Skessuhorn


Skessuhorn - 03.07.2019, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 03.07.2019, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 3. júLí 201920 Elín Dögg Baldvinsdóttir opnar myndlistarsýninguna „Ekki eins og fólk er flest“ fimmtudaginn 4. júli klukkan 16 í Galleríi Bjarna Þórs við Kirkjubraut 1 á Akranesi. Opið verður þann dag til kl. 22. Elín er búin með eitt ár í sjónlist- ardeild Myndlistarskóla Reykja- vikur, nokkur módelteikningar- námskeið, olíumálningarnám- skeið í Tækniskólanum, er hús- stjórnarskólamenntuð og með stúdentspróf. Sýningin verður svo opin föstudag, laugardag og sunnudag yfir írsku dagana frá klukkan 12-18. Sýningin stendur til 4. ágúst og verður eftir helgina opin á opnunartíma gallerísins. Allir eru hjartanlega velkomnir. -fréttatilkynning Næstkomandi laugardag, 6. júlí, verður árleg hátíð Hvanneyringa og gesta þeirra haldin. Að þessu sinni verður sérstaklega fagnað 70 ára afmæli Ferguson dráttarvéla á íslandi og að 130 ár eru liðin frá því landbúnaðarfræðsla hófst á Hvanneyri og hefur verið samfelld síðan. Fergusonfélagið og jötunn vélar ætla að setja upp sýningu þar sem gestir geta séð þróun Fergu- son dráttarvéla hér á landi. „Þarna verður fyrsta vélin af þessari teg- und sem kom til landsins og nýj- ustu vélarnar sem verið er að selja í dag, og allt þar á milli. Bjarni Guð- mundsson verður með smá hugleið- ingu varðandi Ferguson, þar sem hann fer stuttlega yfir sögu þess- ara véla hér á landi,“ segir Ragn- hildur Helga jónsdóttir, safnstjóri Landbúnaðarsafnsins á Hvanneyri í samtali við Skessuhorn. Meðal þess sem verður á dag- skrá þennan hátíðardag er trak- torafimi þar sem keppt verður í leikni í akstri á eldri dráttarvélum. Guðmundur Hallgrímsson stýr- ir keppni og hvetur lipra búmenn og bændasyni til þátttöku, ýmist á eigin vélum eða lánsvélum sem verða til taks. Þá verður markaðs- stemning í gamla íþróttahúsinu og Kvenfélagið 19. júní verður með sýningu á lopapeysum í Frúargarð- inum. Auk þess verður opið á hefð- bundnar sýningar á Landbúnaðar- safninu og í Ullarselinu. í tilefni afmælis landbúnaðar- fræðslu á Hvanneyri verður Land- búnaðarháskólinn opinn gestum sem vilja skoða og kynna sér að- stöðu og námsframboð. „í skól- anum verður hægt að kynna sér aðeins söguna og skoða myndir sem hanga þar á veggjum. Þá mun Ragnheiður I. Þórarinsdóttir rekt- or halda stutt ávarp í upphafi há- tíðar,“ segir Ragnhildur. í skóla- stjóraíbúðinni verður ljósmynda- sýning barna frá Hvanneyri. „Flóki Kristinsson hefur verið með ljós- myndanámskeið síðustu daga fyrir börn á aldrinum 10-11 ára og á há- tíðinni verður hægt að sjá afrakst- ur námskeiðsins. Það er virkilega skemmtilegt að fá að sjá hvað kem- ur út úr því,“ segir Ragnhildur. Fastir liðir eins og kaffisala Kvenfélagsins 19. júní verður á sínum stað, farið verður í leiðsögn um Yndisgróður og hægt að fá fræðslu um býflugnarækt. Skemm- an verður opin og fleira skemmti- legt. Að sögn Ragnhildar er von á góða veðrinu og því ekki úr vegi að leggja leið sína á Hvanneyri og njóta dagsins. arg Bæjarhátíðin írskir dagar hefst á morgun á Akranesi og mun standa fram á sunnudagskvöld. Er þetta jafnframt 20 ára afmæli hátíðarinn- ar og eins og venja er fyrir verður þétt dagskrá alla hátíðina og all- ir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Að sögn Fríðu Kristín- ar Magnúsdóttur, viðburðarstjóra Akraneskaupstaðar, hefur undir- búningur