Skessuhorn - 10.07.2019, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 10. júLí 2019 31
Kári vann öruggan sigur á botnliði
Tindastóls þegar liðin mættust í 10.
umferð í öðrum flokki karla í Akra-
neshöllinni á fimmtudagskvöldið.
Er þetta þriðji sigur Káramanna
það sem af er af tímabilinu og dýr-
mæt stig í vegarnesti hjá þeim fé-
lögum í botnbaráttunni, nú þegar
líða fer á seinni hluta íslandsmóts-
ins.
Skagamenn byrjuðu leikinn af
krafti og gáfu tóninn á 19. mín-
útu þegar Guðfinnur Þór Leósson
skoraði fyrsta mark leiksins og kom
Kára í framsætið. Guðfinnur var
svo aftur á ferðinni rétt undir lok
fyrri hálfleiks þegar hann bætti við
öðru marki á 41. mínútu. Skaga-
menn voru alls ekki saddir fyrir
hléið því Andri júlíusson bætti við
þriðja markinu í uppbótartíma og
kom Kára í 3-0 fyrir hálfleik.
Gestirnir úr Skagafirði vöknuðu
til lífsins í síðari hálfleik og hertu
varnarlínu sína til muna. Ekki gekk
þó hjá Tindastóli að skapa almenni-
leg marktækifæri og voru Kára-
menn allt í öllu. Það var svo á 76.
mínútu sem heimamenn náðu að
ryðjast í gegnum varnir gestanna
þegar Hilmar Halldórsson bætti við
fjórða marki Skagamanna. Tinda-
stóll átti engin svör og því öruggur
4-0 sigur Kára staðreynd.
Með sigrinum bætir Kári við sig
þremur dýrmætum stigum en situr
þó ennþá í næstneðsta sæti í deild-
inni. Næsti leikur Kára verður á
Selfossi.
glh
Snæfellingar gerðu
sér lítið fyrir á
föstudaginn og
sigruðu íH með sex
mörkum gegn engu
þegar liðin mættust á
Stykkishólmsvelli í átt-
undu umferð í B-riðli fjórðu deild-
ar.
Heimamenn gáfu tóninn strax á
fimmtu mínútu þegar Matteo Tuta
kom Hólmurum yfir. Carles Mart-
inez Liberato bætti við öðru mark-
inu á 29. mínútu og Marius Ganu-
sauskas því þriðja á 45. mínútu.
Snæfell leiddi með þremur mörkum
gegn engu þegar gengið var til hálf-
leiks.
Heimamenn gáfu ekki tommu
eftir í síðari hálfleik en þó náðu
gestirnir eitthvað að hægja á þeim.
Það var ekki fyrr en á 71. mínútu að
Sigurjón Kristinsson skoraði fjórða
mark Hólmara og sex mínútum síð-
ar bætti Milos janicijevic fimmta
markinu við. Ekkert gekk upp hjá
íH sem skoraði sjálfsmark á 87.
mínútu og aðstoðuðu heimamenn
í stöðuna 6-0 sem jafnframt urðu
lokatölur í leiknum.
Er þetta fjórði sigur Snæfells í röð
og er liðið taplaust á íslandsmótinu
eftir átta umferðir. Hólmarar fá ann-
an heimaleik næsta föstudag þegar
KB-menn koma í heimsókn. Leik-
urinn hefst klukkan 20:00. glh
Víkingur Ó. sigraði Aftureldingu
2-0 í tíundu umferð fyrstu deildar
karla á föstudag. Leikið var á Ólafs-
víkurvelli.
Mosfellingar byrjuðu leikinn
ákafir og voru meira með boltann
á upphafsmínútunum. Ólsarar voru
þó hvergi að gefa eftir og mættu
gestunum á pari í baráttunni.
Hvorugt liðið náði að skila boltan-
um í netið og voru þau jöfn þegar
flautað var til hálfleiks.
í síðari hálfleik byrjuðu heima-
menn örlítið betur en gestirnir og
voru sprækir. Eftir fimm mínútna
spil átti Víkingur skyndisókn sem
endaði með dúndurskoti í þver-
slánna. Var þetta eins og forréttur
fyrir áhorfendur því Víkingur skor-
aði fjórum mínútum síðar og komst
yfir á 54. mínútu. Sallieu Capay
Tarawallie átti góða stoðsendingu
á Harley Willard sem skilaði bolt-
anum í netið.
Voru heimamenn allt í öllu eft-
ir markið og þurfti Afturelding að
hafa sig alla við að verjast. Annað
mark Víkings skoraði svo Sallieu á
62. mínútu þegar hann fylgdi bolt-
anum ákveðinn eftir, í mark gest-
anna. Afturelding átti engin svör
og náðu ekki að skapa sér almenni-
leg marktækifæri það sem eftir lifði
leik. Lokatölur voru því 2-0 Vík-
ingi í vil.
Með sigrinum stökkva Ólsarar úr
sjöunda sæti í það fjórða og eru nú
með 17 stig eftir tíu umferðir, jafn
mörg stiga og Fram í 5. sæti.
Næsti leikur Víking Ó. verð-
ur gegn Njarðvík á Reykjanesinu
á fimmtudag og hefst leikurinn
klukkan 19:15.
glh
Víkingur Ó. færir
sig upp um þrjú sæti
Víkingur Ó. nældi sér í þrjú stig í 10. umferð. Ljósm. af.
Snæfell heldur áfram á sigurbrautinni
Káramenn fagna hér einu af mörkunum fjórum. Ljósm. gbh.
Kári fékk dýrmæt stig