Skessuhorn - 21.08.2019, Page 2
MIÐVIKUDAGUR 21. áGúSt 20192
Gott er að minna lesendur Skessu-
horns á að fara reglulega út í nátt-
úruna. Hvort sem það er göngutúr,
fjallganga eða ferð í berjamó þá
hafa allir gott af því að fá sér ferskt
loft í lungun og finna gjóluna leika
um andlitið, sérstaklega þeir les-
endur sem verja stórum hluta af
deginum inni.
Á morgun fimmtudag má búast
við bjartviðri um landið vestanvert.
Hiti 8 til 17 stig. Á föstudag verður
að mestu skýjað og víða lítilshátt-
ar rigning. Á laugardag breytist hiti
lítið, hæg suðlæg eða breytileg átt
verður og stöku skúrir. Á sunnudag
er spáð skýjuðu með köflum með
dálítilli rigningu sunnan- og vest-
anlands. Á mánudag er útlit fyr-
ir suðvestanátt og rigningu með
köflum um vestanvert landið.
Í liðinni viku var spurt á vef Skessu-
horns. „Hvaða haustmat hlakkar þú
mest til að borða?“
30% svöruðu „nýjar kartöflur og
grænmeti.“ 22% sögðu „kjötsúpa“
og 19% kusu slátur. Því næst kusu
11% „allan ömmumat“ og 9%
sögðu „svið“. Valmöguleikarnir,
„Aðrir valkostir“, „fiskur“ og „súpa/
grautur“ fengu allir undir 5% at-
kvæða hver. 448 tóku þátt í könn-
uninni.
Í næstu viku er spurt: Hverjir eru
verstu ókostir manneskjunnar?
Nemendur, kennarar, stuðnings-
fulltrúar og annað starfsfólks skól-
anna, sem koma með einum eða
öðrum hætti að skólastarfi í lands-
hlutanum, eru Vestlendingar vik-
unnar.
Spurning
vikunnar
Til minnis
Veðurhorfur
Vestlendingur
vikunnar
Flugslys í
Svefneyjum
REYKHÓLAHR: Flugslys
varð í Svefneyjum á Breiða-
firði síðdegis síðastliðinn
fimmtudag. Flugvél í flug-
taki fékk á sig vindhviðu
undir vænginn með þeim
afleiðingum að flugmaður-
inn missti stjórn á vélinni.
Vélin fór fram af flugbraut-
inni og lenti ofan í fjöru þar
sem hún steyptist fram fyrir
sig og endaði á hvolfi. Flug-
maður og farþegi reyndust
ómeiddir og komust út úr
vélinni af sjálfsdáðum. Þyrla
Landhelgisgæslu Íslands var
send út í Svefneyjar ásamt
fulltrúa frá rannsóknanefnd
samgönguslysa og lögreglu-
mönnum frá Stykkishólmi.
Mennirnir voru síðan fluttir
til baka upp á land með þyrl-
unni. -kgk
Innlegg
hækkar um
10% milli ára
LANDIÐ: Frá því var greint
í síðasta Skessuhorni að veg-
ið landsmeðaltal sex af sjö af-
urðastöðvum sem taka dilka
til slátrunar í haust hafi ver-
ið 429 krónur í síðustu viku.
Nú hefur Fjallalamb gef-
ið út sitt verð, síðast afurða-
stöðva, en auk þess tilkynnti
Norðlenska um hækkun á
áður birtri verðskrá sinni og
hækkar reiknað meðalverð
fyrirtækisins úr 432 kr/kg í
445 kr/kg. Vegið landsmeð-
altal er nú 444 kr/kg, en var
401 króna í síðustu sláturtíð.
Hækkunin er því um 10%
milli ára. Verð fyrir dilkakjöt
er lægst hjá Fjallalambi 432
kr/kg en hæst er það 455 kr/
kg kíló hjá Sláturfélagi Suð-
urlands. -mm
FJARNÁM
Skráning á haustönn fer fram dagana 22. ágúst til
5. september á slóðinni www.fa.is/fjarnam
3
3 l .
