Skessuhorn


Skessuhorn - 10.07.2019, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 10.07.2019, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 10. júLí 201916 Það var margt um manninn þegar Hvanneyrarhátíð var hald- in á laugardaginn. Ýmissa tímamóta var minnst. Meðal annars að 130 ár eru frá upphafi skólastarfs á Hvanneyri en auk þess var með veglegum hætti haldið upp á 70 ára afmæli Ferguson dráttarvélanna hér á landi. Af því tilefni var fjöldi eldri véla hafður til sýnis en auk þess nýjasta dráttarvél landsins, öllu stærri en þeir gömlu gráu. Eftir setningarathöfn sem fram fór á kirkjutröppunum tók við fjölbreytt dagskrá víðsvegar um þorpið. í Ásgarði var opið hús í skólanum, yndisgarðar kynnt- ir, markaður var í íþróttahúsinu, kaffisala í gamla bútæknihús- inu, útigrill, ljósmyndasýning í gamla skólastjórabústaðnum, opnar sýningar í gamla fjósinu og keppt í dráttarvélafimi úti á túni. Þá buðu jötunvélar upp á veislutertu. Lauslega er áætl- að að hátt í tvö þúsund manns hafi mætt á Hvanneyri og nutu gestir dagsins í einmuna veðurblíðu. mm Fjölmenn Hvanneyrarhátíð í einmuna veðurblíðu Þannig var veðrið allan daginn. Logn og hátt í 20 gráðu hiti við setningu hátíðarinnar. Elísabet, Sigrún og Ingibjörg bökuðu pönnukökur í gríð og erg fyrir Kvenfélagið 19. júní. Magnús Hannesson bóndi á Eystri-Leirárgörðum frumsýndi Farmal A dráttarvél sína árg. 1946, sem er að miklu leyti uppgerð. Vél þessi á sér allmerka sögu. Með sprungna blokk var vélin grafin árið 1991 þar sem ekki var pláss fyrir hana í húsi. Var síðan grafin upp að nýju 2017 og nú er bóndinn langt kominn með uppgerð hennar. Jón Valgarðsson á Eystra-Miðfelli keppti í dráttarvélafimi á Farmal A. Fjóla Ben í Mófellsstaðakoti tók þátt í dráttarvélafimi og fór með sigur af Hólmi í kvennaflokki. Í karlaflokki varð hlutskarpastur Jóhann Ingi Haraldsson bóndi á Ásgeirsbrekku í Skagafirði. Jón Jónsson frá Haukagili, formaður Fergusonfélagsins, átti stóran þátt í sýningunni. Flutti hann fjölmargar vélar til að gera sýningu sem veglegasta. Rita og Ásta í Ullarselinu. Þeir grilluðu ofan í mannskapinn og seldu upp lagerinn. Verðskulduðu einn kaldan að loknu góðu dagsverki. Massey Ferguson S 7726 er nýjasta dráttarvélin í dag. Henni Dagnýju fannst ekki amalegt að fá að setjast í öku- mannssætið á þessum. Svipmynd af markaðinum í íþróttahúsinu. Fremst eru vörur frá Geitfjársetrinu Háafelli. Nafnar taka spjall saman. Grétar Jónsson á Hávarsstöðum og Grétar Einarsson frá Hvanneyri. Ragnheiður Steinunn Hjörleifsdóttir með sneið af Jötun- vélaköku og vörur úr Ullarselinu, sem er svona ljómandi snyrtilega pakkað inn!

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.