Skessuhorn


Skessuhorn - 03.07.2019, Qupperneq 8

Skessuhorn - 03.07.2019, Qupperneq 8
MIÐVIKUDAGUR 3. júLí 20198 Stýrivextir lækka um 0,25 prósent- ur LANDIÐ: Peningastefnunefnd Seðlabankans ákvað í síðustu viku að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur og eru stýrivext- ir því orðnir 3,75%. Stutt er síðan peningastefnunefnd lækk- aði síðast vexti, en 22. maí síð- astliðinn voru stýrivextir lækk- aðir um 0,5 prósentur. Stýri- vextir hafa þannig lækkað um 0,75 prósentur frá undirritun kjarasamninga en meginmark- mið kjarasamninganna var að treysta lífskjör með hækkun launa, lækkun vaxta og aðgerð- um stjórnvalda. Vaxtalækkun nú er bein afleiðing minni umsvifa í efnahagslífinu. Stýrivextir hafa ekki verið undir 4% síðan árið 2011. Seðlabankinn telur að verðbólga, sem nú er 3,3%, hafi náð hámarki og eigi eftir að fær- ast nær 2,5% verðbólgumark- miði bankans seinna á árinu. -mm Tíu þúsund án vinnu LANDIÐ: Samkvæmt árstíða- leiðréttum tölum Hagstofunn- ar var fjöldi fólks á vinnumark- aði 209.900 í maí síðastliðnum. Árstíðaleiðrétt atvinnuþátt- taka var 81,1%, sem er 1,3 pró- sentustigi lægra hlutfall en var í apríl. Atvinnulausir voru 10.000 í maí, eða 4,7% vinnuafla, sem er einu og hálfu prósentustigi hærra en í apríl. -mm Ráða tímabundið eldvarnaeftirlits- mann AKRANES: Bæjarráð Akra- neskaupstaðar hefur samþykkt að ráða tímabundið til ársloka 2020 starfsmann til Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveit- ar. Skal hann sinna eldvarnaeft- irliti. Bæjarráð fól bæjarstjóra og sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs frekari úrvinnslu málsins. -mm Jarðgöng og lágbrú RVK: Starfshópur á vegum ríkisins og Samtaka sveitarfé- laga á höfuðborgarsvæðinu sem fjallaði um Sundabraut hefur lokið störfum og skilað skýrslu til samgöngu- og sveitarstjórn- arráðherra. Sundabraut hefur verið til skoðunar um árabil og í skýrslunni eru nokkrir valkost- ir vegnir og metnir. í niðurstöð- um hópsins eru tveir valkost- ir taldir koma til greina; jarð- göng yfir í Gufunes og lágbrú sem þverar hafnarsvæðið við Kleppsvík. Hvorki botngöng né hábrú yfir Kleppsvík voru taldir fýsilegir kostir. Starfshópurinn fór yfir öll fyrirliggjandi gögn um framkvæmdina og lét upp- færa kostnaðaráætlanir og um- ferðarspár. Erfiðasti og dýr- asti hluti mögulegrar Sunda- brautar er þverun Kleppsvíkur. í Kleppsvík er nú umfangsmik- il starfsemi Sundahafnar, sem er megingátt íslands í vöruflutn- ingum á sjó. Sjá nánar í frétt á vef Skessuhorns í gær. -mm Aflatölur fyrir Vesturland 22.-28. júní Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes: 14 bátar. Heildarlöndun: 18.499 kg. Mestur afli: ísak AK: 4.388 kg í fjórum löndunum. Arnarstapi: 16 bátar. Heildarlöndun: 20.330 kg. Mestur afli: Gísli KÓ: 2.690 kg í þremur löndunum. Grundarfjörður: 16 bátar. Heild- arlöndun: 227.937 kg. Mestur afli: Hringur SH: 67.496 kg í einni löndun. Ólafsvík: 28 bátar. Heildarlöndun: 80.120 kg. Mestur afli: Egill SH: 30.380 kg í þremur löndunum. Rif: 17 bátar. Heildarlöndun: 64.649 kg. Mestur afli: Rifnes SH: 29.552 kg í einum róðri. Stykkishólmur: 24 bátar. Heild- arlöndun: 130.285 kg. Mestur afli: Blíða SH: 13:199 kg í fimm löndunum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Hringur SH – GRU: 67.496 kg. 