Skessuhorn - 21.08.2019, Qupperneq 20
MIÐVIKUDAGUR 21. áGúSt 201920
SKÓLABLAÐ SKESSUHORNS
Nú líður að hausti og fjölskyldur
í landshlutanum að komast í fyrri
rútínu eftir sumarleyfi og ferða-
lög. Grunnskólar á Vesturlandi
eru nú margir hverjir að komast á
fullt skrið og eru skólastjórnend-
ur spenntir fyrir komandi vetri. Vel
hefur gengið að manna stöður og
að vanda eru fjölmörg og áhugaverð
verkefni á döfinni í starfi grunn-
skólanna í landshlutanum. Skessu-
horn sló á þráðinn til skólastjóranna
á Vesturlandi og ræddi stuttlega við
þá um komandi skólaár.
Grundaskóli á Akranesi
Setningarathöfn Grundaskóla á
Akranesi verður á morgun, fimmtu-
daginn 22. ágúst og hefst kennsla
strax degi síðar eða á föstudag-
inn. Við upphaf skólaárs eru nem-
endur í Grundaskóla 640 talsins og
kveðst Flosi Einarsson, aðstoðar-
skólastjóri Grundaskóla, vera til-
búinn fyrir veturinn og að búið
sé að manna allar stöður í skólan-
um. „Við væntum þess að komandi
skólaár verði farsælt eins og undan-
farin ár. Við höfum trú á nemend-
um okkar og starfsfólki og stefnum
alltaf að því að gera betur en áður,“
segir aðstoðarskólastjórinn.
Margt spennandi er framund-
an í Grundaskóla á nýju skólaári.
Búið er að festa kaup á fullkomn-
um tækjum til útvarpsútsendinga
og má búast við að útvarp Grundó
verði komið í loftið áður en langt
um líður. „Með útvarpinu viljum
við þjálfa nemendur enn frekar í
framsögn, lestri og munnlegri tján-
ingu með því að búa til fræðandi
og skemmtilega útvarpsþætti sem
nemendur taka upp eða senda beint
út í gegnum heimasíðu skólans.
Einnig ætlum við að auka við úti-
kennslu á skólaárinu,“ segir Flosi
en fjölbreytilegt þróunarstarf á sér
stað í Grundaskóla. „Við hlökkum
mikið til að hitta nemendur okkar,
hressa og káta, eftir frábært sumar,“
segir hann að endingu.
Brekkubæjarskóli
á Akranesi
Brekkubæjarskóli á Akranesi verður
settur á morgun, fimmtudaginn 22.
ágúst, og hefst hefðbundin kennsla
samkvæmt stundaskrá föstudag-
inn 23. ágúst. Um 470 nemendur
eru skráðir í Brekkubæjarskóla en
undanfarin ár hafa verið talsverð-
ar hreyfingar á fyrstu dögum skól-
ans og segir Arnbjörg Stefánsdótt-
ir skólastjóri að þessi tala eigi eft-
ir að skýrast frekar á næstu dögum.
Lögð er mikil áhersla á að eiga gott
samstarf við skólasamfélagið; nem-
endur, foreldra og aðra. „Við vilj-
um einnig að allir fái að njóta sín á
eigin forsendum og taki framförum
í námi,“ svarar skólastjórinn, að-
spurð um væntingar til skólaársins.
Miklar breytingar hafa átt sér
stað á húsnæði skólans sem munu
bæta aðstöðu starfsmanna og nem-
enda talsvert. „Við bíðum spennt
eftir að framkvæmdum ljúki. Einn-
ig hlökkum við til að fá íþróttahús-
ið og alla aðstöðuna þar í notkun
aftur. Mest hlökkum við þó til að
skólinn fyllist af börnum og að fá líf
í skólann aftur eftir sumarið,“ segir
Arnbjörg full tilhlökkunar.
