul, þar sem hún hefur verið búsett síðan. Ingibjörg, sem alltaf er kölluð Inga, er sjúkraliði og vinnur á Heilbrigð- isstofnun Vesturlands á Akranesi en hún er gift Jóni Ármanni Einarssyni. Á sýningunni á Bókasafninu sýnir Inga fjölbreytt handverk, handunn- in teppi og vélsaumuð. Hún teiknar sjálf upp og litar eigin mynstur og segist fá mikla ánægju út úr því að skapa allt frá grunni. Á sýningunni gefur að líta fyrsta teppið sem Inga saumaði árið 1986. Síðan þá hef- ur hún saumað ógrynni teppa, fjöl- breytt að litum og formi. Inga var lengi í saumaklúbbn- um Skagaquilt á Akranesi, en þegar fækkaði í hópnum á Skaganum færði hún sig yfir í Skraddaralýsnar, búta- saumshóp í Hvalfjarðarsveit. Skradd- aralýs hittast reglulega í félagsheim- ilinu Fannahlíð. Þetta er 25. sýning Ingu, en hún hefur tekið þátt í fjölmörgum sam- sýningum auk þess að sýna ein sitt handverk. Fyrsta sýning hennar var árið 1990, heima í stofu. Verk hennar hafa farið víða og var m.a. verk eft- ir hana valið af Íslenska bútasaums- félaginu árið 2006 til að taka þátt í samsýningu sem fór víða um Evrópu, farandssýning sem stóð yfir í þrjú ár. Auk þess tók hún þátt í Quiltsýningu í Birmingham fyrir hönd Íslenska bútasaumsfélagið árið 2014. „Sýningin verður opin á afgreiðslu- tíma Bókasafnsins, virka daga kl. 12-18 og á laugardögum kl. 11-14. Allir eru hjartanlega velkomnir við opnun sýningarinnar föstudaginn 8. febrúar kl. 16-18,“ segir í tilkynn- ingu frá Bókasafni Akraness. mm/hj Líf í tuskunum hjá Ingu Guðjóns Handverkskonan Ingibjörg Guðjónsdóttir á Akranesi. Ljósm. úr safni Skessuhorns frá 2016.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.