Skessuhorn


Skessuhorn - 10.07.2019, Síða 2

Skessuhorn - 10.07.2019, Síða 2
MIÐVIKUDAGUR 10. júLí 20192 Nú eru margir lesendur Skessuhorns farnir eða á leið í sumarfrí og ætla að nýta fríið sitt til þess að ferðast um landið, dytta að heimili sínu eða jafnvel fara í garðverkin sem eru búin að sitja á hakanum alltof lengi. Engu að síður er gott að minna á að gott getur verið að kúpla sig algjörlega frá vinnuáreiti og því ráðlagt að fjarlægja t.d. aðgang að vinnutölvupósti heimavið eða í síman- um, slíkt dregur úr þeirri slökun sem frí- ið á að vera. Það er enginn ómissandi! Á morgun verður austlæg eða breytileg átt, bjart með köflum norðan- og vest- anlands en líkur á skúrum síðdegis. Hiti 13-20 stig. Á föstudag er spáð svipuðu veðri en skýjað að mestu leyti. Á laug- ardag er spáð sunnan- og suðvestan- átt 3-10 m/sek og skýjað, en úrkomulít- ið. Hiti getur náð allt að 20 stigum. Mild sunnanátt heldur áfram fram á sunnu- dag en búast má við súld og jafnvel rigningu. Á mánudag er útlit fyrir suð- vestanátt og vætu um allt vestanvert landið og svipaður hiti áfram. Spurt var á vef Skessuhorns í liðinni viku „Finnst þér íslenskt sumar hafa verið gott fram að þessu?“ Langflest- ir voru sammála að svo hefði verið, en 75% svöruðu „Já, mjög gott.“ 17% svöruðu „Já, alveg þokkalegt.“ Fæstir eru óánægðir með sumarið. 4% sögðu að það væri búið að vera afleitt, 3% að það væri búið að vera fremur leiðin- legt og þrír höfðu ekki skoðun á mál- inu. Alls tóku 498 þátt í könnuninni. Í næstu viku er spurt: Hyggst þú sækja endurmenntun eða fara í skóla á árinu? Anna Bjarnadóttir hefur mikla ástríðu fyrir bættri lýðheilsu og kennir ung- um sem öldnum um mikilvægi hreyf- ingar og hvað slíkt þýðir fyrir bætt lífs- gæði. Anna Bjarnadóttir er Vestlend- ingur vikunnar, en rætt er við hana í blaðinu í dag. Spurning vikunnar Til minnis Veðurhorfur Vestlendingur vikunnar Blöðin framundan SKESSUHORN: Skessuhorn verður gefið út alla miðviku- daga í þessum mánuði, þ.e. 17., 24. og 31. júlí. Starfsfólk fer eftir það í viku sumarfrí og kemur því EKKI út blað mið- vikudaginn 7. ágúst, en hefð- bundin útgáfa eftir það. -mm Blóðskortur LANDIÐ: Mikill skortur er á blóði til blóðgjafar í Blóð- bankanum. RUV greindi frá því í gær. Að sögn Helgu jó- hannsdóttur, hjúkrunarfræð- ings hjá Blóðbankanum, er lagerstaðan sérlega slæm um þessar mundir og eru lands- menn hvattir til þess að koma við í bankanum og gefa blóð. Starfsfólk hringir nú í vel- unnara bankans og biður um aðstoð, að sögn Helgu. Sér- stakur skortur er á neyðar- blóðinu, O mínus blóðflokki, en einnig á O plús blóð- flokki. Opið er í Blóðbankan- um í Reykjavík og á Akureyri til klukkan 15. Á fimmtudög- um er opið til hálf sjö. Fólk er hvatt til að gera sér ferð og gefa blóð. -mm Heldur dregur úr fasteignavið- skiptum VESTURLAND: í nýliðnum júnímánuði var 38 fasteigna- samningum þinglýst á Vestur- landi. Þar af voru ellefu samn- ingar um eignir í fjölbýli, 16 samningar um eignir í sérbýli og ellefu samningar um ann- ars konar eignir. Heildarvelt- an var 1.063 milljónir króna og meðalupphæð á samning 28 milljónir króna. Af þessum 38 samningum voru 15 samn- ingar um eignir á Akranesi. Þar af voru sex samningar um eignir í fjölbýli, sjö samning- ar um eignir í sérbýli og tveir samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 550 milljónir króna og meðalupp- hæð á samning 36,7 milljónir króna. Nokkur samdráttur er nú í fasteignaviðskiptum víð- ast hvar á landinu, en á höf- uðborgarsvæðinu var fjöldi samninga 21% lægri í júní en í sama mánuði í fyrra. -mm Vestlendingar taka yfir stjórn Arionbanka RVK: Um nýliðin mánaða- mót tók Benedikt Gíslason við starfi bankastjóra Arion- banka. Á mánudag var svo til- kynnt að Ásgeir Helgi Reyk- fjörð Gylfason hafi verið ráð- inn í nýtt starf aðstoðarbanka- stjóra. Hefur hann störf með haustinu. Gaman er að geta þess að báðir slitu þeir Bene- dikt og Ásgeir barnsskón- um á Vesturlandi; Benedikt á Hvanneyri en Ásgeir Helgi á Akranesi. -mm Á undanförnum 2–3 vikum hafa tíu börn greinst á íslandi með al- varlega sýkingu af völdum E. coli bakteríu (STEC). Fjögur börn í síðustu viku og síðan bættust sex við um nýliðna helgi. Fólk getur smitast af STEC með