Skessuhorn


Skessuhorn - 06.02.2019, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 06.02.2019, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2019 9 Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is 4 40 4 0 0 0 Í hverju verður þú meistari? @ is la nd sb an kiTaktu þátt í Meistaramánuði Íslandsbanka í febrúar. Skráðu þig í sparnað og náðu þínum fjárhagslegu markmiðum. islandsbanki.is/meistari Meistaramánuður Íslandsbanka S K E S S U H O R N 2 01 9 Lýsing á deiliskipulagstillögu Narfastaðalandi Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 22. janúar 2019 lýsingu á deiliskipulagstillögu sbr. 40.gr skipulagslaga nr. 123/2010. Lýsingartillagan er fyrir Narfastaðaland 4.no.2A í Hvalfjarðarsveit. Landið er 28,3 ha en deiliskipulagið er 1,5 ha hluta þess lands. Skipulagssvæðið afmarkast af byggingarreitum gróðurhúsa, íbúðarhúss, heimreið og bílaplani. Kynning lýsingar á deiliskipulagstillögu verður birt á heimasíðu sveitarfélagsins www.hvalfjardarsveit.is og einnig í landsmála- og héraðsblaði. Vinsamlega skilið ábendingum og athugasemdum inn fyrir 1.mars 2019 á skrifstofu Umhverfis- og skipulagsfulltrúa Innrimel 3, 301 Akranesi. Kynningarfundur verður um skipulagslýsinguna þann 8.febrúar nk. á milli kl 11.00 – 14.00 í fundarherbergi Hvalfjarðarsveitar að Innrimel 3, 301 Akranes. Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn var mánudaginn 4. febrúar. Af því tilefni er þessi vinnuvika tileinkuð fræðslu um ýmislegt sem viðkemur krabbameinum og forvörnum gegn þeim. Fyrirtæki eru hvött til að hafa jákvæð áhrif á heilsu starfsfólks síns og Krabbameinsfélagið býður þing- mönnum í heimsókn föstudaginn 8. febrúar til að taka þátt í örnám- skeiðinu „Allt sem þú þarft að vita um krabbamein.“ Á Alþjóðlega krabbameinsdeg- inum 2019 hefst þriggja ára herferð krabbameinsfélaga um allan heim þar sem fyrirtæki, samfélög og ein- staklingar eru hvattir til að sýna stuðning, láta í sér heyra og þrýsta á stjórnvöld um aðgerðir til að fækka krabbameinstilvikum. Slagorð al- þjóðlegu herferðarinnar er: „Ég er... og ég ætla...“ þar sem hverjum fyrir sig gefst færi á að lýsa sinni leið til að vinna gegn krabbameinum. Krabbameinsfélagið hefur fengið fyrirtæki til liðs við sig sem skuld- binda sig til þess að láta til sín taka í baráttunni gegn krabbameinum með því að miðla upplýsingum til starfs- manna sinna og stuðla að heilsusam- legu vinnuumhverfi. Þriðji hver veikist Einn af hverjum þremur Íslending- ur fær krabbamein einhvern tíma á ævinni. Í dag látast 9,6 milljón- ir manna úr krabbameinum í heim- inum á ári hverju og á Íslandi eru krabbamein önnur algengasta dán- arorsökin. Árið 2018 létust tæplega 700 manns vegna krabbameina á Ís- landi. Hægt væri að koma í veg fyr- ir að minnsta kosti þriðjung þessara dauðsfalla með auknum forvörnum, þekkingu á einkennum, snemm- greiningu og meðferð. „Við þurfum öll að vera meðvituð um lífsstílsþætti sem eru fyrirbyggj- andi gegn krabbameinum og þegar fyrirtæki auðvelda starfsfólki sínu að velja heilbrigða lifnaðarhætti styðja þau við starfsmannahópinn um leið og þau vinna gegn krabbameinum,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, fram- kvæmdastjóri Krabbameinsfélags Ís- lands. „Aukin þekking hjálpar okk- ur að vera vakandi fyrir einkennum, taka upplýstar ákvarðanir um heilsu okkar og takast á við ótta og mis- skilning um krabbamein.“ Krabbameinsfélagið hvetur for- svarsmenn fyrirtækja til þess að skrá sig til leiks á markad@krabb.is og taka þátt með því að miðla efni frá Krabbameinsfélaginu. En einnig býður félagið upp á fyrirlestra í fyr- irtæki, ráðgjöf eða stuðning og fjöl- breytt námskeið. mm Allt sem þú þarft að vita um krabbamein

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.