Skessuhorn


Skessuhorn - 06.02.2019, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 06.02.2019, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 20196 Allt í sóma við skólana AKRA/BORG: Lögregla var við eftirlit við grunn- og leik- skóla í landshlutanum í vikunni sem leið. Þá er fylgst með um- ferðinni, kannað hvort börn séu ekki örugglega spennt í bíl- belti og fleira í þeim dúr. Síð- astliðinn föstudag var eftirlit við báða grunnskólana á Akra- nesi og leikskólann Vallarsel, sem og Grunnskólann í Borg- arnesi. Á mánudagsmorgun var sömuleiðis eftirlit við Grunda- skóla, Brekkubæjarskóla og leikskólann Vallarsel á Akra- nesi. Í dagbók lögreglu kemur fram að allt hafi verið í sóma við skólana og er lögregla að vonum ánægð með það. -kgk Hestastóð á vegi SNÆF: Eins og í síðustu viku var tilkynnt um lausagöngu hrossa í vikunni sem leið. Að þessu sinni var lögregla lát- in vita af 30 hrossa stóði sem var laust á Snæfellsnesvegi, skammt frá Þursstaðavegi. Tel- ur lögregla að sama sé uppi á teningnum í síðustu viku, að hross hafi sloppið úr girðing- um sem fennt hafi niður. Bið- ur lögregla vegfarendur að hafa augun opin og passa sig á hrossum sem gætu hafa villst út á þjóðveg og bændur sömu- leiðis að athuga með hross sín. -kgk Bókað vegna vegaeftirlits VESTURLAND: Nokkuð er um það að höfð séu afskipti af atvinnutækjum við vegaeft- irlit lögreglu. Við vegaeftir- lit hafa eftirlitsmenn auga með því hvernig gengið er frá farmi og fylgjast með hvíldarákvæð- um atvinnubílstjóra. Þrjú lög- regluumdæmi annast eftirlitið í sameiningu fyrir landið allt; Lögreglan á Vesturlandi, Lög- reglan á Norðurlandi eystra og Lögreglan á Suðurlandi. Eitt mál kom upp á Vestur- landi í vikunni þar sem brot- in var reglugerð um frágang og merkingu farms. Að sögn lögreglu er alltaf töluvert um bókanir sem tengjast vega- eftirlitinu. Gerist menn upp- vísir að lögbrotum sem tengj- ast hleðslu og merkingu farms eða hvíldarákvæðum, til dæm- is, fá þeir á sig kæru og þurfa að greiða sekt. -kgk Rafrettur til umsagnar LANDIÐ: Reglugerð um merkingar á umbúðum raf- rettna og áfyllinga og efni upp- lýsingabæklings sem fylgja skal rafrettum og áfyllingum hef- ur verið birt til umsagnar á Samráðsgátt stjórnvalda. Um- sagnarfrestur er til 13. febrúar næstkomandi. „Í reglugerðinni er fjallað um merkingar á um- búðum rafrettna og áfyllinga og efni upplýsingabæklings sem fylgja skal slíkum vörum. Lagastoð reglugerðarinnar er að finna í 2. mgr. 16. gr. laga nr. 87/2018, um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur,“ seg- ir í tilkynningu frá heilbrigðis- ráðuneytinu. -mm Bíll brann á Innnesvegi HVALF.SV: Lögreglunni á Vest- urlandi og Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar barst út- kall vegna elds í bíl á Innnes- vegi skammt sunnan við Akranes, kl. 18:00 á föstudaginn. Að sögn lögreglu hafði eigandi skilið bíl- inn eftir í lausagangi og varð var við eld við hægra þokuljós þegar hann kom að honum aftur. Eig- andinn náði að bjarga verðmæt- um úr bílnum en eldurinn breidd- ist hratt út og bíllinn brann að lok- um til kaldra kola. Að sögn lög- reglu er ekki hægt að segja til um orsök brunans að svo stöddu. Bíll- inn verður skoðaður hjá bílaum- boði og tryggingafélagi eigandans. -kgk Ók um þéttbýlið á snjósleða HVANNEYRI: Lögregla hafði afskipti af manni sem ók á snjó- sleða á Hvanneyri 