Lögreglan á Vesturlandi tók nýja
lögreglubifreið í notkun í síð-
ustu viku. Um er að ræða Landro-
ver Discovery, fullbúinn lögreglu-
bíl sem er auk þess sérútbúinn fyr-
ir umferðareftirlit. „á þessum bíl
verður fyrst og fremst haft eftirlit
með atvinnutækjum sem eru á ferð-
inni, en lögregla hefur eftirlit með
farmi flutningabíla, fylgist með því
að hvíldartímaákvæðum sé fylgt
og fleira slíkt, auk þess að hemla-
prófa og vigta atvinnutæki,“ seg-
ir ásmundur Kr. ásmundsson að-
stoðaryfirlögregluþjónn í samtali
Síðastliðinn sunnudag mætti hóp-
ur fólks í hlíðar Oks í ofanverð-
um Borgarfirði. Þar var skildi
með áletrun komið fyrir á stein
til að minnast meints andláts jök-
uls á Okinu. Meðal þátttakenda
var Katrín Jakobsdóttir forsætis-
ráðherra, Guðmundur Ingi Guð-
brandsson umhverfisráðherra og
fleiri. Forsætisráðherra hélt ræðu
við rætur fjallsins og sagði að af-
leiðingar hamfarahlýnunar blöstu
nú við um heim allan. Hún biðl-
aði til heimsbyggðarinnar um að
grípa til róttækra aðgerða. Sagði
hún hvarf jökuls á Oki vera birt-
ingarmynd hnattrænnar hlýnun-
ar og viðvörun um að loftslagsvá-
in er ekki í fjarlægri framtíð heldur
hér og nú. Ok er fyrsti nafnkunni
jökullinn á Íslandi til að missa tit-
il sinn en á næstu 200 árum er tal-
ið að allir jöklar landsins fari sömu
leið.
Forsætisráðherra undirstrikaði
í ræðu sinni þá afstöðu Íslands að
berjast þyrfti fyrir loftslagsréttlæti,
enda væru mannréttindi, félagslegt
réttlæti og jafnrétti kynjanna sam-
tengd loftslagsmálum og allar að-
gerðir gegn loftslagsbreytingum
yrðu að taka mið af því. Auk for-
sætisráðherra hélt Mary Robinson,
fyrrum forseti Írlands og baráttu-
kona fyrir loftslagsréttlæti, ræðu
við rætur fjallsins. Að því búnu var
haldið upp á fjallið þar sem minn-
isvarðanum var komið fyrir.
mm/ Ljósm. forsætisráðuneytið.
Nýr lögreglubíll sérútbúinn til umferðareftirlits
við Skessuhorn. „Hann var sérval-
inn í þetta verkefni af því hann hef-
ur dráttargetu upp á 3,5 tonn og
getur því dregið þungan hemla-
prófunarvagn. Auk þess er í hon-
um vogir til að vigta atvinnutæki,“
bætir hann við. „Nýja bílinn höfum
við á leigu og er rekstur hans tölu-
vert hagkvæmari en verið hefur, en
hann leysir af gamla Ford transit
sendiferðabifreið sem notuð var til
að sinna sömu verkefnum. Sá bíll
var kominn til ára sinna,“ segir ás-
mundur.
Þrír nýir bílar á árinu
ásmundur segir að töluverðar
breytingar til batnaðar séu fram-
undan í bílamálum Lögreglunn-
ar á Vesturlandi á næstu misser-
um. Auk nýja umferðareftirlitsbíls-
ins hefur Lögreglan á Vesturlandi
tekið þrjá aðra nýja bíla í notk-
un frá áramótum. Einn þeirra er á
Akranesi, annar í Borgarnesi og sá
þriðji á Snæfellsnesi. „Við vorum í
raun að bregðast við slæmu ástandi
og þurftum að endurnýja þrjá bíla
strax, þar af einn sem var ekinn 500
þúsund kílómetra. Einn bíllinn sem
við notum í dag er frá árinu 2008,
eða ellefu ára gamall og annar er sjö
ára. Lögreglubíla þarf helst að end-
urnýja á hámark fimm ára fresti,“
segir hann, en allt í allt hefur emb-
ættið 15 bíla til umráða, bæði
merktar og ómerktar lögreglubif-
reiðar. „Þrír lögreglubílar hafa ver-
ið endurnýjaðir frá áramótum, auk
nýja umferðareftirlitsbílsins, en á
síðustu þremur árum þar á undan
höfðum við aðeins fengið einn nýj-
an bíl og ástand flotans ekki gott.
Þessir bílar leystu af hólmi mjög
gamla bíla, þannig að um nauðsyn-
lega endurnýjun er að ræða. Ætl-
un okkar er að fylgja þessu eftir og
halda áfram að endurnýja bílaflot-
ann,“ segir ásmundur.
kgk
Nýi lögreglubíllinn er af gerðinni Landrover Discovery og er sérútbúinn til um-
ferðareftirlits. Ljósm. Lögreglan á Vesturlandi.
Táknræn athöfn til að
minna á hlýnun jarðar