Vel hefur gengið að manna stöð-
ur fyrir komandi vetur og segir
skólastjórinn að það sé fullt hús af
vel menntuðu fólki með fjölbreytta
fagþekkingu. „Allir kennarar eru
með leyfisbréf til að kenna á grunn-
skólastigi.“
Brekkubæjarskóli nýtir einnig
þau tækifæri sem felast í tækninni
og færir hana sífellt meira inn í
kennsluaðferðir með hverju árinu.
„Undanfarin ár höfum við verið að
þróa teymiskennslu í skólanum sem
breytir heilmiklu í öllu starfinu og
fengum meðal annars þróunarstyrk
til að vinna áfram að þeirri innleið-
ingu,“ útskýrir Arnbjörg, sem bætir
við að lokum. „ábyrgð okkar á eig-
in heilsu og álagsþáttum er okkur
frekar hugleikin þessi misserin og
ætlum við að leggja áherslu á það
í símenntun starfsmanna okkar í
vetur.“
Heiðarskóli
í Hvalfjarðarsveit
Nú fer allt að fara á fullt í Heiðar-
skóla í Hvalfjarðarsveit og var skól-
inn settur í dag. Stutt athöfn var í
sal skólans og fengu nemendur að
hitta umsjónarkennara í heima-
stofum ásamt því að fá stundatöfl-
ur sínar afhentar fyrir veturinn. Að
athöfninni lokinni var nemend-
um, foreldrum og starfsfólki boð-
ið að þiggja kaffiveitingar. 76 nem-
endur eru skráðir í Heiðarskóla og
eru miklar væntingar gerðar til um-
hverfismenntar. „Við viljum efla
okkur enn frekar í umhverfismennt
með því að til dæmis draga úr neyslu
og plastnotkun. Einnig leggjum við
ríka áherslu á árangursríkt samstarf
við foreldra og forráðamenn með
það að markmiði að hver og einn
nemandi og starfsmaður nái ár-
angri, líði vel í samvinnu og í skóla-
samfélaginu í Heiðarskóla, læri og
þroskist og verði besta útgáfan af
sjálfum sér meðvitaður um að í líf-
inu skiptast á skin og skúrir,“ seg-
ir Sigríður Lára Guðmundsdóttir,
skólastjóri Heiðarskóla.
Að sögn skólastjórans eru stöður
nánast fullmannaðar en vantar þó
enn stuðningsfulltrúa og karlkyns
starfsmann í íþróttahúsið.
Heiðarskóli hefur nú í einhver ár
verið með námsleiðir í boði í gegn-
um spjaldtölvur og er stefnan að
halda því áfram. „Við erum stöðugt
að reyna að bæta okkur í að vinna
út frá áhugasviði hvers og eins. á
síðasta skólaári buðum við upp á
áhugasviðsval í 5. – 10. bekk. Við
ætlum að halda því áfram og reyna
að mæta enn betur þörfum barna
um nám út frá áhugasviði. Við ætl-
um líka að fjölga verkefnum inn-
an námshópa með áherslu á sam-
þættingu námsgreina í spennandi
þemaverkefnum,“ útskýrir Sigríður
Lára og bætir við að lokum: „Við
erum full eftirvæntingar til skóla-
ársins og vonum að allir í skólasam-
félaginu, börn, starfsmenn, foreld-
ar og forráðamenn, séu tilbúnir að
taka þátt í þessu mikilvæga verkefni
með okkur sem er að mennta börn-
in með hagsmuni og velferð þeirra
að leiðarljósi.“
Grunnskóli Borgarfjarðar
Setningarathöfn Grunnskóla
Borgarfjarðar fer fram á morgun,
fimmtudaginn 22. ágúst, og hefst
svo skólinn samkvæmt stunda-
skrá á föstudag. 173 nemendur eru
skráðir í Grunnskóla Borgarfjarð-
ar í ár sem er með þrjár kennslu-
stöðvar dreifðar um Borgarfjörð:
á Hvanneyri, Kleppjárnsreykjum
og Varmalandi. 52 nemendur eru í
1.-10 bekk á Varmalandi, 82 nem-
endur eru í 1.-10. bekk á Klepp-
járnsreykjum og 39 nemendur eru
í 1.-5. bekk á Hvanneyri. Hald-
ið verður uppteknum hætti í vetur
við að bæta skólabrag og lögð verð-
ur sérstök áhersla á teymiskennslu
sem hefur verið þróunarverkefni
hjá Borgarbyggð síðustu ár. Lögð
verður áhersla á vellíðan nemenda,
lestur og lesskilning ásamt því að
auka fjölbreytni í allri vinnu nem-
enda.