30. janúar sl. Ökumaður sleðans reyndist vera unglingur og haft var samband við foreldra hans. Lögregla minn- ir á að óheimilt er að aka snjósleða í þéttbýli og að slíkt getur skapað hættu. -kgk Styrkir til vatns- veitna á lögbýlum LANDIÐ: Matvælastofnun hef- ur opnað fyrir umsóknir um styrki vegna vatnsveitna á lögbýlum í samræmi við reglugerð um fram- lög úr Jöfunarsjóði sveitarfélaga. Umsóknum um stuðning skal skilað inn rafrænt á Bændatorginu eigi síðar en 1. mars nk. Umsókn- arfrestur verður ekki framlengdur. Fylgigögn sem skila þarf með um- sókn eru mat Búnaðarsambands á þörf býlis fyrir framkvæmd, kostn- aðar- og framkvæmdaráætlun og ef um byggingu er að ræða þurfa að fylgja með teikningar. „Stuðn- ingur fyrir hverja framkvæmd getur að hámarki numið 44% af stofnkostnaði við vatnsveitu til heimilis- og búsþarfa,“ segir í til- kynningu. -mm Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi hafa ákveðið að ráðast í verkefni á næstunni sem felst í að bjóða starf- andi fyrirtækjum í landshlutan- um aðstoð við að meta hvar tæki- færi þeirra liggja til að bæta ár- angur sinn í rekstrinum. Samið hefur verið við ráðgjafafyrirtæk- ið Áttir ehf. um að vinna að verk- efninu undir stjórn SSV. „Starf- andi fyrirtæki eru burðarás verð- mætasköpunar í samfélaginu. Það skiptir því miklu máli að þau séu stöðugt að nýta öll möguleg tæki- færi til að bæta rekstur sinn,“ segir Páll Kr Pálsson, hagverkfræðingur hjá Áttum ehf. Ólafur Sveinsson er forstöðu- maður Atvinnuráðgjafar Vestur- lands. Hann segir að fyrirkomu- lag verkefnisins verði þannig að haldnir verða kynningarfundir á öllum þéttbýlisstöðum á Vestur- landi, þ.e. Akranesi, Borgarnesi, Búðardal, Stykkishólmi, Grund- arfirði og Snæfellsbæ. „Þar ætlum við að kynna verkefnið og fyrir- tækjum verður boðið að fá ráð- gjafa frá Áttum ehf. í heimsókn til að meta tækifæri viðkomandi fyrirtækis til að bæta rekstur sinn og gera verkefnistillögu. Við áætl- um að fjöldi beiðna á öllu svæðinu verði þetta tólf til átján fyrirtæki,“ segir Ólafur. Eftir að fyrirtækin hafa sótt um aðstoð munu ráðgjafar heimsækja fyrirtækin og gera tillögu um verk- efni og tilboð í vinnslu þeirra. Fyr- irtækin verða rukkuð um 25 þús- und krónur fyrir tilboðið, sem þau fá endurgreidd ef þau láta vinna verkefnið. Ákveði fyrirtæki að láta vinna hjá sér verkefni, þá gerir fyr- irtækið samning við Áttir ehf. þar um og greiðir fyrir vinnuna. Aðkoma SSV verður með þeim hætti að samtökin greiða fyrir fundi og ferðkostnað til kynning- ar á verkefninu og kostnað vegna heimsóknar og tilboðsgerðar um verkefni í fyrirtækjum sem þess óska. „Lögð verður áhersla á aðgerðir sem skila hverju þátttökufyrirtæki sýnilegum árangri þegar á árinu 2019. Meginsvið aðgerða verða lækkun kostnaðar, fjárhagsleg end- urskipulagning, söluaukning, út- færsla nýrra afurða (vörur og/eða þjónusta) og gerð rekstraráætlun- ar til næstu þriggja ára,“ segja þeir Páll Kr Pálsson og Ólafur Sveins- son. Nánar má lesa um áhersluþætti í ráðgjöfinni, á hverju þessara meg- insviða, á vef Átta ehf; www.attir. is. Þá vísast í auglýsingu hér aftar í blaðinu um kynningarfundina sem framundan eru í næstu viku. mm Ráðgjafarverkefni að hefjast fyrir starfandi fyrirtæki á Vesturlandi Stefnt að bættum rekstri og betri afkomu Páll Kr Pálsson og Ólafur Sveinsson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.