Skessuhorn - 21.08.2019, Qupperneq 22
MIÐVIKUDAGUR 21. áGúSt 201922
SKÓLABLAÐ SKESSUHORNS
Kennsla hófst samkvæmt stunda-
skrá í Fjölbrautaskóla Snæfellinga
í gær, þriðjudaginn 20. ágúst og
segist Hrafnhildur Hallvarðsdóttir
skólameistari vera full tilhlökkun-
ar til skólaársins. „Við erum spennt
að byrja og höfum miklar vænting-
ar til starfsins í vetur. Allar stöð-
ur skólans eru skipaðar af áhuga-
sömu fólki,“ segir skólameistarinn.
Nýnemadagur var síðasta föstudag
þar sem nýnemar komu og fengu
kynningu á helstu þáttum skóla-
starfsins. 200 nemendur eru skráð-
ir í nám við Fjölbrautaskóla Snæ-
fellinga á haustönn þetta árið. Þar
af eru 150 staðnemar og af þeim
eru 50 nýnemar sem eru að hefja
nám að loknum grunnskóla. Um
50 nemendur eru í fjarnámi og í
framhaldsdeild FSN á Patreksfirði
eru um 20 nemendur sem koma í
Grundarfjörð þrisvar á önn en er
annars kennt frá Grundarfirði með
fjarnámskennslusniði.
Nýjungar við skólann
„Við höfum fjárfest í nýjum gagn-
virkum skjá sem við höldum að
muni gera kennsluna fjölbreyttari
og í takt við kennslufræði skólans.
Þessi skjár er líka góð viðbót við
kennslu fjarnema og nemenda okk-
ar á Patreksfirði. Við keyptum tvær
fjærverur á síðustu önn og þær eru
mjög góð viðbót við þá kennslu-
hætti sem hér eru notaðir,“ útskýr-
ir skólameistarinn. Örlitlar breyt-
ingar hafa orðið á starfsmanna-
hópi fjölbrautaskólans. tveir nýir
starfsmenn bætast við mannskap-
inn og nokkrir eru ýmist að koma
úr fæðingarorlofi eða eru á leið-
inni í fæðingarorlof að sögn Hrafn-
hildar. „Við erum mjög spennt að
byrja og hitta nemendur okkar eft-
ir sumarfríið og við bindum vonir
við að skólastarf í Fjölbrautaskóla
Snæfellinga verði farsælt skólaárið
2019-2020,“ segir hún að endingu.
glh
Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akra-
nesi var settur föstudaginn 16. ágúst
og hófst kennsla samkvæmt stunda-
skrá á mánudaginn. Í upphafi haust-
annar eru nemendur skólans 488
talsins að sögn skólameistarans,
ágústu Elínar Ingþórsdóttur. Þar
af eru 71 í námi með vinnu. Ný-
nemar sem koma beint úr grunn-
skóla eru 102 talsins. Mest aðsókn
er á bóknámsbrautir eins og verið
hefur og flestir þar sem innritast á
náttúrufræðabraut. Rafvirkjanámið
er vinsælast í iðnnáminu hjá dag-
skólanemendum og hefur Berlín-
aráfanginn í þýsku verið eftirsóttur.
Aðrir valáfangar í haust, heimspeki
og fíkn- og forvarnasálfræði, voru
einnig vinsælir í vali nemenda.
Kennsluaðferðir og
aukin vitund
Skólameistarinn segir miklar vænt-
ingar gerðar til nýs skólaárs. „Við
viljum að FVA verði í forystu varð-
andi þróun í upplýsingatækni, ár-
angursríkum kennsluháttum og
gæðamálum ásamt því að efla skóla-
brag og skólamenningu FVA, skapa
nemendum og starfsfólki góða
vinnuaðstöðu og aðlaðandi um-
hverfi og stuðla að velferð þeirra
í skólanum,“ segir ágústa og bæt-
ir við: „til að mæta hraðri þróun
tækninnar verður að tryggja kenn-
urum þjálfun, ráðgjöf og stuðning
við að tileinka sér nýjungar í hug-
búnaði og tölvutækni, meðal ann-
ars með námskeiðum, vinnustofum
og þjónustuveri, auk rafræns náms-
stjórnunarkerfis fyrir nemendur og
kennara þar sem allar upplýsingar
eru aðgengilegar.“
áhersla verður lögð á aukna vit-
und nemenda FVA um umhverfis-
og jafnréttismál, ásamt verkefnum
eins og lýðræði í skólastarfi, virku
nýsköpunarstarfi og samstarfi í
fjölþjóðlegum verkefnum. Hvorki
fleiri né færri en þrjú erlend sam-
starfsverkefni eru að fara í gang við
FVA, tvö Nordplus verkefni og eitt
Erasmus verkefni. Nordplusverk-
efnið Education Lighthouse snýr
að samanburði á menntunarkröf-
um og tækifærum nemenda í þrem-
ur löndum, Íslandi, Finnlandi og
Litháen og verkefnið Nordic nat-
ure connection - Promoting health
and wellbeing at school snýr bæði
að heilsueflingu og náttúru eins og
hún birtist í listum. Erasmusverk-
efnið Schools for a Green Future
varðar umhverfismál.
