Skessuhorn


Skessuhorn - 06.02.2019, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 06.02.2019, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2019 21 aðgengi almennings að heilbrigð- isstarfsmanni þar sem ráðlegging- ar eru veittar um viðeigandi heil- brigðisþjónustu á réttum tíma, á réttum stað og réttri stund. Fjöl- margir Skagamenn hafa, undanfar- in þrjú ár, nýtt sér fjarhjúkrun um síma og mér hefur borist til eyrna ánægja fólks með þjónustuna. Sjálf er ég mjög ánægð með þjónustuna og hef mikla trú á að það sé hægt að gera stóra góða hluti með þess- ar tegund af hjúkrun. Ég hef þá trú að við eigum eftir að sjá meira af fjarhjúkrun um síma í framtíð- inni, við þurfum bara að vekja at- hygli á henni, hvað hjúkrunin fel- ur í sér og hugsanlegan ávinning hennar. Í meistaranámi mínu sem ég lauk á síðasta ári framkvæmdi ég rannsókn sem bar heitið; Fjar- hjúkrun um síma á Íslandi, inntak starfsins eins og hjúkrunarfræð- ingar lýsa því; eigindleg lýsandi rannsókn. Þessi rannsókn segir til um hvernig hjúkrunarfræðingar framkvæma fjarhjúkrun um síma, hvað er gott og vel gert og hvað skortir. Mig langar til að setja hér fram ágrip af rannsókninni. Ágrip rannsóknar um fjarhjúkrun um síma Fjarhjúkrun um síma (e.telenurs- ing) er ein tegund fjarheilbrigð- isþjónustu á Íslandi. Þjónustunni er ætlað að auðvelda almenn- ingi aðgang að heilbrigðisstarfs- manni og sporna gegn óþarfa og rangri notkun á grunnþjónustu og kostnaðarsömum bráðadeildum. Tilgangur rannsóknarinnar er að varpa ljósi á inntak fjarhjúkrunar um síma á Íslandi að mati hjúkr- unarfræðinga sem starfa við hana. Rannsóknin er lýsandi eigind- leg rannsókn með hálfstöðluðum viðtalsramma. Úrtak er einsleitt tilgangsúrtak, alls 17 hjúkrunar- fræðingar sem starfa við fjarhjúkr- un um síma og voru þátttakendur þrettán eða 76,5%. Gögnin voru innihaldsgreind og fimm flokkar fundnir sem lýstu því hvað felst í fjarhjúkruninni. Yfirflokkur; að tryggja öryggi. Undirflokkar; 1) beiting vísindalegrar aðferðar; 2) beiting heildrænnar einstaklings- hæfðrar nálgunar; 3) þróun á færni í að greina hið óséða; 4) innri og ytri ógnir. Niðurstöður rannsókn- arinnar benda til þess að fjarhjúkr- un um síma felist fyrst og fremst í því að tryggja öryggi þjónustunn- ar fyrir skjólstæðinga og hjúkrun- arfræðinga í þeim aðstæðum sem þeir eru þegar símtal á sér stað. Hjúkrunarfræðingarnir tryggja öryggi þjónustunnar með því að nota vísindalegar aðferðir hjúkr- unar eða hjúkrunarferli sem fel- ur í sér upplýsingasöfnun, grein- ingu og ráðgjöf. Þeir veita einstak- lingshæfða þjónustu og sýna af sér hæfni í listinni að hjúkra þar sem þeir flétta saman eigin hjúkrun- arþekkingu, færni og faglegri og persónulegri reynslu við upplýs- ingar frá skjólstæðingum og eru meðvitaðir um þætti sem geta haft áhrif á öryggi fjarhjúkrunarinn- ar. Þannig ná hjúkrunarfræðingar að þekkja skjólstæðinginn, byggja upp mynd af honum, gera heild- rænt mat á heilbrigðisvanda og veita viðeigandi ráðgjöf. Rannsóknarniðurstöður gefa hagnýtar upplýsingar um hvað fjarhjúkrun um síma felur í sér, hvers hún krefst af hjúkrunar- fræðingum og hvar skórinn krepp- ir. Niðurstöðurnar geta nýst sem grunnur að umbótum á fjarhjúkr- un um síma. Frekari rannsókna er þörf á