Skessuhorn


Skessuhorn - 06.02.2019, Page 14

Skessuhorn - 06.02.2019, Page 14
MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 201914 Talsvert frost hefur verið á Snæfells- nesi að undanförnu eftir ágæt hlý- indi í vetur. Í þessu kuldakasti hef- ur talsverður ís myndast í höfninni í Ólafsvík en þó ekki það mikið að hann hafi tafið skipaumferð. Með- fylgjandi mynd var tekin við höfnina síðastliðið laugardagskvöld. af Kalt í Ólafsvíkurhöfn Bygging fimleikahúss við Vestur- götu á Akranesi hófst formlega þegar fyrsta skóflustungan var tek- in í lok ágústmánaðar. Síðan þá hafa framkvæmdir staðið yfir og eru komnar á fullan skrið um þess- ar mundir. Búið er að fleyga klöpp- ina þar sem húsið á að rísa og þessa dagana er unnið að því að steypa upp tæknikjallara og sökkla húss- ins, að því er fram kemur á vef- síðu Akraneskaupstaðar. Þegar það er búið verður hafist handa við að steypa plötuna og útveggi hússins. Í sumar verður síðan ráðist í að gera nýja búningsklefa sem bæði munu nýtast íþróttahúsinu á Vesturgötu og nýja fimleikahúsinu. Á meðan þær framkvæmdir standa yfir má búast við því að íþróttahúsið verði lokað að hluta eða öllu leyti. Þá hefur sparkvellinum við Brekku- bæjarskóla verið lokað á meðan framkvæmdir standa yfir. Gert er ráð fyrir því að hann verði opnaður á nýjan leik fyrir lok sumars. kgk Verið að steypa kjallara fimleikahúss Framkvæmdir við fimleikahús á Akranesi eru nú komnar á fullan skrið. Ljósm. Akraneskaupstaður. Í áliti meirihluta umhverfis- og sam- göngunefndar Alþingis, sem afgreitt var úr nefndinni á mánudag, var samþykkt fjárveiting vegna sjóvarna við Faxabraut á Akrnesi. Í nefndar- álitinu segir: „Vegna niðurrifs Sem- entsverksmiðjunnar eru breyttar að- stæður á Faxabraut á Akranesi sem er skilgreind sem stofnvegur. Sjór gengur yfir veginn og hamlar upp- byggingu á svæðinu þar sem íbúða- byggð er fyrirhuguð. Fjárþörf til sjóvarna og vegagerðar er um 550 millj. kr. Meiri hlutinn leggur til að 200 milljónum króna verði varið til sjóvarna á svæðinu á árunum 2019 og 2020, þ.e. 100 millj. kr. hvort ár, og farið verði í aðrar framkvæmdir við veginn í kjölfar aukins svigrúms á árunum 2021 og 2022. Brýnt er að ljúka verkinu sem allra fyrst.” Þá segir að fjármunir til framkvæmdar- innar verði fluttir af fjárveitingu til Vestfjarðavegar um Gufudalssveit á árunum 2019 og 2020 en fyrir liggur að framkvæmdir við lagningu vegar- ins geta fyrst hafist árið 2020. mm Samgöngunefnd afgreiðir fjár- veitingu til sjóvarna á Akranesi Gefur yfir Faxabraut. Mynd úr safni frá því áður en niðurrif Sementsverksmiðjunnar hófst. Frumvarp um opinberan fjárstuðn- ing við öflun og miðlun frétta og fréttatengds efnis var kynnt á blaða- mannafundi í menntamálaráðu- neytinu síðastliðinn fimmtudag. Frumvarpið er unnið á grundvelli stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinn- ar um að bæta þurfi rekstrarum- hverfi einkarekinna fjölmiðla og því meginmarkmiði stjórnvalda að efla lýðræðislega umræðu og lýðræðis- þátttöku. Frumvarpsdrögin má nú finna í Samráðsgátt stjórnvalda þar sem áhugasamir eru hvattir til þess kynna sér efni þess og senda inn umsagnir og ábendingar. „Hér á landi hefur ríkið ekki veitt fjölmiðlum beinan stuðning eins og lengi hefur verið gert annars stað- ar á Norðurlöndunum og víðar í Norður-Evrópu. Fjölbreyttir og traustir fjölmiðlar eru mikilvægir fyrir lýðræðið á hverjum tíma og fyrir okkur Íslendinga er hlutverk þeirra einnig sérlega brýnt þegar kemur að íslenskri tungu og menn- ingu. Okkar fyrsta úrlausnarefni er að styrkja rekstrarumhverfi einka- rekinna fjölmiðla og ég fagna því að geta í dag kynnt frumvarpsdrög sem ég tel að muni