menguðum matvælum eða vatni, með beinni snertingu við dýr eða mengað- an úrgang dýra. Bakterían kemst þannig um munn og niður í melt- ingarveg og framleiðir eiturefni sem getur valdið blóðugum nið- urgangi og í alvarlegum tilfellum nýrnabilun og blóðleysi. í gær gaf landlæknisembættið það út að níu af þeim tíu börnum sem sýktust smituðust á ferðaþjónustubæn- um Efstadal 2 í Bláskógabyggð. Eitt barnanna smitaðist líklega af systkini sínu. Rannsóknir hafa sýnt að e. coli bakterían sem sýkti börnin finnst einnig í hægðasýni frá kálfum á staðnum. mm Ríkislögreglustjóri, í samráði við Lögreglustjórann á Vesturlandi, hefur aflétt óvissustigi sem lýst var yfir 11. júní síðastliðinn vegna hættu á gróðureldum á Vesturlandi. Það er mat lögreglunnar á Vestur- Tvö tilraunamöstur hafa ver- ið reist í landi Hróðnýjarstaða í Dölum en fyrirtækið Storm Orka áformar að reisa þar vindmyllu- garð til raforkuframleiðslu. Storm Orka eru í eigu bræðranna Magns- úsar B. og Sigurðar E. jóhannes- sona sem einnig eru landeigendur að Hróðnýjarstöðum. Á vordög- um kom starfshópur frá spænska fyrirtækinu Mesawind á svæðið til að reisa möstrin en fyrirtækið sér- hæfir sig í smíði þeirra og upp- setningu. Tilraunamöstrin eru 100 metrar á hæð og munu vera í sömu hæð og áætlaðar vindmyllur að spöðum frádregnum. „Möstrin voru sett upp í bútum, byggt smátt og smátt ofan á. Það var vindasamt þegar hópurinn var hjá okkur og ég get sagt þér að Manuel hjá Mesawind hafði áhyg- gjur af stöðunni um tíma. Hann sagðist ekki geta sent mann til að reisa möstrin í 100 metra hæð í svona roki. Að endingu var ák- veðið að vinna þetta á nóttunni því þá reyndist vindur hægari. Það er allt sem bendir til þess að þetta sé gott svæði fyrir vindmyllur, það blæs nóg,“ segir Magnús B. jóhan- nesson framkvæmdastjóri Storm Orku í samtali við fréttaritara. Staða verkefnisins er sú að það er nú í umhverfismati og búið að senda inn gögn til Skipulagsstof- nunar til umsagnar. Að sögn Ma- gnúsar er ferlið á góðu róli og un- dirbúnings- og rannsóknarvinna í gangi. „Það er eðlilegur gangur á þessu. Við höfum lokið einhver- jum rannsóknum en eigum tölu- vert eftir. Verkefnið tekur tíma, við erum búnir að vinna að þessu í þrjú ár og eigum örugglega annað eins eftir,“ segir Magnús um fram- gang verkefnisins. sm Tilraunamöstur komin upp á Hróðnýjarstöðum Óvissustigi aflétt á Vesturlandi landi að telja megi að ástand sé að verða svipað og í venjulegu tíðar- fari. Því hafi verulega dregið úr eldhættu í þurrum gróðri. Þessi ákvörðun var tilkynnt síðastliðinn miðvikudag. Óvissustig almanna- varna þýðir að aukið eftirlit er haft með atburðarás sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og ör- yggi fólks, umhverfis eða byggðar verði ógnað. Að lýsa yfir óvissustigi er hluti af verkferlum í skipulagi al- mannavarna til að tryggja form- leg samskipti og upplýsingagjöf á milli viðbragðsaðila og almenn- ings. „Þótt óvissustigi hafi nú ver- ið aflýst hvetja viðbragðsaðilar eftir sem áður til að aðgát sé höfð í með- ferð opins elds og eldunartækja þar sem mikill gróður er,“ segir í til- kynningu frá ríkislögreglustjóra. Enn er eldhætta til staðar Á vef RUV síðastliðinn mánu- dag er haft eftir Árna Hjörleifssyni oddvita Skorradalshrepps að sveit- arfélagið hafi sent erindi til Vega- gerðarinnar til að knýja á um bætt- ar samgöngur í Skorradal. Fyrst og fremst til að tryggja flóttaleiðir. Árni segir að eldhættan sé ekki liðin hjá jafnvel þótt óvissustigi hafi ver- ið aflétt. „Fólk áttar sig ekki alveg á því að þó að það hafi rignt fyr- ir nokkrum dögum er jarðvegurinn orðinn svo langþurr, eins og þerri- pappír. Það þarf miklar rigningar til að menn séu nokkuð öruggir,“ segir Árni. „Ef þetta heldur áfram að vera svona, þurrkar eins og hafa verið síðustu tvo daga, þá náttúr- lega verður ástandið aftur svipað. En það er spáð rigningu þannig að það gæti verið að það bleytti aðeins í,“ sagði Árni og brýnir fyrir fólki að vera áfram á varðbergi gagnvart eldhættu. mm Frá samæfingu Slökkviliðs Borgarbyggðar í Skorradal 14. júní síðastliðinn. Ljósm. kgk. Hrina alvarlegra E. coli sýkinga rakin til Efstadals Grís á bæjar- hlaðinu í Efstadal.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.