viðfangsefninu sem og þró- unar á gagnreyndum leiðbeining- um og kennsluefni. Greina þarf hvernig nýta má sem best fjar- hjúkrun um síma á Íslandi. Ég vona að mér hafi tekist að gefa ykkur lesendum góðum smá innsýn í starf mitt á heilsugæsl- unni Akranesi og ég hvet ykkur til að nýta ykkur þjónustu hjúkrunar- fræðinga á heilsugæslunni. Hulda Gestsdóttir Í ár eru 100 ár liðin frá stofnun Fé- lags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Af því tilefni ætlar stjórn deildar hjúkrunarfræðinga á Akranesi og nágrennis að standa fyrir því að birta greinar eftir hjúkrunarfræð- inga í Skessuhorni. Greinarnar verða birtar jafnt og þétt yfir af- mælisárið og í þeim munu lesend- um fá smá innsýn í þau fjölbreyttu störf og áskoranir sem hjúkrunar- fræðingar fást við. Hulda Gests- dóttir, hjúkrunarfræðingur á Akra- nesi, ritar: Verkefnastjóri á heilsu- gæslunni á Akranesi Ég heiti Hulda Gestsdóttir og er hjúkrunarfræðingur. Ég er bú- sett á Akranesi og starfa sem verk- efnastjóri á heilsugæslunni á Akra- nesi. Ég á unnusta sem heitir Elías Halldór Ólafsson og saman eigum við fjögur börn á aldrinum 10–26 ára. Ég útskrifaðist með BSc. úr hjúkrunarfræðum frá Háskóla Ís- lands árið 2003, kláraði kennslu- réttindanám heilbrigðisgreina frá HÍ árið 2008 og lauk meistara- prófi í hjúkrun árið 2018 frá HÍ. Ég hef að mestu unnið við heilsu- gæsluhjúkrun á mínum starfsferli en hef unnið öðru hvoru í deild- arvinnu og líkað það mjög vel. Í dag starfa ég sem verkefnastjóri á heilsugæslunni á Akranesi og mig langar til að segja ykkur frá því hvað ég geri þar. Starf mitt þar er tvíþætt og felur í sér móttöku og umönnun skjólstæðinga á hjúkr- unarstýrðri móttöku og samskipti og umönnun skjólstæðinga í gegn- um síma eða fjarhjúkrun um síma. Hjúkrunarstýrð móttaka Á heilsugæslunni á Akranesi er starfrækt hjúkrunarstýrð mót- taka þar sem hjúkrunarfræðingar, í nánu samstarfi við lækna stöðv- arinnar, bera ábyrgð á klínísku mati á heilbrigðisvanda skjólstæð- inga og meðferð þeirra. Markmið þjónustunnar er að koma til móts við skjólstæðinga og auðvelda að- gengi að heilbrigðisþjónustu og að forgangsflokka bráðleika ein- kenna og koma fólki í réttan far- veg, hvort heldur sem er með hjúkrunaríhlutun sem þá hjúkr- unarfræðingar afgreiða eða tilvís- un áfram á lækna stöðvarinnar til læknisfræðilegrar íhlutunar. Það eru ótal verk sem ég framkvæmi í þessu starfi og meðal annars sár- og sárameðferð, blóðþrýstings- eftirlit, líkamsmat eins og lungna- hlustun, eyrnaskoðun og mat á húð. Ég gef lyf, sprautur, bólu- setningar, t.d. ferðamannabólu- setningar og starfsmannabólu- setningar og framkvæmi alls kyns rannsóknir eins og hjartalínurit, öndunarpróf og heyrnamælingu. Síðast en ekki síst þá sinni ég and- legri líðan skjólstæðinga og býð upp á fjölskylduviðtöl þegar talin er þörf á því. Fjarhjúkrun um síma Í fjarhjúkrun um síma sinni ég skjólstæðingum í gegnum símann þar sem ég greini og forgangsraða bráðleika heilbrigðisvanda, veiti heilbrigðisráðgjöf og vegvísun í heilbrigðiskerfinu og miðla heil- brigðisupplýsingum eins og nið- urstöðum rannsókna. Markmiðið með þjónustunni er að auðvelda Hefur trú á að hægt sé að gera stóra hluti með fjarhjúkrun um síma

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.