stuðla að öflugri fjölmiðlun hér á landi,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menn- ingarmálaráðherra. Við samningu frumvarpsins var m.a. byggt á skýrslu nefndar um rekstrarumhverfi einkarekinna fjöl- miðla, greinargerð fjölmiðlanefnd- ar um sama efni, hagrænni skoðun á rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla hér á landi og yfirgrips- mikilli greiningarvinnu sem unn- in var í samstarfi við sérfræðinga á sviði fjölmiðla. Frumvarpið sæk- ir að hluta fyrirmynd í sambæri- lega löggjöf á hinum Norðurlönd- unum, einkum til Danmerkur og Noregs, um opinberan stuðning og ívilnanir til einkarekinna fjölmiðla. Einnig var höfð hliðsjón af íslenskri löggjöf um tímabundnar endur- greiðslur og stuðning á afmörkuð- um sviðum. Fram kom hjá ráðherra að ráðgert er að leggja frumvarpið fram á Alþingi í vor og að gildistaka þess verði 1. janúar 2020. Meginefni frumvarpsdraga: Komið verði á fót nýju stuðnings- kerfi fyrir einkarekna fjölmiðla hér á landi vegna kostnaðar sem fellur til við miðlun frétta, fréttatengds efnis og umfjöllunar um samfélags- leg málefni. Styrkirnir verði í formi endurgreiðslu á allt að 25% af hluta ritstjórnarkostnaðar. Hámarksfjárhæð stuðnings til hvers umsækjenda verði 50 millj- ónir kr. á ári. Mögulegt verði að veita stað- bundnum miðlum viðbótarendur- greiðslu. Ráðgert er að framlag ríkisins nemi 300-400 milljónum kr. á ári. Helstu forsendur stuðnings Aðalmarkmið fjölmiðils skal vera miðlun frétta, fréttatengds efnis og umfjöllun um samfélagsleg mál- efni. Fjölmiðill skal hafa veitt full- nægjandi upplýsingar um eignar- hald og yfirráð. Efni fjölmiðilsins skal vera fjöl- breytt og fyrir allan almenning á Íslandi. Prentmiðlar skulu koma út að lágmarki 48 sinnum á ári. Netmiðl- ar, hljóð- og myndmiðlar og aðrir sambærilegir miðlar skulu miðla nýju efni daglega. Ritstjórnarefni skal að lágmarki vera 40% af því efni sem birtist í prentmiðlum sem dreift er endur- gjaldslaust. Ritstjórnarefni í öðrum prentmiðlum og netmiðlum skal að lágmarki vera helmingur af birtu efni. Einn sjötti hluti ritstjórnarefnis skal byggja á sjálfstæðri frétta- eða heimildaöflun. Starfsmenn í fullu starfi skulu vera að lágmarki þrír (eða einn hjá staðbundnum miðlum). Fjölmiðill hafi starfað óslitið í tólf mánuði eða lengur fyrir þann tíma er umsókn um endurgreiðslu berst til fjölmiðlanefndar. Fjölmiðill sé ekki í vanskilum við opinbera aðila eða lífeyrissjóði. mm Fjölmiðlafrumvarp til kynningar í Samráðsgátt Lilja D Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti frumvarpið á blaðamannafundi síðastliðinn fimmtudag. Ungmenna- og tómstundabúð- ir hafa verið starfræktar á Laug- um í Sælingsdal frá árinu 2005 en nú er liggur fyrir að þetta er síð- asti veturinn sem búðirnar verða starfræktar þar. Leigusamningur UMFÍ og Dalabyggðar um starf- semina á Laugum rennur út í lok maí á þessu ári. UMFÍ hefur geng- ið frá samningi við Bláskógabyggð um húsnæði í íþróttamiðstöð gamla Íþróttakennaraskólans á Lauga- vatni undir starfsemina. Búðirnar verða fluttar að Laugavatni í sumar og starfsemin hefst þar næsta haust. Þá segir á vefsíðu Ungmenna- og tómstundabúðanna að öll að- staða á Laugavatni henti vel und- ir starfið. „Á Laugavatni er öll að- staða í göngufæri. Heimavistin er við íþróttahúsið og stutt að fara á milli. Húsakostur á Laugavatni er í góðu ásigkomulagi og er unnið að því að gera allt klárt fyrir næsta vet- ur,“ segir á vefsíðu Ungmenna- og tómstundabúðanna. arg Ungmenna- og tómstundabúðirnar verða fluttar á Laugarvatn Svipmynd frá Ungmenna- og tómstundabúðunum á Laugum í Sælingsdal. Ljósm. úr safni.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.