Skessuhorn


Skessuhorn - 21.08.2019, Side 1

Skessuhorn - 21.08.2019, Side 1
arionbanki.is Arion appið Nú geta allir notað besta bankaappið* *MMR 2018 FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 34. tbl. 22. árg. 21. ágúst 2019 - kr. 750 í lausasölu Ert Þú í áskrift? Sími 433 5500 www.skessuhorn.is Það var líf og fjör á bæjarhátíðinni Dönskum dögum sem haldin var í Stykkishólmi í 25. skipti um liðna helgi. Fjallað er um hátíðina í máli og myndum í Skessuhorni á bls. 26. Þessar líflegu og litríku stúlkur tóku virkan þátt í hátíðarhöldunum, málaðar í fánalitum frændþjóðanna Danmerkur og Íslands. Ljósm. sá. Samgöngu- og sveitarstjórnar- ráðuneytið hefur birt til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveit- arfélaga fyrir árin 2019-2033. Er þetta í fyrsta sinn sem slík heild- stæð stefna á vegum ríkisins er mótuð fyrir sveitarstjórnarstig- ið. Þar er meðal annars lagt til að stefnt verði að fækkun sveitarfélaga með því að setja mörk um að lág- marki 250 búi í hverju sveitarfélagi við kosningarnar 2022. Þrjú sveit- arfélög á Vesturlandi eru nú með færri íbúa, þ.e. Skorradalshreppur, Helgafellssveit og Eyja- og Mikla- holtshreppur. Þá er að auki lagt til að þúsund íbúar verði að lág- marki í hverju sveitarfélagi í kosn- ingum 2026. Að óbreyttu bætast þá við sveitarfélögin Hvalfjarðarsveit, Dalabyggð og Grundarfjarðarbær sem öll eru nú með innan við þús- und íbúa. Verði tillagan samþykkt mun sveitarfélögum á Vesturlandi því fækka um a.m.k. sex á næstu sjö árum og verða því hugsanlega fjög- ur árið 2026. Sjá nánar á bls. 12. Íbúar í Grundarfirði voru 870 um mitt þetta ár. Ef tillagan verður samþykkt mun íbúafjöldi þar verða að fara yfir þúsund á næstu sjö árum svo ekki þurfi að koma til sameining við önnur sveitarfélög. Stefnt að fækkun sveitarfélaga Fjallað um upphaf skólaársins Í Skessuhorni í dag er púlsinn tek- inn á skólum í landshlutanum. Rætt er við forsvarsmenn grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla á Vest- urlandi. Samhliða því að grunn- skólar hefjast bætast mörg hundr- uð ungir einstaklingar í umferðina. Ökumenn eru sérstaklega hvattir til að taka tillit til þeirra og aka var- lega. Sjá bls. 19-23. Alltaf gott að leggja sig eftir góða máltíð á Landnámssetri sími 437-1600 Borðapantanir í síma 437-1600 eða á landnam@landnam.is Verið ávallt velkomin, Starfsfólk Landnámsseturs

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.