Skessuhorn


Skessuhorn - 06.02.2019, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 06.02.2019, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 20192 Líkt og undanfarnar vikur voru umferðaróhöpp vegna tíðafarsins áberandi í dagbók Lögreglunnar á Vesturlandi undanfarna viku. Mið- vikudaginn 30. janúar um kl. 10:00 að morgni varð óhapp á Vestur- landsvegi við Hafnará. Ökumaður ók á 90 km hraða inn í snjóskafl sem myndast hafði af brúnni yfir ána. Hann missti stjórn á bílnum og rann út af veginum. Lögregla vill ítreka að á þessum árstíma þarf að sýna sérstaka aðgát við akstur og taka mið af aðstæðum í einu og öllu. Síðdegis sama dag fór ann- ar bíll út af Vesturlandsvegi und- ir miðju Hafnarfjalli, en var dreg- inn upp á veg aftur. Fimmtudag- inn 31. janúar varð bílvelta á Snæ- fellsnesvegi um sjöleytið að kvöldi. Ferðamenn voru á ferð um land- ið með þrjú börn í bílnum. Öku- maður missti stjórn á honum og velti bílnum þrjár veltur. Betur fór en á horfðist og enginn slasað- ist, að sögn lögreglu. Seinna sama kvöld, um tíuleytið, varð önnur bílvelta á Vesturlandsvegi skammt frá Melasveitarvegi. Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni í hálku, hafnaði utan vegar með þeim af- leiðingum að hann valt. Bíllinn er mikið skemmdur og ökumað- urinn var eitthvað lemstraður en taldi sig óslasaðan. Hann var flutt- ur með sjúkrabíl á Heilbrigðis- stofun Vesturlands á Akranesi til aðhlynningar. Að morgni sama dags varð árekstur um kl. 8:00 að morgni á gatnamótum Háholts og Heiðarbrautar á Akranesi. Árekst- urinn var minniháttar, báðir bíl- arnir ökufærir og var ekið af vett- vangi. Enginn meiddist. Árekst- ur varð á Stillholti á Akranesi eft- ir hádegi á föstudaginn, 1. febrúar. Hann var sömuleiðis minniháttar og engin slys á fólki. Um fimmleytið á sunnudag varð þriggja bíla árekstur á Vesturlands- vegi til móts við Fiskilæk. Sjúkra- bíll var sendur á staðinn, einn var verkjaður í fótum en enginn meiddist alvarlega. Leiðindaveð- ur var á vettvangi þegar óhappið varð, kalt í veðri, rok og aðstæður erfiðar. Lögregla segir að töluvert hafi verið um hraðakstur í vikunni sem leið. Það sé mjög alvarlegt í ljósi þess hve tíðarfarið hefur ver- ið slæmt og aðstæður víða slæmar til aksturs. kgk Nú þegar sólin er farin að hækka á lofti gætu geislar hennar truflað ökumenn í umferðinni og þá er gott að hafa sólgler- augu við höndina í bílnum. En þó sólgler- augun séu tekin úr hanskahólfinu er enn vetur og ekki tímabært að skella rúðus- köfunni í hólfið. Við skulum hafa hana við höndina aðeins lengur og vera dugleg að skafa áður en við höldum af stað út í um- ferðina. Einnig er vert að minna fólk á að kanna stöðuna á rúðupissinu í bílnum. Fimmtudag, föstudag og laugardag er spáð norðaustanátt 8-15 m/s og hvass- ast verður með austurströndinni. Víða verða él á norðan- og austanveður land- inu en léttskýjað að mestu á Suður- og Vesturlandi. Frost 0-7 stig en kaldara inn til landsins. Á sunnudag verður fremur hæg breytileg átt og víða bjartviðri en yfirleitt skýjað og stöku él norðan heiða. Frost 3-10 stig en talsvert frost inn til lands- ins. Á mánudag er spáð að gangi í hvassa suðaustanátt með snjókomu, fyrst á suð- vestanverðu landinu og hlýnar svo í veðri. Slydda eða rigning verður á sunnanverðu landinu um kvöldið og hiti 0-5 stig en annars vægt frost. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Hvað er best að gera við snjóinn?