26. júní. 2. Sigurborg SH – GRU: 54.625 kg. 24. júní. 3. Helgi SH – GRU: 44.718 kg. 24. júní. 4. Farsæll SH – GRU: 40.231 kg. 25. júní. 5. Rifnes SH – RIF: 29.552 kg. 28. júní. -arg Síðdegis sunnudaginn 30. júní fóru tvær mæður með börnin sín þrjú upp á háls- inn í Reykholtsskógi til að gróðursetja. Þau eru Elyn, Marni, Maui, Haukur Mik- ael og Kristján Einar. Þau voru í fylgd með Laufeyju Hannesdóttur í Skógrækt- arfélagi Borgarfjarðar. Þau gróðursettu 67 birkiplöntur og 67 stafafurur. Myndin er tekin uppi á hálsinum norð- an við Skáneyjarbungu í lok gróðursetningar. í baksýn er Eiríksjökull dillandi glaður yfir framtakinu. lh Hjá Ríkiskaupum voru í síðustu viku opnuð tilboð í byggingu nýrr- ar Þjóðgarðsmiðstöðvar á Hell- issandi. Þrjú tilboð bárust og var lægsta boð frá ístaki sem bauð 622 milljónir króna í verkið. Eykt bauð 716 milljónir og Framkvæmdafé- lagið Arnarhvoll 738 milljónir. Til- boðin voru öll langt yfir kostnaðar- áætlun við verkið sem hljóðaði upp á rúma 461 milljón króna. Tilboð ístaks var því 35% yfir kostnaðar- áætlun. Framkvæmdasýsla ríkisins og Ríkiskaup munu nú yfirfara til- boðin. Á Hellissandi er nú búið að girða svæðið af, grafa fyrir vænt- anlegu húsi og jarðvegsskipta fyrir bílastæðum. mm Nýverið voru hjá Ríkiskaupum opnuð útboð í skólaakstur fyr- ir Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit, alls fimm akstursleiðir með grunn- skólabörn. Þrír buðu í tvær akst- ursleiðanna, en tveir í þrjár þeirra. Skagaverk átti lægsta boð í allar akstursleiðirnar fimm, þ.e. A-leið á Hvalfjarðarströnd, B-leið Svína- dalsleið, C-leið Akrafjallsleið Aust- ur, D leið Akrafjallsleið Vestur og Melasveitarleið. Verð Skagaverks pr. ekinn kílómeter var frá 528 til 698 krónur. Auk Skagaverks buðu Hópferðabílar Reynis jóhanns- sonar í akstur á öllum aksturs- leiðum og Sigurður Sverrir jóns- son í akstur um Hvalfjarðarströnd og Svínadalsleið. Að sögn Lindu B Pálsdóttur sveitarstjóra mun Rík- iskaup nú fara yfir innkomin til- boð, en endanleg afgreiðsla er í höndum sveitarstjórnar sem fund- ar næst 9. júlí. mm Dagana 25.- 27. júní síðastliðna vann markaðsfyr- irtækið Zenter könnun fyrir Fréttablaðið á fylgi stjórnmálaflokkanna. Samkvæmt henni er talsverð hreyfing á fylgi milli flokka frá síðustu könnun. Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur með 22,6% og tapar fylgi frá síðustu könnun. Píratar mæl- ast næststærsti stjórnmálaflokkurinn, bæta við sig rúmum tveimur prósentum frá síðustu könnun og fara úr 13% upp í 15,2%. Miðflokkurinn mælist nú með 9,8% fylgi og bætir rúmum þremur pró- sentustigum við sig frá síðustu könnun. Framsókn- arflokkurinn tapar að sama skapi rúmum tveimur prósentum, mælist nú með 7,1%. Vinstri grænir eru eini flokkur ríkisstjórnarinnar sem bætir við sig fylgi milli kannana, hefur nú 13,1%. Samfylk- ingin mælist með 14,1% og tapar talsverðu fylgi frá síðustu könnun. Fylgi Viðreisnar er 10% og breytist lítið, en fylgi Flokks fólksins er við mörk þess að fá ekki menn á þing, er 4,3%. mm/ Graf: Fréttablaðið.is Ístak átti lægsta boð í byggingu Þjóðgarðsmiðstöðvar Skagaverk bauð lægst í skólaakstur fyrir Hvalfjarðarsveit Talsverð hreyfing á fylgi stjórnmálaflokka Gróðursett í stækkuðum Reykholtsskógi

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.