fyrir hátíðina gengið mjög vel. „Mikil stemning hefur myndast í bænum fyrir hátíðina,“ segir Fríða. Hátíðin verður sett klukkan 14 á morgun fyrir fram- an bæjarskrifstofurnar við Stillholt 16-18. Sveppi og Villi mæta og taka lagið með leikskólabörnum. Eft- ir setninguna verður boðið upp á ýmsa skemmtun eins og nerfbyssur og boltafjör á túninu við Suðurgötu og bóka- og sögugöngu frá Bóka- safni Akraness. „Um kvöldið verður Valgerður jónsdóttir með tónleika í Stúkuhúsinu þar sem hún mun syngja uppáhalds írsku lögin sín. Á föstudeginum verður líf og fjör við Akratorg þar sem boðið verður upp á lifandi tónlist, dans og fleira. Við Kirkjubraut 11 verður sett upp uppblásin 50 metra hindrunarbraut sem ekki hefur verið boðið upp á áður á írskum dögum,“ segir Fríða. Á föstudagskvöldinu ef hefð fyr- ir því að nágrannar komi saman og haldi götugrill og að þessu sinni fær mest skreytta gatan trúbador til að halda uppi stemningunni yfir grill- inu auk þess sem í verðlaun veðrur glaðningur frá Einarsbúð. Á laugardeginum verður Sand- kastalakeppnin á sínum stað og Sjóbaðsfélag Akraness mun standa fyrir Helgasundi til minningar um Helga Hannesson. „Settur verður upp skottmarkaður á bílastæðinu fyrir framan Brekkubæjarskóla þar sem allir sem vilja geta verið með, en mikilvægt er að skrá sig á irsk- irdagar@akranes.is. Um hádegið hefst skemmtidagskrá við Akratorg þar verða meðal annars BMX Bros að sýna listir sínar, Ingó Geirdal töframaður kemur og rauðhærðasti íslendingurinn verður krýndur. Karnival stemning verður á Merk- urtúni,“ segir Fríða. Um kvöldið verður hinn vinsæli brekkusöng- ur með Ingó á Þyrlupallinum við Akranesvöll áður en Lopapeys- an hefst, sem hefur oft verið sagt skemmtilegasta sveitaball landsins. Á sunnudaginn verður aftur karni- val á Merkurtúni og Leikhópurinn Lotta flytur leikritið Litla hafmeyj- an í Garðalundi. Væringjar verða á Byggðasafninu í Görðum þar sem kynntar verða atskylmingar og áhugasamir fá að spreyta sig. arg Valgerður jónsdóttir, tónlistarkona á Akranesi, syngur heillandi þjóð- og popplög frá írlandi og segir sög- ur tengdar lögunum á tónleikum í Stúkuhúsinu við Byggðasafnið á Akranesi, fímmtudagskvöldið 4. júlí. Þennan dag hefst bæjarhátíðin írskir dagar á Akranesi og stendur yfir fram á sunnudag. Dagskrá tón- leikanna er tvískipt. Fyrir hlé syng- ur Valgerður úrval af írskum þjóð- lögum, en eftir hlé verður skipt um gír og þá taka við ýmis þekkt pop- plög eftir írskt tónlistarfólk. Um hljóðfæraleikinn sjá Sveinn Arnar Sæmundsson á píanó, Kristín Sigurjónsdóttir spilar á fiðlu og syngur raddir, Þórður Sævarsson sér um gítarleik og raddanir, Haral- dur Ægir Guðmundsson á kontra- bassa og Arnar Óðinn Arnþórsson á trommur. Tónleikarnir hefjast kl. 20 og boðið verður upp á léttar veitingar í hléi. Aðgangseyrir er 2000 krónur. Athugið að sætapláss er takmarkað svo hægt er að panta miða í síma: 841-7688 eða á valgerdur76@ gmail.com -fréttatilkynning Á Hvanneyrarhátíð verður keppt í traktorafimi. Slíkar keppnir hafa áður verið haldnar undir stjórn Guðmundar ráðsmanns, meðal annars á Mýraeldahátíð 2012. Hér leggur Guðmundur línurnar fyrir Guðbrand á Staðarhrauni. Hvanneyrarhátíðin verður á laugardaginn Írskir dagar hefjast á morgun Góð stemning var á Akratorgi á Írskum dögum í fyrra. Ljósm. úr safni. Töfrandi tónlist frá Írlandi Elín Dögg opnar sýningu á Írskum dögum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.