Starfsmannavelta og
framkvæmdir
Nokkrar breytingar hafa orðið inn-
an starfsmannahópsins frá því á síð-
ustu önn. átta starfsmenn hafa látið
af störfum, meðal annars vegna ald-
urs og tímabundinni ráðninga. tíu
nýir starfsmenn hefja störf á önn-
inni, nokkrir þeirra eru ráðnir í af-
leysingar vegna forfalla eða náms-
leyfa. Eru þetta kennarar í tréiðn-
greinum, stærðfræði, íslensku,
raungreinum, dönsku og á starfs-
braut, ásamt umsjónarmanni hús-
næðis og innkaupastjóra. tveir
kennarar koma aftur til starfa eftir
leyfi og fjórir verða í leyfi á skóla-
árinu.
Í sumar hafa ýmsar framkvæmdir
verið í gangi við skólann. Skipt hef-
ur verið um glugga og klæðningar
í rafiðnaðardeild og einnig er ver-
ið að setja upp hjólaskýli á tveimur
stöðum við skólann. „Bætt aðstaða
hjólreiðafólks tengist heilsustefnu
skólans og hvetur nemendur og
starfsfólk til að ferðast um á reið-
hjólum,“ segir ágústa.
Leiðandi afl í
mótun náms
Akraneskaupstaður hefur lýst yfir
vilja til að Akranes verði tilrauna-
sveitarfélag í rekstri framhaldsskóla
frá 2020, með það að markmiði að
efla menntun, frístundastarf og for-
varnir. Hafa fulltrúar Akraneskaup-
staðar kynnt sínar hugmyndir fyrir
starfsfólki FVA. Í þessu sambandi
hefur skólameistari lagt áherslu á
að um pólitíska ákvörðun væri að
ræða. „Ef það yrði niðurstaða og
ákvörðun stjórnvalda að Akranes
verði tilraunasveitarfélag í rekstri
framhaldsskóla þá er ég þess fullviss
að starfsfólk skólans myndi mæta
því verkefni af metnaði og heilind-
um,“ segir skólameistarinn. „FVA
er öllum opinn og leggur áherslu
á að þjóna íbúum á Vesturlandi og
víðar. Hann hefur ákveðnar skyld-
ur við sitt nærsamfélag og leitast við
að bjóða íbúum þess eins fjölbreytt-
ar leiðir til menntunar og mögulegt
er. Námsframboðið er fjölbreytt
sem mætir misjöfnum þörfum sam-
félagsins og ættu flestir að finna
nám við sitt hæfi. Rekstur FVA hef-
ur gengið það vel síðastliðin ár að
skólinn á að geta verið leiðandi afl
í mótun náms á nútímalegan hátt,
þar sem boðið er upp á vandað nám
með áherslu á nýstárlega kennslu-
hætti og fyrsta flokks aðstöðu,“ seg-
ir ágústa að lokum. glh
Skólastarf í Menntaskóla Borgar-
fjarðar hófst síðasta föstudag þeg-
ar nýnemar mættu í skólann til að
fá stundatöflur sínar afhentar ásamt
öðrum gögnum. Dagurinn hófst
með sameiginlegum morgunverði
nýnema og starfsfólks en eldri nem-
endur gátu nálgast sínar stundatöfl-
ur á vefnum. Kennsla hófst svo sam-
kvæmt stundaskrá á mánudaginn.
Um 120 nemendur verða við nám
í skólanum á haustönn en nýnemar
eru 43 talsins. 95% af heildarfjölda
nemenda eru í staðnámi.