“ Flest- ir svarendur virtust lítt hrifnir af snjónum því 34% þeirra sögðu það vera best að moka honum í sjóinn og 24% sögðu best að horfa á hann þiðna. 17% svarenda voru þeirrar skoðunar að best væri að henda snjónum í annað fólk og 9% vildu held- ur búa til snjókarl úr honum. 6% svöruðu því að best væri að „lita“ snjóinn gulan, 5% vildu ekki gefa upp afstöðu sína, 3% svar- enda sögðu að best væri að borða snjó- inn og önnur 3% sögðu að best væri að búa til hús úr honum. Í næstu viku er spurt: Hvaða sjónvarpsstöð horfið þú mest á? Sigurður Hjartarson er ungur sagnamað- ur frá Stóra Kambi í Breiðuvík sem hefur undanfarin tvö sumur sagt ferðafólki sög- una af Birni Breiðvíkingakappa og þann- ig haldið sögu nærsamfélagsins á lofti. Sigurður er Vestlendingur vikunnar að þessu sinni, en nánar má lesa um hann í blaðinu í dag. Spurning vikunnar Til minnis Veðurhorfur Vestlendingur vikunnar Iðnnámið vin- sælt sem fyrr AKRANES: Fjölbrauta- skóli Vesturlands á Akra- nesi hefur tekið saman smá tölfræði á vorönn og birt á heimasíðu skólans. Þar kem- ur fram að nemendur eru 471 talsins á vorönn 2019. Af þeim eru 276 karlar, eða 58,6%. Konur eru 195, eða sem samsvarar 41,5% nem- enda. Langflestir nemenda við FVA eru búsettir á Akra- nesi og nágrenni, eða 79%. Aðrir nemendur koma víða að en þó aðallega frá Vestur- landi og höfuðborgarsvæð- inu. Meirihluti nemenda við FVA stundar dagskóla, eða 386. Auk þeirra eru 85 skráð- ir í kvöld- og helgarnám við skólann. Flestir stunda nám á opinni stúdentsbraut og náttúrufræðibraut, í kring- um 90 nemendur á hvorri braut fyrir sig. „Sem áður er iðnnámið mjög vinsælt og 154 nemendur eru skráð- ir í vélvirkjun, rafvirkjun og húsasmíði við FVA,“ segir á vef skólans. -kgk REKO á föstudaginn AKRANES: Næsta afhend- ing REKO Vesturlandi á mat verður við Matarbúr Kaju, Stillholti 23 á Akranesi, milli kl. 17 og 18, föstudaginn 8. febrúar. Inn í þennan við- burð á Facebook setja fram- leiðendur upplýsingar um vöruframboð sitt og verð og þar geta neytendur pantað beint af þeim. „Athugið að einungis er um afhendingu að ræða þennan dag og verð- ur því að vera búið að panta og greiða fyrir afhendinguna áður,“ segir í tilkynningu frá REKO Vesturlandi. -mm Hlíðasmára 19, 2 hæð, 201 Kópavogur Sími: 534 9600 | Netfang: heyrn@heyrn.is Það er ófært að heyra illa, gríptu til þinna ráða og fáðu heyrnar- tæki til reynslu Löggiltur heyrnar- fræðingur SK ES SU H O R N 2 01 9 Í tölum Þjóðskrár um mannfjölda- breytingu frá 1. desember til 1. febrúar sl. kemur fram að íbú- um fjölgaði hlutfallslega mest í Skorradalshreppi, eða um 8,6% en íbúum þar fjölgaði úr 58 í 63 íbúa. Íbúum fækkaði hlutfallslega mest í Árneshreppi, um 5% og í Borgarfjarðarhreppi um 2,8%. Þá fækkaði íbúum í 29 af 72 sveitarfé- lögum landsins frá 1. desember. Fækkun hefur orðið í þremur landshlutum frá 1. desember. Mest fækkaði á Vesturlandi eða um 33 íbúa sem jafngildir 0,2% fækkun. Ennfremur var lítilsháttar fækk- un á Austurlandi og Vestfjörðum. Hlutfallslega mest fjölgun varð á höfuðborgarsvæðinu og Suður- nesjum eða um 0,4%. Íbúum höf- uðborgarsvæðisins fjölgaði um 824 og íbúum á Suðurnesjum um 121 íbúa. mm Íbúum á Vesturlandi fækkaði mest síðustu þrjá mánuði Hlutfallsleg breyting íbúafjölda eftir landshlutum frá 1. desember til 1. febrúar sl. Umferðaróhöpp vegna tíðarfarsins

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.