Að sögn Helgu Jensínu Svavars-
dóttur skólastjóra hefur gengið vel
að manna stöður fyrir veturinn og
segir Helga skólann vera fullskip-
aðan nú þegar skólastarf er að hefj-
ast. „Við erum spennt fyrir komandi
vetri þar sem framundan eru breyt-
ingar á hluta skólahúsnæðis grunn-
skólans ásamt því að kennarar eru
að koma fílefldir eftir góða endur-
menntun í byrjun skólaársins,“ seg-
ir Helga Jensína að endingu.
Grunnskólinn
í Borgarnesi
Miklar framkvæmdir hafa átt sér
stað á húsnæði Grunnskóla Borg-
arness og hafa umtalsverðar breyt-
ingar verið gerðar á elsta hluta skól-
ans. Nú er mikið kapp lagt á að gera
allt klárt fyrir veturinn, en að sögn
Júlíu Guðjónsdóttur, skólastjóra
Grunnskóla Borgarness, þá þurfti
að fresta skólasetningu um örfáa
daga þar sem enn er eitthvað óklár-
að. Verður því skólinn settur mánu-
daginn 26. ágúst næstkomandi og
munu um það bil 290 nemendur
hefja skólaárið samkvæmt stunda-
skrá degi síðar. „Þetta er búin að
vera ansi brött byrjun hjá okkur og í
mörg horn að líta áður en skólastarf
getur farið á fullt en enn á eftir að
finna samastað fyrir unglingastig-
ið. Starfsfólkið hefur verið ótrúlega
jákvætt og lausnamiðað í öllu um-
stanginu sem fylgir framkvæmd-
unum,“ segir skólastjórinn þakklát-
ur fyrir starfshópinn sinn. Vel hef-
ur gengið að fylla stöður fyrir vet-
urinn og eru átta nýir að bætast við
starfsmannahóp skólans.
Nýja viðbyggingin verður tekin í
gagnið 1. október. Þar verða list- og
verkgreinar með sínar vinnustofur
ásamt því að öll kennsla á yngsta
stigi fer fram á efri hæð byggingar-
innar. Í fyrsta skipti í sögu skólans
verður mötuneyti inni í skólanum
og lýsir Júlía yfir mikilli tilhlökk-
un að hafa góðan sal til afnota fyrir
ýmis fjölbreytt og skemmtileg til-
efni. Fram að því munu Kræsingar
ehf. sjá um að næra nemendur og
starfsfólk. „Það verður æðislegt að
fá mötuneyti í skólann. Þetta eru
virkilega spennandi tímar hjá okk-
ur með nýju viðbygginguna sem
býður upp á allskonar skemmtileg
tækifæri sem voru ekki í boði áður.
Hlutirnir verða á pínu rúi og stúi í
fyrstu en með tímanum kemst allt
saman í gott jafnvægi,“ útskýrir
Júlía sem er spennt fyrir vetrinum
framundan.
Auðarskóli í Búðardal
Skólasetning Auðarskóla fer fram
á morgun, fimmtudaginn 22. ágúst
í Dalabúð. 89 nemendur hefja svo
Grunnskólastarf að hefjast á Vesturlandi
Ungir Grundfirðingar á leið í skólann.
Krakkar úr Heiðarskóla kæla sig við lækinn á lóð skólans.