Skessuhorn


Skessuhorn - 06.02.2019, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 06.02.2019, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2019 7 FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ www.frumherji. is Búðardalur 2019 Bifreiðaskoðun verður hjá K.M. þjónustunni ehf. Vesturbraut 20 Fimmtudagur 14. febrúar Föstudagur 15. febrúar Lokað í hádeginu kl. 12.00 – 13.00 Tímapantanir í síma 570 – 9090 SKE SS U H O R N 2 01 9 Þekking Gæði Þjónusta Grensásvegi 46 - 108 Reykjavík - sími 5113388 Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabba- mein og aðstandendur, hefur end- urútgefið bókina LífsKraftur í al- gjörlega nýrri mynd. „Allir sem greinast með krabbamein á aldr- inum 18-45 ára og fjölmargir fleiri fá bókina afhenta sér að kostnaðar- lausu en hún liggur einnig frammi á öllum spítölum landsins,“ segir í tilkynningu. „Bókin kom fyrst út árið 2003 og er þetta er fimmta útgáfan af Lífs- Krafti en við tókum mið af gömlu bókinni en ákváðum að endurskrifa hana með það í huga að hún höfð- aði betur til ungs fólks. Hún er eftir sem áður handbók um flest sem viðkemur krabbameini og þær hugleiðingar sem fólk hefur um krabbamein,” segir Hulda Hjálm- arsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts, í samtali við Skessuhorn. „Undir- titill bókarinnar er einmitt Fokk ég er með krabbamein sem er jú oftast það fyrsta sem kemur upp í kollinn á fólki þegar það greinist með krabbamein,“ segir Hulda enn fremur. LífsKraftur inniheldur hagnýtar upplýsingar fyrir einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein, að- standendur þeirra og vini. Tilgang- ur þessarar útgáfu er að safna saman á einn stað upplýsingum, fræðslu- efni og bjargráðum sem koma að gagni fyrir ungt fólk með krabba- mein og aðstandendur. mm Kraftur gefur út bókina LífsKraft Síðastliðinn fimmtudag var í versl- unarmiðstöðinni við Smiðjuvelli á Akranesi opnuð samsýning nem- enda á þriðja ári við umhverfis- skipulagsbraut LbhÍ á Hvanneyri og nemenda á þriðja ári í arkitekt- úr við hönnunar- og arkitektúr- deild Listaháskóla Íslands. Efnt er til þessarar sýningar í samstarfi við Akraneskaupstað enda verkin sem til sýnis eru tengd Akranesi, eink- um Sementsreitnum, sem nú geng- ur í gegnum gríðarlegar breyting- ar. Á sýningunni eru til sýnis nokkur verkefni, teikningar og módel, sem höfðu það að markmiði að nem- endur skólanna hleyptu nýju lífi í jarðveginn og gáfu hugmynd um þá fjölmörgu möguleika sem geta sprottið upp við slíka umpólun, eins og Sementsreiturinn gengur nú í gegnum. Sýningin verður opin í verslanamiðstöðinni til 14. febrú- ar, en meðfylgjandi myndir voru teknar við opnunina sl. fimmtudag. mm Samsýning um arkitektúr og Sementsreit opnuð á Akranesi Ritstjórn LífsKrafts í útgáfuhófi sem haldið var sl. mánudag.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.