Skessuhorn


Skessuhorn - 06.02.2019, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 06.02.2019, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2019 27 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Aðalfundur KFÍA 2019 Aðalfundur KFÍA verður haldinn mánudaginn 18. febrúar, næstkomandi, kl. 20:00 í hátíðarsalnum að Jaðarsbökkum. Dagskrá fundarins: Venjuleg aðalfundarstörf Áhugasamir aðilar sem hafa hug á að starfa í stjórnum fé- lagsins eru vinsamlegast beðnir um að snúa sér til kjörnef- ndar sem í sitja Magnús Brandsson (magnus.brandsson@ islandsbanki.is), Jónína Víglundsdóttir (jonavig@gmail.com) og Þórður Guðjónsson (thordur@skeljungur.is). Stjórn Knattspyrnufélags ÍA SK ES SU H O R N 2 01 9 Góð vika er að baki hjá Skallagríms- mönnum í Domino‘s deild karla í körfuknattleik. Á föstudag bundu þeir enda á langa taphrinu þeg- ar þeir sigruðu botnlið Breiðabliks með 91 stigi gegn 90. Var það fyrsti sigur Skallagríms í deildinni síðan í október. Þeir héldu síðan upptekn- um hætti á mánudagskvöld þeg- ar þeir fengu Hauka í heimsókn í Borgarnes. Leikurinn var hnífjafn og spennandi en Skallagrímsmenn voru áræðnir og yfirvegaðir á loka- mínútunum og sigruðu með einu stigi, 80-79. Haukar byrjuðu leikinn betur á mánudaginn en Borgnesingar voru aldrei langt undan. Þeir komu sér þétt upp að hlið gestanna seint í fyrsta leikhluta og komust yfir áður en hann var úti, 22-21. Mikið jafn- ræði var með liðunum í öðrum fjórðungi. Skallagrímsmenn leiddu mest með fimm stigum en Haukar fylgdu þeim eins og skugginn. Borg- nesingar létu forskotið þó aldrei af hendi og voru þremur stigum yfir í hléinu, 44-41. Skallagrímsmenn náðu góðum kafla snemma í þriðja leikhluta og níu stiga forskoti í stöðunni 60-51. Haukar svöruðu fyrir sig og jöfnuðu áður en leikhlutinn var úti í 66-66. Þeir skoruðu síðan fyrstu sex stig lokafjórðungsins en Skallagríms- menn komu til baka og jöfnuðu í 74-74 þegar fimm mínútur voru eftir. Liðin fylgdust að næstu mín- úturnar og leikurinn var hnífjafn. Borgnesingar voru bæði áræðnir og yfirvegaðir í aðgerðum sínum á lokaandartökum leiksins. Þrátt fyrir að brenna af tveimur vítum síðustu 30 sekúndurnar komust þeir fjórum stigum yfir á lokaandartökum leiks- ins. Það kom því ekki að sök þeg- ar Haukar settu þriggja stiga skot með tvær sekúndur á klukkunni. Skallagrímur sigraði með einu stigi, 80-79. Domagoj Samac var atkvæða- mestur í liði Skallagríms með 21 stig og tíu fráköst. Aundre Jackson skor- aði 14 stig og tók tíu fráköst, Eyj- ólfur Ásberg Halldórsson var með 13 stig og sjö stoðsendingar, Matej Buovac skoraði tólf stig og tók sex fráköst og Björgvin Hafþór Rík- harðsson var með ellefu stig, fimm fráköst og sex stoðsendingar. Hilmar Smári Henningsson var öflugastur gestanna með 21 stig, fimm fráköst og sex stoðsendingar. Haukur Óskarsson skoraði 16 stig og gaf fimm stoðsendingar og Rus- sel Woods jr. var með 14 stig og átta fráköst. Með öðrum sigurleik sínum hafa Skallagrímsmenn galopnað botn- baráttu Domino‘s deildarinnar. Borgnesingar hafa átta stig í ellefta sæti og er tveimur stigum á eftir liði Vals í sætinu fyrir ofan. Næst leik- ur Skallagrímur á morgun, fimmtu- daginn 7. febrúar, þegar liðið mætir Keflvíkingum á útivelli. kgk Tveir sigrar hjá Skallagrími í vikunni Eyjólfur Ásberg Halldórsson fer framhjá varnarmönnum Hauka í leiknum á mánudagskvöld. Ljósm. Skallagrímur. Skagamenn unnu góðan sigur á Ármanni í 2. deild karla í körfu- knattleik á fimmtudagskvöld, 106-89. Leikið var í íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi. Skaga- menn voru sterkari í upphafsfjórð- ungnum og leiddu með 14 stig- um að honum loknum, 31-17. Ár- menningar komu aðeins til baka í öðrum leikhluta áður en Skaga- menn tóku góða rispu og leiddu með 15 stigum í hálfleik, 56-41. Gestirnir minnkuðu muninn í sex stig í upphafi síðari hálf- leiks. En eftir það hafði ÍA undir- tökin á vellinum og með góðum kafla tryggðu þeir sér 24 stiga for- skot fyrir lokafjórðunginn. Stað- an 81-65 og Skagamenn komnir í vænlega stöðu. Þeir héldu Ár- menningum í skefjum í fjórða leik- hluta og unnu að lokum