Væntingar til skólaársins
„Okkar helstu væntingar eru að
halda áfram að efla þann góða skóla-
brag sem ríkir við þennan skóla. Við
MB starfar þéttur og góður hópur og
nemendum og starfsfólki líður vel í
skólanum og vinnunni. Við erum fá-
mennur skóli og sinnum persónu-
legri þjónustu við nemendur mjög
vel og það á bæði við um nemend-
ur í staðnámi og fjarnámi. Þá vilj-
um við eiga gott samstarf við okkar
nærsamfélag og samstarf við Hug-
heima, sem á marga góða bakhjarla
í atvinnulífinu á Vesturlandi, er mik-
ilvægur þáttur í því samhengi. Unn-
ið er að hugmyndum varðandi sam-
starf og komu Hugheima í ákveðinni
mynd inn í skólann. Þá höfum við
tekið þátt í Evrópuverkefnum þar
sem nemendur hafa fengið tækifæri
á að heimsækja önnur lönd en rétt
í þessu fengum við 30 þúsund evra
styrk fyrir tveggja ára samstarfs-
verkefni ásamt Finnlandi, tyrk-
landi, Póllandi og Rúmeníu. Það eru
mikil tækifæri fólgin í því að fara í
námsferðir erlendis, bjóða heim og
kynnast fleiri heimshornum og mál-
efnum,“ segir Guðrún Björg Aðal-
steinsdóttir, skólameistari Mennta-
skóla Borgarfjarðar.
Stefna á að flagga Græn-
fánanum
Einhverjar breytingar er á starfslið-
inu í menntaskólanum fyrir kom-
andi skólaár. Nýr kennari í upplýs-
ingatækni tekur til starfa en annars
er kennarahópurinn óbreyttur. Lilja
S. Ólafsdóttir aðstoðarskólameistari
er komin aftur til starfa úr námsleyfi.
Þá hefur Guðrún Björg skólameist-
ari MB sagt upp störfum og von er
á nýjum skólameistara þegar líður
á veturinn. Skólahúsnæði skólans
en nokkuð nýlegt og þarfnast lítils
viðhalds en stefnt er að því að bæta
nemendarýmin og búa til svokallað
kósý-rými fyrir nemendur.
Engin ein námsgrein er vinsælli
en önnur í skólanum en flestir nem-
endur eru í íslensku og ensku auk
þess sem útivistaráfangi sem skól-
inn fór af stað með í fyrra í vali hefur
verið vinsæll. „Við erum að fara af
stað með áfanga í umhverfisstjórn-
un í samvinnu við Landvernd en
áfanginn er liður í undirbúningi til
að flagga Grænfánanum. útivistará-
fangar og afþreyingarsálfræði eru
áfangar sem byrjað var með í fyrra
og nutu mikilla vinsælda og verða
aftur í boði nú í haust,“ segir Guð-
rún Björg.
Spennt fyrir vetrinum
Við Menntaskóla Borgarfjarðar
starfar þéttur hópi kennara og ann-
ars starfsfólk sem brennur í skinn-
inu að efla skólann og þróa áfram,
að sögn Guðrúnar Bjargar. „Það eru
nokkrar hugmyndir í gangi og erum
við þar að líta mikið til tæknivæðing-
ar og að láta fjórðu iðnbyltinguna
ekki framhjá okkur fara. Fyrirhug-
að samstarf við Hugheima er enn
á teikniborðinu og við erum mjög
spennt að taka á móti nýnemum sem
og eldri nemendum og eiga gott og
náið samstarf,“ segir skólameistar-
inn að endingu.
glh
Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi:
Mikilvægt að mæta hraðri þróun í tækni
Fyrsti skóladagur FVA hófst samkvæmt stundaskrá á mánudaginn.
Frá nýnemadegi í Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Ljósm. úr safni.
Fjölbrautaskóli Snæfellinga:
„Mikil tilhlökkun
til skólaársins“
Menntaskóli Borgarfjarðar:
Skóli sem sinnir vel persónulegri
þjónustu við nemendur
Leikfélagið Sv1 í Menntaskóla Borgarfjarðar færði á síðasta ári upp leikritið um
Línu Langsokk. Hér er hópurinn í lok frumsýningar ásamt forsetahjónin sem komu
í heimsókn. Ljósm. úr safni/mm.