með 17 stigum, 106-89. Arnar Smári Bjarnason var stiga- hæstur í liði ÍA með 25 stig, Hjalti Ásberg Þorleifsson skoraði 15, Je- rome Cheadle var með 13 stig og Jón Frímannsson ellefu. Í liði gestanna var Arnór Fjalars- son stigahæstur með 33 stig, Guð- jón Hlynur Sigurðarson skoraði 19 stig og Brynjar Birgisson lauk leik með tólf stig. Skagamenn hafa 13 stig í fjórða sæti deildarinnar, jafn mörg og KR B í sætinu fyrir ofan og tveimur stigum meira en KV í sætinu fyrir neðan. Næst leikur ÍA sunnudag- inn 10. febrúar næstkomandi, þeg- ar liðið heimsækir Val B. kgk Skagamenn sterkari allan tímann Arnar Smári Bjarnason átti góðan leik þegar ÍA sigraði Ármann. Ljósm. jho. Snæfell heimsótti KR í topp- slag átjándu umferðar Domino‘s deildar kvenna á miðvikudags- kvöld. Skemmst er frá því að segja að Snæfellskonur áttu ekki góðan dag. Þær fundu aldrei taktinn og töpuðu að lokum stórt, 90-54. Snæfellskonur byrjuðu leikinn illa og skoruðu aðeins níu stig allan fyrsta leikhlutann. Á meðan skor- aði KR 19 stig og var komið með þægilega forystu eftir fyrstu tíu mínúturnar. Leikur Snæfells batn- aði eftir því sem leið á en KR réði áfram lögum og lofum á vellinum og gætti þess að hleypa Hólmurum ekki inn í leikinn. Staðan í hálfleik var 44-23 og KR-ingar með unn- inn leik í höndunum. Munurinn á liðunum hélst meira og minna óbreyttur í þriðja leik- hluta og KR-leiddi með 22 stig- um fyrir lokafjórðunginn, 66-44. Í fjórða leikhluta bættu heimakon- ur við forskotið og unnu að lokum stórsigur, 90-54. Kristen McCarthy var atkvæða- mest í liði Snæfells með 18 stig, 13 fráköst og fimm stoðsendingar. Gunnhildur Gunnarsdóttir skor- aði 15 stig og tók sjö fráköst en aðrar höfðu minna. Kiana Johnson skoraði 28 stig fyrir KR, tók níu fráköst og gaf átta stoðsendingar. Þorbjörg Andr- ea Friðriksdóttir skoraði 20 stig og tók sex fráköst og Orla O‘Reilly var með 15 stig, sex fráköst og átta stoðsendingar. Snæfell hefur 22 stig í fjórða sæti deildinnar, tveimur stigum á eftir Val en með tveggja stiga forskot á Stjörnuna í sætinu fyrir neðan. Næsti leikur Snæfells er Vestur- landsslagur gegn Skallagrími. Sá leikur fer fram í Stykkishólmi í kvöld, miðvikudaginn 6. febrúar. kgk Snæfellskonur fundu aldrei taktinn Kristen McCarthy og liðsfélagar hennar í Snæfelli náðu sér ekki á strik gegn KR. Ljósm. sá. Snæfellingar töpuðu stórt gegn Vestra, 105-63, þegar liðin mætt- ust í 1. deild karla í körfuknattleik á föstudagskvöld. Leikið var á Ísa- firði. Heimamenn komu mjög ákveðn- ir til leiks og ætluðu sér að gera út um leikinn strax í upphafsfjórð- ungnum. Staðan var 36-11 og Vestri kominn í vænlega stöðu eftir fyrsta leikhluta. Snæfellingar léku betur í öðrum fjórðungi, minnkuðu mun- inn niður í 19 stig, 47-26 en þá tóku heimamenn góðan sprett og fóru með 29 stiga forskot inn í hálfleik- inn, 58-29. Vestramenn byrjuðu síðari hálf- leikinn af krafti, keyrðu upp hraðann og skoruðu 15 stig af 18 fyrstu stig- unum í þriðja leikhluta. Þeir héldu uppteknum hætti og náðu mest 54 stiga forskoti snemma í fjórða leik- hluta. Snæfellingar náðu aðeins að koma til baka og laga stöðuna á lokamínútunum, en töpuðu að lok- um stórt, 105-63. Ísak Örn Baldursson var atkvæða- mestur í lið Snæfells með 14 stig og Aron Ingi Hinriksson skoraði ellefu en aðrir komust ekki í tveggja stafa tölu á stigatöflunni. Jure Gunjina var stigahæstur í liði heimamanna með 18 stig en Ne- bosja Knazevic var að öðrum ólöst- uðum maður leiksins. Jann skoraði 17 stig og gaf 17 stoðsendingar í liði Vestra og tapaði engum bolta. Hugi Hallgrímsson skoraði 17 stig einn- ig, Ingimar Baldursson skoraði 12 stig, Nemanja Knazevic skoraði ell- efu stig og tók 16 fráköst og Hilmir Hallgrímsson var með tíu stig. Snæfell vermir botnsæti deildar- innar með tvö stig eftir 15 leiki, jafn mörg og Sindri í sætinu fyrir ofan en Hólmarar eiga leik til góða. Næst leika þeir á föstudaginn, 8. febrú- ar, þegar þeir mæta Hetti í Stykkis- hólmi. kgk Stórt tap Snæfellinga Ísak Örn Baldursson var atkvæðamestur Snæfellinga í tapinu gegn Vestra. Ljósm. sá.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.